Bretar hyggjast bólusetja milljón á dag til að koma í veg fyrir ómíkron-bylgju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2021 06:47 Tímabókunum innan heilbrigðisþjónustunnar verður frestað í desember en Johnson sagði það betra en að þurfa að grípa til stórfelldra afbókana eftir áramót vegna óheftrar ómíkron-bylgju. epa/Neil Hall Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira