Verjendur segja banaskot „saklaus mistök“ en saksóknarar manndráp Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2021 12:31 Kim Potter heldur því fram að hún hafi ætlað að beita rafbyssu þegar hún skaut hinn tuttugu ára gamla Daunte Wright til bana í apríl. AP Réttarhöld gegn lögreglukonu sem segist hafa skotið ungan þeldökkan mann til bana fyrir mistök standa nú yfir í Minnesota í Bandaríkjunum. Búið er að velja kviðdómendur og málflutningur hefst í dag þar sem saksóknarar og verjendur leggja línur málsins, frá þeirra sjónarhól, fyrir kviðdómendur. Kimberly Potter (49) var ákærð fyrir manndráp eftir að hún skaut hinn tuttugu ára gamla Daunte Wright til bana í apríl í Brooklyn Center, sem er úthverfi borgarinnar Minneapolis. Wright var stöðvaður í umferðinni en hann var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Það vissu lögregluþjónarnir þó ekki þegar þeir stöðvuðu hann. Potter var að þjálfa nýjan lögregluþjón og sögðust þau hafa stöðvað Wright vegna þess að hann væri með útrunnin bílnúmer og vegna lyktarspjalds sem hékk úr spegli hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar þau komust að því að Wright væri eftirlýstur reyndu þau að handtaka hann. Wright reyndi að komast undan og settist aftur inn í bíl. Potter tók þá upp skammbyssu, kallaði „rafbyssa, rafbyssa, rafbyssa“ og hleypti af. Wright dó af sárum sínum en Potter staðhæfði að hún hefði ætlað að taka upp rafbyssu og hætti í lögreglunni skömmu síðar. Sjá einnig: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Á þessum tíma stóðu yfir réttarhöld yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjóni, sem var dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis. Myndband úr vestismyndavél hennar má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. AP fréttaveitan segir að verjendur Potter muni reyna að ramma málaferlin á þann veg að hún hafi gert saklaus mistök með því að draga upp vitlaust skotvopn. Þeir hafa áður haldið því fram að hefði Potter ætlað að skjóta Wright til bana hefði hún verið í rétti. Wright hefði ógnað lífi lögregluþjóna á staðnum með því að reyna að flýja á bíl sínum. Saksóknarar muni hins vegar staðhæfa að hún væri reynslumikill lögregluþjónn sem hefði gengist umfangsmikla þjálfun sem ætti að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. Hún hafi verið í lögreglunni í 26 ár og hafi nokkrum sinnum farið í þjálfun varðandi notkun rafbyssa, þar á meðal tvisvar sinnum á sex mánuðum áður en hún skaut Wright. Þeir segja að eitt námskeið hafi sérstaklega snúist um það að lögregluþjóna eigi að læra að þekkja muninn á skammbyssu og rafbyssu til að koma í veg fyrir svona atvik. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. 14. apríl 2021 16:54 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Kimberly Potter (49) var ákærð fyrir manndráp eftir að hún skaut hinn tuttugu ára gamla Daunte Wright til bana í apríl í Brooklyn Center, sem er úthverfi borgarinnar Minneapolis. Wright var stöðvaður í umferðinni en hann var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Það vissu lögregluþjónarnir þó ekki þegar þeir stöðvuðu hann. Potter var að þjálfa nýjan lögregluþjón og sögðust þau hafa stöðvað Wright vegna þess að hann væri með útrunnin bílnúmer og vegna lyktarspjalds sem hékk úr spegli hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar þau komust að því að Wright væri eftirlýstur reyndu þau að handtaka hann. Wright reyndi að komast undan og settist aftur inn í bíl. Potter tók þá upp skammbyssu, kallaði „rafbyssa, rafbyssa, rafbyssa“ og hleypti af. Wright dó af sárum sínum en Potter staðhæfði að hún hefði ætlað að taka upp rafbyssu og hætti í lögreglunni skömmu síðar. Sjá einnig: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Á þessum tíma stóðu yfir réttarhöld yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjóni, sem var dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis. Myndband úr vestismyndavél hennar má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. AP fréttaveitan segir að verjendur Potter muni reyna að ramma málaferlin á þann veg að hún hafi gert saklaus mistök með því að draga upp vitlaust skotvopn. Þeir hafa áður haldið því fram að hefði Potter ætlað að skjóta Wright til bana hefði hún verið í rétti. Wright hefði ógnað lífi lögregluþjóna á staðnum með því að reyna að flýja á bíl sínum. Saksóknarar muni hins vegar staðhæfa að hún væri reynslumikill lögregluþjónn sem hefði gengist umfangsmikla þjálfun sem ætti að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. Hún hafi verið í lögreglunni í 26 ár og hafi nokkrum sinnum farið í þjálfun varðandi notkun rafbyssa, þar á meðal tvisvar sinnum á sex mánuðum áður en hún skaut Wright. Þeir segja að eitt námskeið hafi sérstaklega snúist um það að lögregluþjóna eigi að læra að þekkja muninn á skammbyssu og rafbyssu til að koma í veg fyrir svona atvik.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. 14. apríl 2021 16:54 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. 14. apríl 2021 16:54
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00
Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16