Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 12:07 Gígjukvísl á Skeiðarársandi klukkan 11.35 í morgun, séð úr vefmyndavél á brúnni yfir ána. Búist er við að Grímsvatnahlaupið fari allt um þennan farveg. Rennslið þar laust fyrir hádegi mældist 924 rúmmetrar á sekúndu, sem er um fjórfalt meira en náttúrulegt rennsli árinnar. Veðurstofa Íslands/vefmyndavél Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér: Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér:
Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira