Sport

Þrír Íslendingar í úrvalsliði Evrópumótsins | Auður Helga valin efnilegust

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kolbrún Þöll Þorradóttir, Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalsteinsson með verðlaunin sín.
Kolbrún Þöll Þorradóttir, Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalsteinsson með verðlaunin sín. Mynd/Fimleikasamband Íslands

Ísland átti þrjá fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í fimleikum sem fram fór í Portúgal á dögunum. Þá var Auður Helga Halldórsdóttir valin sú efnilegasta.

Á lokadegi Evrópumótsins er vaninn að velja sex bestu karla og sex bestu konur mótsins. Í þetta sinn á Ísland þrjá fulltrúa af tólf í úrvalsliðinu, en það eru þau Ásta Kristinsdóttir, Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Kolbrún Þöll Þorradóttir.

Þetta var í fyrsta skipti sem Helgi og Ásta voru valin í úrvalsliðið á þeirra fimleikaferli, en reynsluboltinn Kolbrún Þöll hefur verið í úrvalsliðinu þrisvar áður, 2014, 2016 og 2018.

Helgi var valinn fyrir að vera fyrstur til að framkvæma sannkallað ofurstökk í keppni og Ásta fyrir mikla yfirburði í dansi. Kolbrún var valin eftir að hún framkvæmdi eitt erfiðasta stökk mótsins á trampólíni.

Eins og áður segir var hin 16 ára Auður Helga Halldórsdóttir valin efnilegust, en Ísland hefur aldrei áður átt fulltrúa í því vali.


Tengdar fréttir

Íslendingar Evrópumeistarar

Kvennalið Íslands vann til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í Guimaeres í Portúgal í dag.

Fór á fyrsta Evrópumótið aðeins tólf ára

Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs er Kolbrún Þöll Þorradóttir með þeim reynslumeiri í íslenska kvennaliðinu í hópfimleikum. Hún hefur farið á ófá mótin og var ekki nema tólf ára þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sitt.

Storkar fimleikalögmálunum með súperstökkum

Kolbrún Þöll Þorradóttir hefur verið dugleg að storka fimleikalögmálunum og reyna stökk sem ekki hafa verið reynd áður. Meðal þeirra er sannkallað súperstökk á trampólíni; tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu.

Ákvað að spara ofurstökkið fyrir stóru stundina

Helgi Laxdal Aðalgeirsson var sáttur með hvernig gekk hjá íslenska karlaliðinu í undanúrslitum á EM í hópfimleikum. Hann segir að í úrslitunum gerði allt gefið í botn og þá vonast hann til að frumsýna ofurstökkið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×