Óttast ekki samkeppni þriggja nýrra mathalla á nánast sama blettinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2021 20:01 Árni Traustason er rekstrarstjóri nýrrar Mathallar Reykjavíkur. Vísir/Arnar Þrjár mathallir verða opnaðar á litlum bletti í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Rekstrarstjóri þeirrar stærstu segir framkvæmdir skotganga og óttast ekki samkeppni. Sannkallað mathallaæði hefur gripið landann á síðustu árum en þær hafa sprottið upp ein af annarri eftir að sú fyrsta var opnuð á Hlemmi 2017. Þó að raunar megi færa rök fyrir því að Stjörnutorg hafi verið fyrsta mathöllin. Í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan má sjá staðsetningar og húsakynni nýju mathallanna þriggja. Mathallirnar þrjár En þetta þykir greinilega viðskiptamódel sem virkar. Það bætir nefnilega verulega í mathallaflóruna í miðbænum strax á næsta ári. Á Vesturgötu 2, þar sem Kaffi Reykjavík var áður til húsa, verður opnuð mathöll um páskaleytið. Allt að gerast á annarri hæð mathallarinnar við Vesturgötu.Vísir/Arnar Og rétt rúmum 200 metrum frá, í Pósthússtræti 3-5 þar sem Hitt húsið var síðast með starfsemi, á einnig að opna mathöll - 1. júní. Hún verður „glæsilegasta mathöll landsins“, að sögn Leifs Welding, eins rekstraraðila. Höllin í Pósthússtræti mun státa af átta veitingastöðum og kokteilbar. Þá á að stækka Hafnartorg en í rými austan megin Geirsgötu opnar þriðja mathöllin í mars. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri hjá fasteignafélaginu Regin segir í svari til fréttastofu að í rými á jarðhæð íbúðarhúsanna verði um fjórtán rekstraraðilar í smásölu, bæði með fatnað og húsbúnað. Þá verði þar mathöll með 8-9 „fjölbreyttum einingum“ en einnig verði opnaður sér veitingastaður sem snýr að höfninni. Partí, líf og fjör Húsnæðið á Vesturgötu, sem hýsa mun Mathöll Reykjavíkur, er 1800 fermetrar á þremur hæðum. Framkvæmdir eru í fullum gangi en stefnt er á að opna í apríl. „Sem er náttúrulega geggjaður tími ef omíkron fer ekki að stríða okkur meira. Þannig að já, ég held það verði bara partí og líf og fjör. Nýtt útisvæði hérna fyrir framan, og svo svalir og nýtt port hérna fyrir aftan okkur,“ segir Árni Traustason, rekstrarstjóri Mathallar Reykjavíkur við Vesturgötu. Teikning af fyrstu hæð Mathallar Reykjavíkur. Átta básar eru fyrirhugaðir á hæðinni og þá verður komið upp glænýju útisvæði fyrir framan húsið, Ingólfstorgsmegin. Gert er ráð fyrir átta básum á fyrstu hæðinni og sex básum á hæðinni fyrir ofan. Þar með verður þessi mathöll sú stærsta í Reykjavík, og reyndar á öllu Íslandi. „Svo mun þriðja hæðin vera undir veislusali, sem fólk getur nýtt sér til að leigja út fyrir partí og alls konar,“ segir Árni. Dæmi um bás sem fyrirhugað er að opni í mathöllinni. Matsölustaðir í höllinni verða af ýmsum toga. Ekki hefur þó enn náðst að fylla alla básana. „Við erum bara að vinna í því að púsla saman, þetta verður bara jólapúslið í ár,“ segir Árni. Ekkert stressaður Í Reykjavík eru fyrir fimm mathallir, þar af tvær í póstnúmeri 101; á Hlemmi og úti á Granda. Nýju mathallirnar, einnig í 101, eru staðsettar á milli þeirra - allar þrjár á um 0,06 ferkílómetra bletti. Eruði ekkert stressaðir yfir samkeppninni? „Nei, í rauninni ekki. Við fögnum allri samkeppni og við viljum bara fá sem flesta í miðbæinn og með því að hafa þrjár mathallir, það mun bara gera gott fyrir alla.“ Reykjavík Veitingastaðir Matur Reginn Tengdar fréttir Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. 14. nóvember 2021 12:28 Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 14:42 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sannkallað mathallaæði hefur gripið landann á síðustu árum en þær hafa sprottið upp ein af annarri eftir að sú fyrsta var opnuð á Hlemmi 2017. Þó að raunar megi færa rök fyrir því að Stjörnutorg hafi verið fyrsta mathöllin. Í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan má sjá staðsetningar og húsakynni nýju mathallanna þriggja. Mathallirnar þrjár En þetta þykir greinilega viðskiptamódel sem virkar. Það bætir nefnilega verulega í mathallaflóruna í miðbænum strax á næsta ári. Á Vesturgötu 2, þar sem Kaffi Reykjavík var áður til húsa, verður opnuð mathöll um páskaleytið. Allt að gerast á annarri hæð mathallarinnar við Vesturgötu.Vísir/Arnar Og rétt rúmum 200 metrum frá, í Pósthússtræti 3-5 þar sem Hitt húsið var síðast með starfsemi, á einnig að opna mathöll - 1. júní. Hún verður „glæsilegasta mathöll landsins“, að sögn Leifs Welding, eins rekstraraðila. Höllin í Pósthússtræti mun státa af átta veitingastöðum og kokteilbar. Þá á að stækka Hafnartorg en í rými austan megin Geirsgötu opnar þriðja mathöllin í mars. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri hjá fasteignafélaginu Regin segir í svari til fréttastofu að í rými á jarðhæð íbúðarhúsanna verði um fjórtán rekstraraðilar í smásölu, bæði með fatnað og húsbúnað. Þá verði þar mathöll með 8-9 „fjölbreyttum einingum“ en einnig verði opnaður sér veitingastaður sem snýr að höfninni. Partí, líf og fjör Húsnæðið á Vesturgötu, sem hýsa mun Mathöll Reykjavíkur, er 1800 fermetrar á þremur hæðum. Framkvæmdir eru í fullum gangi en stefnt er á að opna í apríl. „Sem er náttúrulega geggjaður tími ef omíkron fer ekki að stríða okkur meira. Þannig að já, ég held það verði bara partí og líf og fjör. Nýtt útisvæði hérna fyrir framan, og svo svalir og nýtt port hérna fyrir aftan okkur,“ segir Árni Traustason, rekstrarstjóri Mathallar Reykjavíkur við Vesturgötu. Teikning af fyrstu hæð Mathallar Reykjavíkur. Átta básar eru fyrirhugaðir á hæðinni og þá verður komið upp glænýju útisvæði fyrir framan húsið, Ingólfstorgsmegin. Gert er ráð fyrir átta básum á fyrstu hæðinni og sex básum á hæðinni fyrir ofan. Þar með verður þessi mathöll sú stærsta í Reykjavík, og reyndar á öllu Íslandi. „Svo mun þriðja hæðin vera undir veislusali, sem fólk getur nýtt sér til að leigja út fyrir partí og alls konar,“ segir Árni. Dæmi um bás sem fyrirhugað er að opni í mathöllinni. Matsölustaðir í höllinni verða af ýmsum toga. Ekki hefur þó enn náðst að fylla alla básana. „Við erum bara að vinna í því að púsla saman, þetta verður bara jólapúslið í ár,“ segir Árni. Ekkert stressaður Í Reykjavík eru fyrir fimm mathallir, þar af tvær í póstnúmeri 101; á Hlemmi og úti á Granda. Nýju mathallirnar, einnig í 101, eru staðsettar á milli þeirra - allar þrjár á um 0,06 ferkílómetra bletti. Eruði ekkert stressaðir yfir samkeppninni? „Nei, í rauninni ekki. Við fögnum allri samkeppni og við viljum bara fá sem flesta í miðbæinn og með því að hafa þrjár mathallir, það mun bara gera gott fyrir alla.“
Reykjavík Veitingastaðir Matur Reginn Tengdar fréttir Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. 14. nóvember 2021 12:28 Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 14:42 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. 14. nóvember 2021 12:28
Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50
Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 14:42