Baldur sagði sig úr flokknum vegna deilna þeirra á milli á dögunum en hugðist þó klára kjörtímabilið sem lýkur í maí á næsta ári. Þar hefur greinilega orðið breyting á.
Vigdís situr eftir skiptin í talsvert mörgum ráðum, en hún er fyrir aðalmaður í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis og á sæti í fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá er hún varamaður í velferðarráði og áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd, borgarráði og skipulags- og samgönguráði borgarinnar.
Kosið var um breytingarnar á fundinum og þær samþykktar. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn, Kolbrún Baldursdóttir, var kosin varamaður Vigdísar í ráðin.
Baldur á þá eftir borgarstjórnarfundinn í kvöld ekki sæti í neinni nefnd á vegum borgarinnar sem hefur þær afleiðingar að laun hans lækka sem því nemur, en hér má lesa sér til um launakjör borgarfulltrúa.
![](https://www.visir.is/i/53EADACDA049C9FC5804F43FD93F7BDA07226B200CA3587720290CEBDE1BBF03_713x0.jpg)
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.