Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2021 19:03 Kolfinna Frigg Sigurðardóttir greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði. Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. Ekki er algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna. Frá upphafi faraldursins hafa um 18.600 manns greinst með veiruna hér á landi en einungis um tuttugu til þrjátíu manns hafa greinst tvisvar. Í þeirra hópi er Kolfinna Frigg Sigurðardóttir sem er nú í einangrun á sóttvarnahóteli. „Ég greinist með covid þriðja nóvember og fer í einangrun og allt sem því fylgir og síðan verð ég mjög hissa þegar ég greinist aftur þriðja desember,“ segir Kolfinna. Þrátt fyrir að vera fullbólusett síðan í ágúst greindist Kolfinna með kórónuveiruna með nákvæmlega mánaðar millibili - og í seinna sinn með hið nýja omíkron afbrigði. Hún segir nokkurn mun á einkennum. „Ég er aðeins meira veik núna. Ég var ótrúlega heppin síðast. Ég var ekki með mikil einkenni þá,“ segir Kolfinna. Sóttvarnalæknir hefur sagt of snemmt að fullyrða eitthvað um vörn bóluefna og mótefna vegna fyrri smita gegn nýja afbrigðinu en von er á niðurstöðum rannsókna á næstunni. Kolfinna veit ekki hvernig hún smitaðist aftur en hún greindist þegar hún fór í hraðpróf vegna afmælis sem hún hafði ætlað í. Því var fylgt eftir með PCR prófi og síðan mótefnamælingu vegna gruns um að niðurstaðan hefði verið jákvæð þar sem stutt var liðið frá fyrri veikindum. „Og út úr því kemur að ég er bara aftur komin með covid. Og sé að fara aftur inn í einagrun.“ Hún segist hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir að hafa fengið misvísandi leiðbeiningar varðandi einangrun svo stuttu eftir staðfest smit. „Ég hélt mig inni og var út af fyrir mig vegna þess að ég er búin að fá covid einu sinni og veit hversu mikil smithættan er. Þú þarft ekki nema að vera nálægt einhverjum.“ Ekki hefur verið algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna.vísir/Vilhelm Hún segir alla einangrunina taka nokkuð á. „Ég fékk að fara í nýtt herbergi, ég var fyrst á öðru sóttvarnarhóteli og var færð yfir á annað. Það munar miklu að herbergið sé öðruvísi og ég er reyndar búin að breyta öllu inni á því til þess að gera þetta heimilislegt. En maður verður að komast í gegnum þetta með því að finna sér eitthvað að gera. Hlusta á bækur, horfa á þætti og vera ekki of mikið uppi í rúmi.“ Kolfinna færir starfsfólki sóttvarnarhótela bestu þakkir; þar sem hún hefur nú varið dágóðum tíma síðasta mánuðinn og biður fólk um að fara varlega. „Það er ótrúlega gott fólk að vinna á þessum hótelum og þau eru að standa sig ótrúlega vel og ég vil bara segja takk og það er vonandi að fólk fái ekki þetta afbrigði. Að fólk fái þetta bara einu sinni - eða aldrei,“ segir Kolfinna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ekki er algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna. Frá upphafi faraldursins hafa um 18.600 manns greinst með veiruna hér á landi en einungis um tuttugu til þrjátíu manns hafa greinst tvisvar. Í þeirra hópi er Kolfinna Frigg Sigurðardóttir sem er nú í einangrun á sóttvarnahóteli. „Ég greinist með covid þriðja nóvember og fer í einangrun og allt sem því fylgir og síðan verð ég mjög hissa þegar ég greinist aftur þriðja desember,“ segir Kolfinna. Þrátt fyrir að vera fullbólusett síðan í ágúst greindist Kolfinna með kórónuveiruna með nákvæmlega mánaðar millibili - og í seinna sinn með hið nýja omíkron afbrigði. Hún segir nokkurn mun á einkennum. „Ég er aðeins meira veik núna. Ég var ótrúlega heppin síðast. Ég var ekki með mikil einkenni þá,“ segir Kolfinna. Sóttvarnalæknir hefur sagt of snemmt að fullyrða eitthvað um vörn bóluefna og mótefna vegna fyrri smita gegn nýja afbrigðinu en von er á niðurstöðum rannsókna á næstunni. Kolfinna veit ekki hvernig hún smitaðist aftur en hún greindist þegar hún fór í hraðpróf vegna afmælis sem hún hafði ætlað í. Því var fylgt eftir með PCR prófi og síðan mótefnamælingu vegna gruns um að niðurstaðan hefði verið jákvæð þar sem stutt var liðið frá fyrri veikindum. „Og út úr því kemur að ég er bara aftur komin með covid. Og sé að fara aftur inn í einagrun.“ Hún segist hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir að hafa fengið misvísandi leiðbeiningar varðandi einangrun svo stuttu eftir staðfest smit. „Ég hélt mig inni og var út af fyrir mig vegna þess að ég er búin að fá covid einu sinni og veit hversu mikil smithættan er. Þú þarft ekki nema að vera nálægt einhverjum.“ Ekki hefur verið algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna.vísir/Vilhelm Hún segir alla einangrunina taka nokkuð á. „Ég fékk að fara í nýtt herbergi, ég var fyrst á öðru sóttvarnarhóteli og var færð yfir á annað. Það munar miklu að herbergið sé öðruvísi og ég er reyndar búin að breyta öllu inni á því til þess að gera þetta heimilislegt. En maður verður að komast í gegnum þetta með því að finna sér eitthvað að gera. Hlusta á bækur, horfa á þætti og vera ekki of mikið uppi í rúmi.“ Kolfinna færir starfsfólki sóttvarnarhótela bestu þakkir; þar sem hún hefur nú varið dágóðum tíma síðasta mánuðinn og biður fólk um að fara varlega. „Það er ótrúlega gott fólk að vinna á þessum hótelum og þau eru að standa sig ótrúlega vel og ég vil bara segja takk og það er vonandi að fólk fái ekki þetta afbrigði. Að fólk fái þetta bara einu sinni - eða aldrei,“ segir Kolfinna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47
Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34