Fór yfir fimmtíu stig eftir sekt fyrir að blóta áhorfanda Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 07:31 Kevin Durant treður gegn Detroit Pistons og nær í tvö af 51 stigi sínu í leiknum. AP/Carlos Osorio Kevin Durant skoraði yfir fimmtíu stig í einum og sama leiknum og LeBron James átti stórleik fyrir LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Durant skoraði 51 stig fyrir Brooklyn Nets í 116-104 sigri gegn Detroit Pistons. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í vetur en Stephen Curry átti metið á leiktíðinni með 50 stiga leik sínum gegn Atlanta Hawks 8. nóvember. Durant var í miklu stuði þrátt fyrir að hafa skömmu fyrir leik verið sektaður af deildinni um 25.000 Bandaríkjadali. Sektina hlaut hann fyrir að beina blótsyrðum að áhorfanda í sigrinum gegn Atlanta á föstudagskvöld, eftir að áhorfandinn kallaði: „Durant, hættu að grenja!“ Brooklyn var án James Harden en það kom ekki að sök og Durant náði að minnsta kosti 10 stigum í hverjum einasta leikhluta. Hann var líka alveg meðvitaður um að hann væri nálægt 50 stigum í lokin: Of course scorers know! pic.twitter.com/M6mtsaxIqt— NBA (@NBA) December 13, 2021 „Ég vissi að ég þyrfti sennilega að sjá um að skora aðeins meira að þessu sinni,“ sagði Durant eftir þennan sjöunda leik sinn á ferlinum í NBA-deildinni þar sem hann skorar að minnsta kosti 50 stig. „Við misstum boltann til þeirra oftar en við ættum að gera, og ég gerði það eins og hver annars, svo ég taldi best að halda áfram að skjóta,“ sagði Durant. @KDTrey5 ERUPTS for 51 points...his highest-scoring game with the @BrooklynNets!Buckets on buckets. pic.twitter.com/PdYBjvEOUr— NBA (@NBA) December 13, 2021 Brooklyn er efst í austurdeild með 19 sigra og 8 töp. Detroit er hins vegar á botni deildarinnar með aðeins 4 sigra en 22 töp. James með töfra gegn Magic LeBron James var með þrefalda tvennu og varði þrjú skot með miklum tilþrifum í 106-94 sigri LA Lakers á Orlando Magic. James skoraði 30 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. What a night for @KingJames in the @Lakers win. 30 points 11 boards 10 dimes 3 blocks pic.twitter.com/oxl4ZM46GH— NBA (@NBA) December 13, 2021 Þetta var annar sigur Lakers í röð og liðið er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Orlando hefur aðeins unnið 5 af 28 leikjum sínum og er í næstneðsta sæti austurdeildar. Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Durant skoraði 51 stig fyrir Brooklyn Nets í 116-104 sigri gegn Detroit Pistons. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í vetur en Stephen Curry átti metið á leiktíðinni með 50 stiga leik sínum gegn Atlanta Hawks 8. nóvember. Durant var í miklu stuði þrátt fyrir að hafa skömmu fyrir leik verið sektaður af deildinni um 25.000 Bandaríkjadali. Sektina hlaut hann fyrir að beina blótsyrðum að áhorfanda í sigrinum gegn Atlanta á föstudagskvöld, eftir að áhorfandinn kallaði: „Durant, hættu að grenja!“ Brooklyn var án James Harden en það kom ekki að sök og Durant náði að minnsta kosti 10 stigum í hverjum einasta leikhluta. Hann var líka alveg meðvitaður um að hann væri nálægt 50 stigum í lokin: Of course scorers know! pic.twitter.com/M6mtsaxIqt— NBA (@NBA) December 13, 2021 „Ég vissi að ég þyrfti sennilega að sjá um að skora aðeins meira að þessu sinni,“ sagði Durant eftir þennan sjöunda leik sinn á ferlinum í NBA-deildinni þar sem hann skorar að minnsta kosti 50 stig. „Við misstum boltann til þeirra oftar en við ættum að gera, og ég gerði það eins og hver annars, svo ég taldi best að halda áfram að skjóta,“ sagði Durant. @KDTrey5 ERUPTS for 51 points...his highest-scoring game with the @BrooklynNets!Buckets on buckets. pic.twitter.com/PdYBjvEOUr— NBA (@NBA) December 13, 2021 Brooklyn er efst í austurdeild með 19 sigra og 8 töp. Detroit er hins vegar á botni deildarinnar með aðeins 4 sigra en 22 töp. James með töfra gegn Magic LeBron James var með þrefalda tvennu og varði þrjú skot með miklum tilþrifum í 106-94 sigri LA Lakers á Orlando Magic. James skoraði 30 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. What a night for @KingJames in the @Lakers win. 30 points 11 boards 10 dimes 3 blocks pic.twitter.com/oxl4ZM46GH— NBA (@NBA) December 13, 2021 Þetta var annar sigur Lakers í röð og liðið er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Orlando hefur aðeins unnið 5 af 28 leikjum sínum og er í næstneðsta sæti austurdeildar. Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira