„Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2021 17:50 Elvý Hreinsdóttir er afar stolt af syni sínum, Idol-stjörnunni Birki Blæ Óðinssyni. Vísir/Skjáskot Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. Úrslitin hefjast í kvöld klukkan sjö að íslenskum tíma í Globen-risahöllinni í Stokkhólmi. Við hittum Elvý Hreinsdóttir, móður Birkis Blæs á Akureyri í gær, skömmu áður en hún og fjölskyldan lagði af stað til Stokkhólms til að vera viðstödd keppnina. Hún hafði alltaf trú á sínum manni. „Maður auðvitað þorði ekkert að segja það upphátt en ég verð samt alveg að viðurkenna að ég hafði alveg trú á því. Ég hef allan tímann vitað hvað hann getur. Er búin að fylgja honum í hans músík mjög lengi. Ég hef vitað lengi hversu frábær söngvari hann er,“ segir Elvý. Sænska þjóðin virðist sammála Elvý en hver töfraframmistaðan á eftir annarri hefur skilað honum örugglega í tveggja manna úrslitin. Elvý segir Birki eiga heima á sviðinu. „Það er kannski fyrir honum auðveldi parturinn af þessu Það er kannski allt hitt sem fylgir, öll viðtölin og allt stjónvarpsdæmið og það allt saman sem kannski fer aðeins út fyrir þægindarammann heldur en tónlistin sjálf,“ segir Elvý. Hún og fjölskyldan flugu út í morgun til að vera viðstödd keppnina og spenningurinn er mikill. „Þetta verður örugglega algjört ævintýri. Ég hef aldrei komið í þessa tónleikahöll, það verður gaman að sjá hann á svona stóru sviði, aldrei séð hann á svona stóru sviði, þetta verður skemmtilegt held ég,“ segir hún. Hvernig heldurðu að það verði fyrir mömmuna að sjá litla drenginn sinn á stóra sviðinu í kvöld? „Það verður bara held ég gaman, en auðvitað er ég að fara að vera rosalega stressuð. Við ætlum bara að njóta. Við erum að fara öll fjölskyldan bara að hafa gaman. Ég vona að hann njóti sín í botn og þá verður þetta bara geggjað, ekki spurning.“ Bíó og sjónvarp Akureyri Tónlist Svíþjóð Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3. desember 2021 22:25 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Úrslitin hefjast í kvöld klukkan sjö að íslenskum tíma í Globen-risahöllinni í Stokkhólmi. Við hittum Elvý Hreinsdóttir, móður Birkis Blæs á Akureyri í gær, skömmu áður en hún og fjölskyldan lagði af stað til Stokkhólms til að vera viðstödd keppnina. Hún hafði alltaf trú á sínum manni. „Maður auðvitað þorði ekkert að segja það upphátt en ég verð samt alveg að viðurkenna að ég hafði alveg trú á því. Ég hef allan tímann vitað hvað hann getur. Er búin að fylgja honum í hans músík mjög lengi. Ég hef vitað lengi hversu frábær söngvari hann er,“ segir Elvý. Sænska þjóðin virðist sammála Elvý en hver töfraframmistaðan á eftir annarri hefur skilað honum örugglega í tveggja manna úrslitin. Elvý segir Birki eiga heima á sviðinu. „Það er kannski fyrir honum auðveldi parturinn af þessu Það er kannski allt hitt sem fylgir, öll viðtölin og allt stjónvarpsdæmið og það allt saman sem kannski fer aðeins út fyrir þægindarammann heldur en tónlistin sjálf,“ segir Elvý. Hún og fjölskyldan flugu út í morgun til að vera viðstödd keppnina og spenningurinn er mikill. „Þetta verður örugglega algjört ævintýri. Ég hef aldrei komið í þessa tónleikahöll, það verður gaman að sjá hann á svona stóru sviði, aldrei séð hann á svona stóru sviði, þetta verður skemmtilegt held ég,“ segir hún. Hvernig heldurðu að það verði fyrir mömmuna að sjá litla drenginn sinn á stóra sviðinu í kvöld? „Það verður bara held ég gaman, en auðvitað er ég að fara að vera rosalega stressuð. Við ætlum bara að njóta. Við erum að fara öll fjölskyldan bara að hafa gaman. Ég vona að hann njóti sín í botn og þá verður þetta bara geggjað, ekki spurning.“
Bíó og sjónvarp Akureyri Tónlist Svíþjóð Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3. desember 2021 22:25 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13
Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3. desember 2021 22:25