Í tilkynningu segir að Lóa muni leiða markaðsstarf fyrirtækisins og hefur störf í byrjun janúar.
Hún hefur starfað sem markaðsstjóri Heimstaden leigufélags og unnið að uppbyggingu vörumerkisins á Íslandi.
„Lóa bjó áður ellefu ár í Noregi þar sem hún stýrði sterkum vörumerkjum á norska dagvörumarkaðnum. Hún sinnti þar vöruþróun, markaðssamskiptum og stefnumótun hjá neytendavörufyrirtækjunum Orkla og Cloetta.
Lóa er með BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MA í Alþjóðamarkaðsfræði frá European Business School London.“