Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. desember 2021 11:10 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú þurfi að koma í ljós hvort bólusetningin haldi geng omíkron-afbrigðinu. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. „Það var viðbúið að þetta myndi koma hingað eins og til annarra landa. Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara en við gerum okkur grein fyrir. Ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að greiningin á þessu nýja afbrigði er að aukast mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Stóra spurningin er bara hvernig mun það hegða sér. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir enn þá. Það eru einhverjar vísbendingar að það sé meira smitandi en delta en það liggur ekkert alveg í hendi með það og það eru engar vísbendingar um að þetta sé eitthvað alvarlegra afbrigði, valdi alvarlegri sjúkdómi.“ Stóra spurningin sé nú hvort omíkron-afbrigðið muni sleppa undan bólusetningunni. Nokkrir þeirra sem hafa greinst í Evrópu hafa veriði bólusettir en enginn hafi enn veikst mjög alvarlega. Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Staðfest var í gær að einn hafi greinst smitaður af omíkron-afbrigðinu hér á landi. Sá liggur nú inni á Landspítala en hann hafði ekki verið á ferðalagi í útlöndum, svo enn er óvíst hvaðan hann smitaðist af veirunni. Þórólfur segir að hann hafi verið nýbúinn að fá örvunarskammt þegar hann greindist smitaður. „Það er erfitt að segja en það er rakning í gangi í kring um þennan einstakling og auðvitað gæti út úr því komið að það tengist ferðalagi erlendis. Við þurfum bara að sjá aðeins, það tekur smá tíma að vinna út úr því,“ segir Þórólfur. „Hann var fullbólusettur og nýbúinn að fá örvunarskammt, við þurfum að sjá hvernig bóluefnið virkar á þetta nýja afbrigði og hvort það virki að einhverju leyti. Það gæti verið þó fólk smitist að það verndi gegn alvarlegum veikindum, það þarf að koma í ljós líka.“ Þórólfur segir ljóst að einhver, sem var á ferðalagi í útlöndum, hafi smitað hann. „Já, það er þannig og öll ný afbrigði koma í gegn um landamærin og dreifa þannig úr sér þannig að þetta er kannski víðtækara og kæmi ekki á óvart að það séu fleiri í kring um þennan einstakling sem munu greinast.“ Þriðji skammturinn lofi góðu Hann segir að það myndi ekki koma sér á óvart sé omíkron búið að dreifa sér víðar í samfélaginu. Hvað veikindi varðar sé enn ekki orðið ljóst hve alvarlega veikt folk geti orðið af því. „Það er bara ómögulegt að alhæfa um það, að er ekki hægt að alhæfa neitt út frá einum einstaklingi. Þessi einstkalingur liggur inni á Landspítala eins og fram hefur komið þannig að við þurfum bara að sjá hvernig fram vindur og hvernig þetta verður. Við fáum daglegar upplýsingar frá Evrópu, Evrópusambandinu, um veikindi. Þeir eru mjög fljótir að leggja fram allar nýjar upplýsingar, við þurfum bara að fylgjast vel með því hvað gerist á næstunni,“ segir Þórólfur. Klippa: Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Hvort bóluefnið verndi gegn alvarlegum veikindum þurfi að koma í ljós. „Ég vil geta þess að við þurfum að skoða okkar gögn með tilliti til delta-afbrigðisins og þá annan skammt og þriðja skammt. Við höfum verið í samstarfi við Miðstöð lýðheilsuvísinda og Thor Aspelund hefur verið að reikna það fyrir okkur og það kemur mjög vel út. Það er að minnsta kosti níutíu prósent virkni af þriðja skammtinum umfram annnan skammtinn gagnvart delta-afbrigðinu,“ segir Þórólfur sem sé mjög jákvtt. „Og ætti að vera sérstök hvatning að hvetja alla að fara í örvunarbólusetninguna vegna þess að við erum áfram með delta-afbrigðið og við þurfum að vernda okkur eins vel og við getum. Svo vonumst við að örvunarskammturinn muni alla vega að einhverju leyti hjálpa til með þetta nýja afbrigði líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Það var viðbúið að þetta myndi koma hingað eins og til annarra landa. Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara en við gerum okkur grein fyrir. Ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að greiningin á þessu nýja afbrigði er að aukast mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Stóra spurningin er bara hvernig mun það hegða sér. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir enn þá. Það eru einhverjar vísbendingar að það sé meira smitandi en delta en það liggur ekkert alveg í hendi með það og það eru engar vísbendingar um að þetta sé eitthvað alvarlegra afbrigði, valdi alvarlegri sjúkdómi.“ Stóra spurningin sé nú hvort omíkron-afbrigðið muni sleppa undan bólusetningunni. Nokkrir þeirra sem hafa greinst í Evrópu hafa veriði bólusettir en enginn hafi enn veikst mjög alvarlega. Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Staðfest var í gær að einn hafi greinst smitaður af omíkron-afbrigðinu hér á landi. Sá liggur nú inni á Landspítala en hann hafði ekki verið á ferðalagi í útlöndum, svo enn er óvíst hvaðan hann smitaðist af veirunni. Þórólfur segir að hann hafi verið nýbúinn að fá örvunarskammt þegar hann greindist smitaður. „Það er erfitt að segja en það er rakning í gangi í kring um þennan einstakling og auðvitað gæti út úr því komið að það tengist ferðalagi erlendis. Við þurfum bara að sjá aðeins, það tekur smá tíma að vinna út úr því,“ segir Þórólfur. „Hann var fullbólusettur og nýbúinn að fá örvunarskammt, við þurfum að sjá hvernig bóluefnið virkar á þetta nýja afbrigði og hvort það virki að einhverju leyti. Það gæti verið þó fólk smitist að það verndi gegn alvarlegum veikindum, það þarf að koma í ljós líka.“ Þórólfur segir ljóst að einhver, sem var á ferðalagi í útlöndum, hafi smitað hann. „Já, það er þannig og öll ný afbrigði koma í gegn um landamærin og dreifa þannig úr sér þannig að þetta er kannski víðtækara og kæmi ekki á óvart að það séu fleiri í kring um þennan einstakling sem munu greinast.“ Þriðji skammturinn lofi góðu Hann segir að það myndi ekki koma sér á óvart sé omíkron búið að dreifa sér víðar í samfélaginu. Hvað veikindi varðar sé enn ekki orðið ljóst hve alvarlega veikt folk geti orðið af því. „Það er bara ómögulegt að alhæfa um það, að er ekki hægt að alhæfa neitt út frá einum einstaklingi. Þessi einstkalingur liggur inni á Landspítala eins og fram hefur komið þannig að við þurfum bara að sjá hvernig fram vindur og hvernig þetta verður. Við fáum daglegar upplýsingar frá Evrópu, Evrópusambandinu, um veikindi. Þeir eru mjög fljótir að leggja fram allar nýjar upplýsingar, við þurfum bara að fylgjast vel með því hvað gerist á næstunni,“ segir Þórólfur. Klippa: Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Hvort bóluefnið verndi gegn alvarlegum veikindum þurfi að koma í ljós. „Ég vil geta þess að við þurfum að skoða okkar gögn með tilliti til delta-afbrigðisins og þá annan skammt og þriðja skammt. Við höfum verið í samstarfi við Miðstöð lýðheilsuvísinda og Thor Aspelund hefur verið að reikna það fyrir okkur og það kemur mjög vel út. Það er að minnsta kosti níutíu prósent virkni af þriðja skammtinum umfram annnan skammtinn gagnvart delta-afbrigðinu,“ segir Þórólfur sem sé mjög jákvtt. „Og ætti að vera sérstök hvatning að hvetja alla að fara í örvunarbólusetninguna vegna þess að við erum áfram með delta-afbrigðið og við þurfum að vernda okkur eins vel og við getum. Svo vonumst við að örvunarskammturinn muni alla vega að einhverju leyti hjálpa til með þetta nýja afbrigði líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20