Réðst á öryggisvörð í Spönginni sem bað hann að bera grímu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 12:01 Verslun Hagkaupa í Spönginni. Já.is Ungur maður réðist á öryggisvörð í Spönginni í Grafarvogi í nótt því hann vildi ekki bera grímu í búðinni. Lögregla leitar mannsins sem flúði af vettvangi. Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og telst ein þeirra alvarleg. Samkvæmt heimildum fréttastofa átti árásin sér stað í Hagkaup í Spönginni þegar hópur ungra manna gekk inn í búðina. „Tvær þeirra voru algerlega minniháttar en sú þriðja má segja að sé alvarlegri þar sem að ungir menn sem eru ölvaðir koma í verslunarmiðstöð í Grafarvogi og einn úr hópnum vill ekki bera gríma. Þeir gera athugasemd við það öryggisverðir, hann er beðinn að fara út og við innganginn kastar viðkomandi flösku í andlitið á öryggisverðinum og hann skerst aðeins,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn almennrar löggæslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn flúði af vettvangi en Ásgeir segist gera ráð fyrir að lögreglan fái myndefni úr öryggismyndavélum afhent í síðasta lagi eftir helgi sem muni hjálpa til við að upplýsa málið. Hann telur málið muni upplýsast hratt. Fleira gekk þó á hjá lögreglu í nótt. Fjórir voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum. „Þar af einn þeirra á vettvangi umferðaróhapps á Miklubraut undir miðnætti var tilkynnt að bifreið hefði verið ekið á vegrið. Þegar lögregla kom á vettvang voru ökumaður og farþegi komnir út eftir rammleik en ökumaðurinnn virtist vera undir áhrifum og hann gisti fangageymslur,“ segir Ásgeir. Tilkynnt var um fimm umferðaróhöpp til lögreglu frá 17 í gær til fimm í morgun. Einn valt út af vegi, þar sem hann var á ferð um Hólmsheiðarveg um miðnætti. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í beygju vegna hálku og fór þrjár veltur út af veginum. Honum varð þó ekki meint af að sögn Ásgeirs. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og telst ein þeirra alvarleg. Samkvæmt heimildum fréttastofa átti árásin sér stað í Hagkaup í Spönginni þegar hópur ungra manna gekk inn í búðina. „Tvær þeirra voru algerlega minniháttar en sú þriðja má segja að sé alvarlegri þar sem að ungir menn sem eru ölvaðir koma í verslunarmiðstöð í Grafarvogi og einn úr hópnum vill ekki bera gríma. Þeir gera athugasemd við það öryggisverðir, hann er beðinn að fara út og við innganginn kastar viðkomandi flösku í andlitið á öryggisverðinum og hann skerst aðeins,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn almennrar löggæslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn flúði af vettvangi en Ásgeir segist gera ráð fyrir að lögreglan fái myndefni úr öryggismyndavélum afhent í síðasta lagi eftir helgi sem muni hjálpa til við að upplýsa málið. Hann telur málið muni upplýsast hratt. Fleira gekk þó á hjá lögreglu í nótt. Fjórir voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum. „Þar af einn þeirra á vettvangi umferðaróhapps á Miklubraut undir miðnætti var tilkynnt að bifreið hefði verið ekið á vegrið. Þegar lögregla kom á vettvang voru ökumaður og farþegi komnir út eftir rammleik en ökumaðurinnn virtist vera undir áhrifum og hann gisti fangageymslur,“ segir Ásgeir. Tilkynnt var um fimm umferðaróhöpp til lögreglu frá 17 í gær til fimm í morgun. Einn valt út af vegi, þar sem hann var á ferð um Hólmsheiðarveg um miðnætti. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í beygju vegna hálku og fór þrjár veltur út af veginum. Honum varð þó ekki meint af að sögn Ásgeirs.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira