Borgarstjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2021 12:21 Dagur B. Eggertsson stakk sér tandurhreinn til sunds. Reykjavíkurborg Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar. Húsnæðinu í Úlfarsárdal er ætlað að vera miðstöð mennta, menningar og íþrótta en mannvirkið í heild er um 18 þúsund fermetrar. Sundlaug og bókasafn deila afgreiðslu en í miðstöðinni er einnig Dalskóli, samrekinn leik- og grunnskóli, ásamt frístundaheimili. Í sumarbyrjun 2022 bætist íþróttahús knattspyrnufélagsins Fram við - og síðar sama ár verður keppnisvöllur utanhúss vígður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir þetta eina stærstu framkvæmd sem borgin hefur ráðist í frá upphafi. Borgarstjóri fékk aðstoð við að klippa á borðann.Reykjavíkurborg „Og sú langstærsta á þessu sviði. Fyrir mig persónulega sem elst upp í Árbænum þá átti maður því að venjast að það tók áratugi og áratugi ofan að sundlaugin og íþróttahúsið og bókasafnið kæmi. Þannig að það er alveg einstök ánægja sem fylgir því að opna þetta á meðan úlfarsárdalurinn er enn þá að byggjast,“ segir Dagur. Framkvæmdatíminn er orðinn um sex ár og Dagur segir ljóst að miðstöðin sé langþráð. Bókasafnið í Úlfarsárdal verður sjöunda safn Borgarbókasafnsins en það verður opið á opnunartíma sundlaugarinnar, frá hálf sjö á morgnana til tíu á kvöldin. Skellti sér í sturtu í morgun Hin nýja Dalslaug er áttunda almenningssundlaug Reykjavíkur en síðast var ný sundlaug opnuð í Reykjavík árið 1998, Grafarvogslaug. Eftirvænting eftir nýrri laug, og opnun miðstöðvarinnar allrar, ruglaði borgarstjóra örlítið í ríminu í morgun. „Ég steingleymdi að ég væri að fara í sund að vígja laugina og smellti mér bara í sturtu,“ segir hann. Þannig fari hann allavega tvisvar í bað í dag. „Það er auðvitað alveg sérstaklega ánægjulegt að mæta alveg tandurhreinn í nýju sundlaugina í Úlfarsárdal,“ segir borgarstjóri. Dagur segir að ákveðið hafi verið að teygja opnunarhátíðina yfir helgina vegna sóttvarnatakmarkanna. Þannig verði frítt ofan í laugina um helgina og allir velkomnir til að skoða bókasafnið og skólann fyrir eða eftir sundferð. „Þannig þetta verður ein allsherjar hverfis- og borgarhátíð,“ segir Dagur B. Eggertsson að lokum. Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Húsnæðinu í Úlfarsárdal er ætlað að vera miðstöð mennta, menningar og íþrótta en mannvirkið í heild er um 18 þúsund fermetrar. Sundlaug og bókasafn deila afgreiðslu en í miðstöðinni er einnig Dalskóli, samrekinn leik- og grunnskóli, ásamt frístundaheimili. Í sumarbyrjun 2022 bætist íþróttahús knattspyrnufélagsins Fram við - og síðar sama ár verður keppnisvöllur utanhúss vígður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir þetta eina stærstu framkvæmd sem borgin hefur ráðist í frá upphafi. Borgarstjóri fékk aðstoð við að klippa á borðann.Reykjavíkurborg „Og sú langstærsta á þessu sviði. Fyrir mig persónulega sem elst upp í Árbænum þá átti maður því að venjast að það tók áratugi og áratugi ofan að sundlaugin og íþróttahúsið og bókasafnið kæmi. Þannig að það er alveg einstök ánægja sem fylgir því að opna þetta á meðan úlfarsárdalurinn er enn þá að byggjast,“ segir Dagur. Framkvæmdatíminn er orðinn um sex ár og Dagur segir ljóst að miðstöðin sé langþráð. Bókasafnið í Úlfarsárdal verður sjöunda safn Borgarbókasafnsins en það verður opið á opnunartíma sundlaugarinnar, frá hálf sjö á morgnana til tíu á kvöldin. Skellti sér í sturtu í morgun Hin nýja Dalslaug er áttunda almenningssundlaug Reykjavíkur en síðast var ný sundlaug opnuð í Reykjavík árið 1998, Grafarvogslaug. Eftirvænting eftir nýrri laug, og opnun miðstöðvarinnar allrar, ruglaði borgarstjóra örlítið í ríminu í morgun. „Ég steingleymdi að ég væri að fara í sund að vígja laugina og smellti mér bara í sturtu,“ segir hann. Þannig fari hann allavega tvisvar í bað í dag. „Það er auðvitað alveg sérstaklega ánægjulegt að mæta alveg tandurhreinn í nýju sundlaugina í Úlfarsárdal,“ segir borgarstjóri. Dagur segir að ákveðið hafi verið að teygja opnunarhátíðina yfir helgina vegna sóttvarnatakmarkanna. Þannig verði frítt ofan í laugina um helgina og allir velkomnir til að skoða bókasafnið og skólann fyrir eða eftir sundferð. „Þannig þetta verður ein allsherjar hverfis- og borgarhátíð,“ segir Dagur B. Eggertsson að lokum.
Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira