Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið: „Kannski ekki það gáfulegasta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2021 20:30 Gunnar Nelson viðurkennir að sú hugmynd að glíma við Fjallið hafi ekki verið sú besta sem hann hefur fengið á lífsleiðinni. Mynd/Skjáskot „Þetta var nú bara svona á milli vina,“ sagði bardagakappinn Gunnar Nelson í samtali við Stöð 2 um glímu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og Hafþór er oftast kallaður. Gunnar fór yfir þau meiðsli sem hlutust af þessari glímu, sem og það sem framundan er hjá kappanum. „Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
„Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið
MMA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira