Storkar fimleikalögmálunum með súperstökkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2021 10:01 Kolbrún Þöll Þorradóttir í kunnuglegri stöðu. stefán þór friðriksson Kolbrún Þöll Þorradóttir hefur verið dugleg að storka fimleikalögmálunum og reyna stökk sem ekki hafa verið reynd áður. Meðal þeirra er sannkallað súperstökk á trampólíni; tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Kolbrún er sú eina sem hefur framkvæmt þetta stökk á Evrópumóti í hópfimleikum en hún gerði það á EM 2016 í Maribor í Slóveníu. „Ég framkvæmdi þetta fyrst í keppni 2016, fyrst á Íslandsmóti unglinga og svo á Evrópumótinu. Það gekk ekki alveg þá,“ sagði Kolbrún en lendingin eftir súperstökkið á EM 2016 var ekki alveg upp á tíu. Myndband af súperstökkinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kolbrún vonast til að geta framkvæmt súperstökkið í úrslitunum á EM í Guiamaeres í Portúgal í dag. „Ég hef átt mjög gott undirbúningstímabil, er tilbúinn og fannst ég framkvæma þetta mjög vel í gær,“ sagði Kolbrún og vísaði til undanúrslitanna í fyrradag þar sem Ísland varð í 2. sæti á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Kolbrún fagnar vel heppnuðu stökki.stefán þór friðriksson Áhættan í fimleikum er mikil enda hættan á meiðslum talsverð þegar gríðarlega erfið og flókin stökk eru framkvæmd. „Maður er alltaf með þetta smá á bak við eyrað. Ég held að enginn fari á stórmót með líkamann í hundrað prósent lagi. Það er alltaf áhætta þegar maður lendir á þessum lendingardýnum að ökklar eða hné gefi sig. En við höfum æft mjög vel og erum meðvitaðar um stökkin okkar,“ sagði Kolbrún að lokum. Keppni í kvennaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 14:50 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjá meira
Kolbrún er sú eina sem hefur framkvæmt þetta stökk á Evrópumóti í hópfimleikum en hún gerði það á EM 2016 í Maribor í Slóveníu. „Ég framkvæmdi þetta fyrst í keppni 2016, fyrst á Íslandsmóti unglinga og svo á Evrópumótinu. Það gekk ekki alveg þá,“ sagði Kolbrún en lendingin eftir súperstökkið á EM 2016 var ekki alveg upp á tíu. Myndband af súperstökkinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kolbrún vonast til að geta framkvæmt súperstökkið í úrslitunum á EM í Guiamaeres í Portúgal í dag. „Ég hef átt mjög gott undirbúningstímabil, er tilbúinn og fannst ég framkvæma þetta mjög vel í gær,“ sagði Kolbrún og vísaði til undanúrslitanna í fyrradag þar sem Ísland varð í 2. sæti á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Kolbrún fagnar vel heppnuðu stökki.stefán þór friðriksson Áhættan í fimleikum er mikil enda hættan á meiðslum talsverð þegar gríðarlega erfið og flókin stökk eru framkvæmd. „Maður er alltaf með þetta smá á bak við eyrað. Ég held að enginn fari á stórmót með líkamann í hundrað prósent lagi. Það er alltaf áhætta þegar maður lendir á þessum lendingardýnum að ökklar eða hné gefi sig. En við höfum æft mjög vel og erum meðvitaðar um stökkin okkar,“ sagði Kolbrún að lokum. Keppni í kvennaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 14:50 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjá meira