Körfuboltakvöld: Kristinn Óskarsson útskýrir óíþróttamannslegar villur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2021 23:31 Körfboltadómarinn Kristinn Óskarsson fór yfir mismunandi flokka af óíþróttamannslegum villum með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru af stað með nýjan lið í seinasta þætti, Dómarahornið, þar sem dómarinn Kristinn Óskarsson mætti í settið og fór yfir reglurnar með strákunum. Í þessu fyrsta innslagi af Dómarahorninu fór Kristinn yfir mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum. Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur
Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira