Við gerðum of mörg mistök Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 15:46 Tuchel telur einstaklingsmistök vera kosta Chelsea leik eftir leik. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Thomas Tuchel var sár og svekktur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Honum fannst frammistaðan þó ekki alslæm. „Mér fannst við ekki spila það illa í leiknum, frammistaðan var allt í lagi. Það er hægt að vinna leiki með frammistöðu sem þessari.“ „Það er erfitt að spila hér, við gerðum of mörg einstaklingsmistök. Við gerðum þau líka gegn Manchester United og Watford þar sem okkur var refsað. Ef þú vilt ná árangri á þessu getustigi þá þarftu að halda mistökum í lágmarki. Við töluðum um það fyrir leik en það hjálpaði augljóslega ekki í dag.“ Varðandi vítaspyrnuna klaufalegu „Sendingin (frá Jorginho) til baka er ekki besta ákvörðunin sem hægt var að taka þar, skipulagið okkar er ekki það besta. Við getum bjargað okkur fyrir horn en ákvörðunin hjá Edu (Mendy, markverði Chelsea) var ekki heldur sú besta. „Við sköpuðum mikið af hálf-færum, áttum margar snertingar inn í vítateig West Ham en stundum þarf smá heppni. Skot sem fer í varnarmann eða bolti sem dettur rétt fyrir þig. Þriðja mark þeirra er skrýtið og einu tvö alvöru færin þeirra í fyrri hálfleik komu eftir mistök frá okkur.“ „Við gátum ekki klárað leikinn þrátt fyrir að fá betri færi en þeir. Við þurfum að vera miskunnarlausari fyrir framan mark andstæðinganna. Við áttum einnig erfitt uppdráttar varnarlega í ákveðnum aðstæðum.“ „Þó hvert tap sé ákveðið högg mun það ekki halda aftur af okkur. Mun ekki aftra okkur í að halda áfram og gera sömu kröfur og við höfum gert, við þurfum að spila betur og af meira öryggi. Þurfum einnig að fækka mistökum á ögurstundum,“ sagði Tuchel að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
„Mér fannst við ekki spila það illa í leiknum, frammistaðan var allt í lagi. Það er hægt að vinna leiki með frammistöðu sem þessari.“ „Það er erfitt að spila hér, við gerðum of mörg einstaklingsmistök. Við gerðum þau líka gegn Manchester United og Watford þar sem okkur var refsað. Ef þú vilt ná árangri á þessu getustigi þá þarftu að halda mistökum í lágmarki. Við töluðum um það fyrir leik en það hjálpaði augljóslega ekki í dag.“ Varðandi vítaspyrnuna klaufalegu „Sendingin (frá Jorginho) til baka er ekki besta ákvörðunin sem hægt var að taka þar, skipulagið okkar er ekki það besta. Við getum bjargað okkur fyrir horn en ákvörðunin hjá Edu (Mendy, markverði Chelsea) var ekki heldur sú besta. „Við sköpuðum mikið af hálf-færum, áttum margar snertingar inn í vítateig West Ham en stundum þarf smá heppni. Skot sem fer í varnarmann eða bolti sem dettur rétt fyrir þig. Þriðja mark þeirra er skrýtið og einu tvö alvöru færin þeirra í fyrri hálfleik komu eftir mistök frá okkur.“ „Við gátum ekki klárað leikinn þrátt fyrir að fá betri færi en þeir. Við þurfum að vera miskunnarlausari fyrir framan mark andstæðinganna. Við áttum einnig erfitt uppdráttar varnarlega í ákveðnum aðstæðum.“ „Þó hvert tap sé ákveðið högg mun það ekki halda aftur af okkur. Mun ekki aftra okkur í að halda áfram og gera sömu kröfur og við höfum gert, við þurfum að spila betur og af meira öryggi. Þurfum einnig að fækka mistökum á ögurstundum,“ sagði Tuchel að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira