Óbreyttar aðgerðir næstu tvær vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2021 10:33 Willum Þór Þórsson ræðir við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira