Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. desember 2021 15:42 Þrír hafa nú greinst smitaðir af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Kári í viðtali við fréttastofu fyrir stundu. Hann segir einstaklingana sjö alla tengjast og því sé sá möguleiki fyrir hendi að afbrigði veirunnar sé ekki komið víðar í samfélaginu. Karlmaður á áttræðisaldri greindist smitaður af afbrigðinu í gær. Hann liggur inni á Landspítalanum eftir að hafa greinst með Covid-19 á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lá maðurinn inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi en var fluttur yfir á Landspítalann þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Ekkert bendi til að sögn Kára að bóluefnin verndi ekki gegn omíkron-afbrigðinu. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til að það geri það ekki. En sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stokkbreytta formi,“ segir Kári. Margar stökkbreytingarnar í omíkron-afbrigðinu hafi fundist áður í öðrum stökkbreytingum veirunnar. Það séu stökkbreytingar sem bóluefnið veiti vernd gegn. Klippa: Allt líti út fyrir að sjö séu smitaðir af omíkron Hann segist ekkert svo áhyggjufullur yfir ástandinu. Hann skilji fólk sem sé mjög áhyggjufullt. „Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur út af þessu. Mér finnst þetta ekki mjög mikið frávik frá því sem hefur verið að gerast upp á síðkastið. Ekki gleyma því að þrátt fyrir að við séum búin að bólusetja yfir 90 prósent fullorðinna á Íslandi þá hefur faraldurinn blossað upp og hann hefur blossað upp áður en þetta omíkron-afbrigði kom,“ segir Kári. Greint var frá því fyrir stuttu að tveir hafi greinst smitaðir af afbrigðinu í dag. Þetta sagði Kári í viðtali við RÚV en greinilegt að fleiri hafi bæst í hópinn síðasta klukkutímann. Maðurinn sem greindist í gær er fullbólusettur og fékk að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlaæknis nýverið örvunarskammt. Maðurinn hafði ekki verið á ferðalagi utan landssteinanna og er því enn óljóst hvernig omíkron-afbrigðið barst hingað til lands. Smitrakningarteymið vinnur nú hörðum höndum að því að komast að uppruna smitsins. Kári segir í samtali við RÚV að nú framkvæmi Íslensk erfðagreining raðgreiningra á hverjum degi, annað en var gert fyrr í faraldrinum. Á meðan delta-afbrigðið var ráðandi hafi sýnum til að mynda verið safnað í nokkra daga áður en þau voru raðgreind. „Nú raðgreinum við á hverjum degi. Til að fylgjast með því hvernig þetta afbrigði dreifir sér í íslensku samfélagi. “ Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali fréttastofu við Kára Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þetta sagði Kári í viðtali við fréttastofu fyrir stundu. Hann segir einstaklingana sjö alla tengjast og því sé sá möguleiki fyrir hendi að afbrigði veirunnar sé ekki komið víðar í samfélaginu. Karlmaður á áttræðisaldri greindist smitaður af afbrigðinu í gær. Hann liggur inni á Landspítalanum eftir að hafa greinst með Covid-19 á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lá maðurinn inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi en var fluttur yfir á Landspítalann þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Ekkert bendi til að sögn Kára að bóluefnin verndi ekki gegn omíkron-afbrigðinu. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til að það geri það ekki. En sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stokkbreytta formi,“ segir Kári. Margar stökkbreytingarnar í omíkron-afbrigðinu hafi fundist áður í öðrum stökkbreytingum veirunnar. Það séu stökkbreytingar sem bóluefnið veiti vernd gegn. Klippa: Allt líti út fyrir að sjö séu smitaðir af omíkron Hann segist ekkert svo áhyggjufullur yfir ástandinu. Hann skilji fólk sem sé mjög áhyggjufullt. „Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur út af þessu. Mér finnst þetta ekki mjög mikið frávik frá því sem hefur verið að gerast upp á síðkastið. Ekki gleyma því að þrátt fyrir að við séum búin að bólusetja yfir 90 prósent fullorðinna á Íslandi þá hefur faraldurinn blossað upp og hann hefur blossað upp áður en þetta omíkron-afbrigði kom,“ segir Kári. Greint var frá því fyrir stuttu að tveir hafi greinst smitaðir af afbrigðinu í dag. Þetta sagði Kári í viðtali við RÚV en greinilegt að fleiri hafi bæst í hópinn síðasta klukkutímann. Maðurinn sem greindist í gær er fullbólusettur og fékk að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlaæknis nýverið örvunarskammt. Maðurinn hafði ekki verið á ferðalagi utan landssteinanna og er því enn óljóst hvernig omíkron-afbrigðið barst hingað til lands. Smitrakningarteymið vinnur nú hörðum höndum að því að komast að uppruna smitsins. Kári segir í samtali við RÚV að nú framkvæmi Íslensk erfðagreining raðgreiningra á hverjum degi, annað en var gert fyrr í faraldrinum. Á meðan delta-afbrigðið var ráðandi hafi sýnum til að mynda verið safnað í nokkra daga áður en þau voru raðgreind. „Nú raðgreinum við á hverjum degi. Til að fylgjast með því hvernig þetta afbrigði dreifir sér í íslensku samfélagi. “ Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali fréttastofu við Kára Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15
Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10