Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. desember 2021 18:57 Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra vonast til að örvunarbólusetning landsmanna skili tilætluðum árangri og að hægt verði að slaka á sóttvarnaaðgerðum í framhaldi af þeim. Vísir/Arnar Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn var ræddur á Alþingi í dag þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar fram undan. Gagnrýnt var af stjórnarandstöðunni að langtímastefnu skorti í sóttvarnamálum svo og lítið samráð. Þá var bent á að sóttvarnarráð hafi ekki verið kallað saman frá því faraldurinn hófst. Willum Þór sagði 121 þúsund landsmenn búna að fá örvunarbólusetningu og að áætlanir geri ráð fyrir að flestir sem það kjósi verði búnir að fá örvunarskammt í febrúar eða mars á næsta ári. Ráðherrann vonast til að þá verði hægt að létta á sóttvarnaraðgerðum. „Miðað við þessar forsendur og það munum við skoða og ég held að það væri lítill ávinningur af því að fara í gegnum allt þetta ef við myndum ekki nýta það.“ Fjölmörg börn í sóttkví og einangrun Frá því Delta-afbrigði veirunnar varð útbreitt hér á landi hafa börn verið stór hluti þeirra sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt tölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa þrettán þúsund börn nú farið í sóttkví frá 1. september síðastliðnum og tvö þúsund og fimm hundruð börn greinst með veiruna frá sama tíma. Þá eru dæmi um að sum börn hafi farið oftar en einu sinni í sóttkví. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti meðal annars á þetta á Alþingi í dag sagði um mikið inngrip í líf barna að ræða og mikilvægt að ræða hversu langt sé rétt að ganga á mikilvæg réttindi barna. Willum segir að hann sé tilbúinn að skoða hvort að slaka þurfi á þessum reglum. „Nú hefur þetta verið hluti af okkar vörnum og svona hefur verið beitt vopn en þetta hefur auðvitað þetta er gríðarleg frelsisskerðing og þegar við erum að tala um andlega og félagslega líðan barna þá kann að vera að við getum skoðað þetta.“ Ráðherrann segir að verið sé að meta hvort að boðið verður upp á bólusetningar fyrir börn á aldrinum 5-11 ára en slíkt yrði alltaf val. „Út frá því að tryggja þeirra vernd og að það verði sem minnst truflun á þeirra leik og starfi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46
Fella niður skólahald vegna fjölda smitaðra Skólahald í Hlíðaskóla verður fellt niður á morgun, mánudag, og á þriðjudaginn vegna fjölda þeirra Covid-smita sem hafa komið upp í skólanum. 5. desember 2021 19:41