Segir Rangnick hafa brunnið út þegar hann átti að vera nálgast hátind þjálfaraferilsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 17:00 Rangnick kom Schalke 04 í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2011, þar beið liðið lægri hlut gegn Manchester United. Valerio Pennicino/Getty ImageS Raphael Hongistein, einn af fróðustu mönnum veraldar er kemur að þýskri knattspyrnu, telur að mögulega hafi Ralf Rangnick, nýráðinn þjálfari Manchester United, ekki nægilegan tíma til stefnu til að fullmóta liðið eftir sínu höfði. Þá segir hann Rangnick hafa brunnið út árið 2011 er hann var við það að gera Schalke 04 að stórliði. Honigstein var til tals hjá Símanum fyrir leik Everton og Liverpool. Þar fór hann yfir hvað Rangnick kemur með til Manhester United og af hverju ferilskrá þessa margreynda þjálfara er ef til vill ekki jafn full af titlum og margur hefði haldið. Hinn 63 ára gamli Rangnick er þýskur og segja má að Manhester United sé að feta í fótspor Liverpool og Chelsea með því að ráða þýskan þjálfa. Rangnick er hins vegar hálfgerður lærifaðir Thomas Tuchel, þjálfara Chelsea, og Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool. Fáir eru fróðari um Rangnick og áhrif hans á þýska knattspyrnu en Honigstein sem starfar meðal annars fyrir The Athletic, BT Sport, Spiegel og fleiri fréttamiðla erlendis. „Ég held það sé rökrétt spurning. Að vera orðinn 63 ára gamall með þetta orðspor væri eðlilegt að halda að hann væri með glæsilega ferilskrá með fjölda titla. Það sem fólk þarf að skilja er að undanfarin áratug hefur hann ekki verið að þjálfa þar sem hann var í öðru starfi. Hann var að gera Red Bull-samsteypuna að því veldi sem það er í Þýskalandi, Austurríki, New York og Brasilíu í dag,“ sagði Hongstein í spjalli sínu við Símann. „Sem hann og gerði, hann sinnti því starfi sem hann var beðinn um. Gerði Leipzig að öflugu liði í Þýskalandi, fann mjög spennandi leikmenn sem sumir eru að spila hér í kvöld. Það er líka annað sem fólk þarf að skilja, árið 2011 brennur hann einfaldlega út. Segir starfi sínu hjá Schalke 04 lausu því hann var andlega og líkamlega uppgefinn, hann þurfti að stíga til hliðar.“ „Ég tel að þá hafi hann verið á hátindi sínum, hann var nýbúinn að vinna þýska bikarinn með Schalke. Hann hafði komið Schalke í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, sem er magnað afrek. Ég held að hlutirnir hefðu þróast í rétta átt þar en af því hann ákvað að segja upp og fór svo í allt annað starf hjá Leipzig sáum við ekki sama uppgang og hjá öðrum sigursælum þjálfurum sem halda áfram að taka næsta skref. Hann tók næstum því næsta skref en steig svo til hliðar.“ „Hann var ákveðinn í að koma ekki að þjálfun liðsins fyrr en hann er kominn á staðinn og kominn með atvinnuleyfi. Það hefur tekið sinn tíma og þess vegna stýrir hann liðinu ekki gegn Arsenal. Hann vildi ekki skipta sér af, hann vildi ekki að sín fyrstu kynnu yrðu í gegnum síma og vildi ekki hafa áhrif á Michael Carrick í hans undirbúningi. Sem þjálfari þá skilur hann að þjálfari vill fá að stýra sínum undirbúningi sjálfur.“ „Ég held að hann muni standa sig vel. Manchester United þarf meira skipulag, betri strúktúr og aðstoð við smáatriði fótboltans. Ég held að við munum ekki sjá fullmótaðan Ralf Rangnick-fótbolta – þú manst hvað það tók Klopp langan tíma – þar sem hann hefur aðeins sex mánuði. Ég tel að Man Utd hafi svo mikil einstaklingsgæði að ef þeim tekst að snúa bökum saman og sýna smá samheldni ættu þeir að bæta sig töluvert,“ sagði Honigstein að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Honigstein var til tals hjá Símanum fyrir leik Everton og Liverpool. Þar fór hann yfir hvað Rangnick kemur með til Manhester United og af hverju ferilskrá þessa margreynda þjálfara er ef til vill ekki jafn full af titlum og margur hefði haldið. Hinn 63 ára gamli Rangnick er þýskur og segja má að Manhester United sé að feta í fótspor Liverpool og Chelsea með því að ráða þýskan þjálfa. Rangnick er hins vegar hálfgerður lærifaðir Thomas Tuchel, þjálfara Chelsea, og Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool. Fáir eru fróðari um Rangnick og áhrif hans á þýska knattspyrnu en Honigstein sem starfar meðal annars fyrir The Athletic, BT Sport, Spiegel og fleiri fréttamiðla erlendis. „Ég held það sé rökrétt spurning. Að vera orðinn 63 ára gamall með þetta orðspor væri eðlilegt að halda að hann væri með glæsilega ferilskrá með fjölda titla. Það sem fólk þarf að skilja er að undanfarin áratug hefur hann ekki verið að þjálfa þar sem hann var í öðru starfi. Hann var að gera Red Bull-samsteypuna að því veldi sem það er í Þýskalandi, Austurríki, New York og Brasilíu í dag,“ sagði Hongstein í spjalli sínu við Símann. „Sem hann og gerði, hann sinnti því starfi sem hann var beðinn um. Gerði Leipzig að öflugu liði í Þýskalandi, fann mjög spennandi leikmenn sem sumir eru að spila hér í kvöld. Það er líka annað sem fólk þarf að skilja, árið 2011 brennur hann einfaldlega út. Segir starfi sínu hjá Schalke 04 lausu því hann var andlega og líkamlega uppgefinn, hann þurfti að stíga til hliðar.“ „Ég tel að þá hafi hann verið á hátindi sínum, hann var nýbúinn að vinna þýska bikarinn með Schalke. Hann hafði komið Schalke í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, sem er magnað afrek. Ég held að hlutirnir hefðu þróast í rétta átt þar en af því hann ákvað að segja upp og fór svo í allt annað starf hjá Leipzig sáum við ekki sama uppgang og hjá öðrum sigursælum þjálfurum sem halda áfram að taka næsta skref. Hann tók næstum því næsta skref en steig svo til hliðar.“ „Hann var ákveðinn í að koma ekki að þjálfun liðsins fyrr en hann er kominn á staðinn og kominn með atvinnuleyfi. Það hefur tekið sinn tíma og þess vegna stýrir hann liðinu ekki gegn Arsenal. Hann vildi ekki skipta sér af, hann vildi ekki að sín fyrstu kynnu yrðu í gegnum síma og vildi ekki hafa áhrif á Michael Carrick í hans undirbúningi. Sem þjálfari þá skilur hann að þjálfari vill fá að stýra sínum undirbúningi sjálfur.“ „Ég held að hann muni standa sig vel. Manchester United þarf meira skipulag, betri strúktúr og aðstoð við smáatriði fótboltans. Ég held að við munum ekki sjá fullmótaðan Ralf Rangnick-fótbolta – þú manst hvað það tók Klopp langan tíma – þar sem hann hefur aðeins sex mánuði. Ég tel að Man Utd hafi svo mikil einstaklingsgæði að ef þeim tekst að snúa bökum saman og sýna smá samheldni ættu þeir að bæta sig töluvert,“ sagði Honigstein að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira