Undarlegt að starfsfólk þurfi að eiga við drukkna unglingahópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 18:37 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaupa. Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir undarlegt að starfsfólk verslunarkeðjunnar þurfi að eiga við hópa af drukknum unglingum í og við verslanirnar. Í haust hafa komið upp nokkur alvarleg atvik við verslanir Hagkaupa. Framkvæmdastjórinn kann ekki öruggar skýringar á því, en veltir upp styttum opnunartíma í miðbænum, Covid-þreytu eða breyttum uppeldisáherslum. „Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
„Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira