Bræðurnir í Val segjast báðir vera betri en hinn og ætla alla leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 10:30 Óskar Bjarni Óskarsson talar um syni sína Arnór Snæ og Benedikt Gunnar sem geta ekki annað en brosað af því sem faðir þeirra segir. S2 Sport Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir hafa spilað stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Valsmanna í vetur. Fjölskyldan er líka mjög áberandi í liðinu enda er faðir þeirra aðstoðarþjálfari Valsliðsins, Óskar Bjarni Óskarsson. Benedikt Gunnar Óskarsson er með 5,0 mörk og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í fyrstu tíu leikjum Vals en Arnór Snær Óskarsson er með 3,1 mark og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir hafa báðir fengið mikla ábyrgð í meiðslum og veikindum lykilmanna liðsins. Bræðurnir í viðtalinu.S2 Sport Saman hafa þeir bræður skilað 8,1 marki og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik sem eru frábærar tölur hjá þessum ungu leikmönnum. Arnór Snær er 21 árs örvhent skytta en Benedikt Gunnar er tveimur árum yngri og spilar sem leikstjórnandi eða hornamaður. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti strákana á öðru heimili þeirra sem er að sjálfsögðu íþróttahús Vals á Hlíðarenda. Var pirraður fyrst „Það er geggjað að spila með honum en ég spilaði aðeins með honum í yngri flokkunum og það var alltaf geggjað. Ég var pirraður fyrst þegar hann var að koma að spila með mínum vinum og eitthvað. Það er betra eftir á og hann var betri en hinir,“ sagði Arnór Snær Óskarsson. „Ég kláraði pirringinn í yngri flokkunum. Hann er búinn að vera frábær í deildinni það er ekkert hægt að segja annað um hann,“ sagði Arnór en af hverju er sá litli svona góður? Klippa: Bræðurnir í Valsliðinu stefna á að fara alla leið í handboltanum „Ég veit það ekki. Bara að æfa og trúa á sjálfan sig,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson. Arnór og Benedikt eru ekki bara bræður því þeir eru líka synir aðstoðarþjálfarans Óskars Bjarna Óskarssonar. Hann er alltaf á Hlíðarenda en ólust þeir bræður upp í húsinu? „Já nánast. Þegar við vorum yngri þá voru við mættir hingað þrjú og svo farnir heim átta til hálf níu. Tvær æfingar á dag og eitthvað svona. Við vorum endalaust hérna,“ sagði Arnór Snær. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera alltaf hérna,“ sagði Benedikt en kom eitthvað annað til greina en að fara í handboltann. Of kalt í fótboltanum Arnór Snær Óskarsson.S2 Sport „Jú, jú. Ég var í fótbolta en svo var það svo kalt og það var því þægilegra að vera inni,“ sagði Benedikt í léttum tón og var kuldinn líka að stríða Arnóri. „Jú eiginlega, latur líka. Það er betra að vera inni bara. Það var kalt og ég nenti ekki að hreyfa mig. Það var því betra að vera inni,“ sagði Arnór. Það vantar ekki metnaðinn í strákana eins og kom í ljós þegar þeir voru spurðir út í framtíðina. „Ég stefni alla leið. Fara í atvinnumennskuna , spila í landsliðinu og spila í bestu liðum í heimi. Það er eiginlega markmiðið,“ sagði Arnór. Helst ekki sama lið og hann „Bara sama og Arnór en helst ekki sama lið og hann,“ sagði Benedikt Gunnar brosandi. Vill hann þá losna frá honum. „Nei, nei hann er fínn inn á milli,“ sagði Benedikt. Svava Kristín spurði Óskar Bjarna út í það hvaða mun hann sér á sonum sínum inn á vellinum. „Þeir eru að mörgu leyti svipaðir. Við erum allir jafnstórir og þetta er bara uppskrift sem er í kringum 1,80. Flinkir í handbolta og góðir að gera aðra betri. Gefa góðar stoðsendingar,“ sagði Óskar Bjarni. „Arnór er aðeins farin að nenna að spila vörn og Benni þarf að fara að spila vörn. Þeir eru duglegir og samviskusamir í þessu. Þeir eru mjög líkir að því leiti,“ sagði Óskar. Arnór besti þjálfari Benna Benedikt Gunnar ÓskarssonS2 Sport „Ég held að Arnór sé besti þjálfari Benna af því að Benni fékk alltaf að vera með eldri strákunum. Það er það besta í heimi,“ sagði Óskar. Benedikt kom með stutt og skýrt svar þegar hann spurður af því hvort hann væri betri en Arnór í handbolta. „Já,“ svaraði Benedikt án þess að hika. „Ég er betri,“ svaraði Arnór um leið. „Þeir eru ekki ennþá komnir á þann stað sem pabbinn var. þeir eiga ennþá dálítið í land með það,“ sagði Óskar Bjarni. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Reykjavík Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Benedikt Gunnar Óskarsson er með 5,0 mörk og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í fyrstu tíu leikjum Vals en Arnór Snær Óskarsson er með 3,1 mark og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir hafa báðir fengið mikla ábyrgð í meiðslum og veikindum lykilmanna liðsins. Bræðurnir í viðtalinu.S2 Sport Saman hafa þeir bræður skilað 8,1 marki og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik sem eru frábærar tölur hjá þessum ungu leikmönnum. Arnór Snær er 21 árs örvhent skytta en Benedikt Gunnar er tveimur árum yngri og spilar sem leikstjórnandi eða hornamaður. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti strákana á öðru heimili þeirra sem er að sjálfsögðu íþróttahús Vals á Hlíðarenda. Var pirraður fyrst „Það er geggjað að spila með honum en ég spilaði aðeins með honum í yngri flokkunum og það var alltaf geggjað. Ég var pirraður fyrst þegar hann var að koma að spila með mínum vinum og eitthvað. Það er betra eftir á og hann var betri en hinir,“ sagði Arnór Snær Óskarsson. „Ég kláraði pirringinn í yngri flokkunum. Hann er búinn að vera frábær í deildinni það er ekkert hægt að segja annað um hann,“ sagði Arnór en af hverju er sá litli svona góður? Klippa: Bræðurnir í Valsliðinu stefna á að fara alla leið í handboltanum „Ég veit það ekki. Bara að æfa og trúa á sjálfan sig,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson. Arnór og Benedikt eru ekki bara bræður því þeir eru líka synir aðstoðarþjálfarans Óskars Bjarna Óskarssonar. Hann er alltaf á Hlíðarenda en ólust þeir bræður upp í húsinu? „Já nánast. Þegar við vorum yngri þá voru við mættir hingað þrjú og svo farnir heim átta til hálf níu. Tvær æfingar á dag og eitthvað svona. Við vorum endalaust hérna,“ sagði Arnór Snær. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera alltaf hérna,“ sagði Benedikt en kom eitthvað annað til greina en að fara í handboltann. Of kalt í fótboltanum Arnór Snær Óskarsson.S2 Sport „Jú, jú. Ég var í fótbolta en svo var það svo kalt og það var því þægilegra að vera inni,“ sagði Benedikt í léttum tón og var kuldinn líka að stríða Arnóri. „Jú eiginlega, latur líka. Það er betra að vera inni bara. Það var kalt og ég nenti ekki að hreyfa mig. Það var því betra að vera inni,“ sagði Arnór. Það vantar ekki metnaðinn í strákana eins og kom í ljós þegar þeir voru spurðir út í framtíðina. „Ég stefni alla leið. Fara í atvinnumennskuna , spila í landsliðinu og spila í bestu liðum í heimi. Það er eiginlega markmiðið,“ sagði Arnór. Helst ekki sama lið og hann „Bara sama og Arnór en helst ekki sama lið og hann,“ sagði Benedikt Gunnar brosandi. Vill hann þá losna frá honum. „Nei, nei hann er fínn inn á milli,“ sagði Benedikt. Svava Kristín spurði Óskar Bjarna út í það hvaða mun hann sér á sonum sínum inn á vellinum. „Þeir eru að mörgu leyti svipaðir. Við erum allir jafnstórir og þetta er bara uppskrift sem er í kringum 1,80. Flinkir í handbolta og góðir að gera aðra betri. Gefa góðar stoðsendingar,“ sagði Óskar Bjarni. „Arnór er aðeins farin að nenna að spila vörn og Benni þarf að fara að spila vörn. Þeir eru duglegir og samviskusamir í þessu. Þeir eru mjög líkir að því leiti,“ sagði Óskar. Arnór besti þjálfari Benna Benedikt Gunnar ÓskarssonS2 Sport „Ég held að Arnór sé besti þjálfari Benna af því að Benni fékk alltaf að vera með eldri strákunum. Það er það besta í heimi,“ sagði Óskar. Benedikt kom með stutt og skýrt svar þegar hann spurður af því hvort hann væri betri en Arnór í handbolta. „Já,“ svaraði Benedikt án þess að hika. „Ég er betri,“ svaraði Arnór um leið. „Þeir eru ekki ennþá komnir á þann stað sem pabbinn var. þeir eiga ennþá dálítið í land með það,“ sagði Óskar Bjarni. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Reykjavík Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira