Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 14:34 Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. AP/Andy Wong Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Sniðganga fæli í sér að engir stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum myndu sækja Ólympíuleikana en ákvörðunin hefði engin áhrif á bandaríska íþróttamenn. Joe Biden, forseti, er sagður hafa íhugað sniðgöngu af þessu tagi og þá vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og að Kommúnistaflokkur landsins noti viðburði eins og vetrarólympíuleikana til að hvítþvo sig af brotum gegn íbúum landsins, minnihlutahópum og pólitískum andstæðingum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir aðgerðum sem þessum gegn Kína, samkvæmt frétt NBC News. Aðgerðirnar eru að hluta til komnar vegna aðgerða yfirvalda í Kína gegn Úígúrum í Xinjiang-héraði en Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð vegna þeirra aðgerða. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Þar að auki hafa áköll eftir sniðgöngu aukist vegna hvarfs tenniskonunnar Peng Shuai. Hún hvarf eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforseta Kína um að hafa nauðgað sér. Alþjóðatennissamband kvenna hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfsins. AP fréttaveitan segir ríkisstjórn Ástralíu einnig hafa íhugað sniðgöngu en samband þeirra við Kínverja hefur beðið verulega hnekki að undanförnu. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði að bandarískir stjórnmálamenn ættu að hætta að kalla eftir sniðgöngu. Slík áköll sköðuðu tengsl Kína og Bandaríkjanna og viðræður milli ríkjanna. Hann sagði einnig að Bandaríkjamönnum hefði ekki verið boðið á Ólympíuleikanna en ef þeir héldu áfram yfirlýsingum sínum myndi Kína svara fyrir sig. Kína Bandaríkin Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira
Sniðganga fæli í sér að engir stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum myndu sækja Ólympíuleikana en ákvörðunin hefði engin áhrif á bandaríska íþróttamenn. Joe Biden, forseti, er sagður hafa íhugað sniðgöngu af þessu tagi og þá vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og að Kommúnistaflokkur landsins noti viðburði eins og vetrarólympíuleikana til að hvítþvo sig af brotum gegn íbúum landsins, minnihlutahópum og pólitískum andstæðingum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir aðgerðum sem þessum gegn Kína, samkvæmt frétt NBC News. Aðgerðirnar eru að hluta til komnar vegna aðgerða yfirvalda í Kína gegn Úígúrum í Xinjiang-héraði en Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð vegna þeirra aðgerða. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Þar að auki hafa áköll eftir sniðgöngu aukist vegna hvarfs tenniskonunnar Peng Shuai. Hún hvarf eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforseta Kína um að hafa nauðgað sér. Alþjóðatennissamband kvenna hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfsins. AP fréttaveitan segir ríkisstjórn Ástralíu einnig hafa íhugað sniðgöngu en samband þeirra við Kínverja hefur beðið verulega hnekki að undanförnu. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði að bandarískir stjórnmálamenn ættu að hætta að kalla eftir sniðgöngu. Slík áköll sköðuðu tengsl Kína og Bandaríkjanna og viðræður milli ríkjanna. Hann sagði einnig að Bandaríkjamönnum hefði ekki verið boðið á Ólympíuleikanna en ef þeir héldu áfram yfirlýsingum sínum myndi Kína svara fyrir sig.
Kína Bandaríkin Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Sjá meira
Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48