Fór yfir fimmtíu stig eftir sekt fyrir að blóta áhorfanda Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 07:31 Kevin Durant treður gegn Detroit Pistons og nær í tvö af 51 stigi sínu í leiknum. AP/Carlos Osorio Kevin Durant skoraði yfir fimmtíu stig í einum og sama leiknum og LeBron James átti stórleik fyrir LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Durant skoraði 51 stig fyrir Brooklyn Nets í 116-104 sigri gegn Detroit Pistons. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í vetur en Stephen Curry átti metið á leiktíðinni með 50 stiga leik sínum gegn Atlanta Hawks 8. nóvember. Durant var í miklu stuði þrátt fyrir að hafa skömmu fyrir leik verið sektaður af deildinni um 25.000 Bandaríkjadali. Sektina hlaut hann fyrir að beina blótsyrðum að áhorfanda í sigrinum gegn Atlanta á föstudagskvöld, eftir að áhorfandinn kallaði: „Durant, hættu að grenja!“ Brooklyn var án James Harden en það kom ekki að sök og Durant náði að minnsta kosti 10 stigum í hverjum einasta leikhluta. Hann var líka alveg meðvitaður um að hann væri nálægt 50 stigum í lokin: Of course scorers know! pic.twitter.com/M6mtsaxIqt— NBA (@NBA) December 13, 2021 „Ég vissi að ég þyrfti sennilega að sjá um að skora aðeins meira að þessu sinni,“ sagði Durant eftir þennan sjöunda leik sinn á ferlinum í NBA-deildinni þar sem hann skorar að minnsta kosti 50 stig. „Við misstum boltann til þeirra oftar en við ættum að gera, og ég gerði það eins og hver annars, svo ég taldi best að halda áfram að skjóta,“ sagði Durant. @KDTrey5 ERUPTS for 51 points...his highest-scoring game with the @BrooklynNets!Buckets on buckets. pic.twitter.com/PdYBjvEOUr— NBA (@NBA) December 13, 2021 Brooklyn er efst í austurdeild með 19 sigra og 8 töp. Detroit er hins vegar á botni deildarinnar með aðeins 4 sigra en 22 töp. James með töfra gegn Magic LeBron James var með þrefalda tvennu og varði þrjú skot með miklum tilþrifum í 106-94 sigri LA Lakers á Orlando Magic. James skoraði 30 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. What a night for @KingJames in the @Lakers win. 30 points 11 boards 10 dimes 3 blocks pic.twitter.com/oxl4ZM46GH— NBA (@NBA) December 13, 2021 Þetta var annar sigur Lakers í röð og liðið er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Orlando hefur aðeins unnið 5 af 28 leikjum sínum og er í næstneðsta sæti austurdeildar. Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Durant skoraði 51 stig fyrir Brooklyn Nets í 116-104 sigri gegn Detroit Pistons. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í vetur en Stephen Curry átti metið á leiktíðinni með 50 stiga leik sínum gegn Atlanta Hawks 8. nóvember. Durant var í miklu stuði þrátt fyrir að hafa skömmu fyrir leik verið sektaður af deildinni um 25.000 Bandaríkjadali. Sektina hlaut hann fyrir að beina blótsyrðum að áhorfanda í sigrinum gegn Atlanta á föstudagskvöld, eftir að áhorfandinn kallaði: „Durant, hættu að grenja!“ Brooklyn var án James Harden en það kom ekki að sök og Durant náði að minnsta kosti 10 stigum í hverjum einasta leikhluta. Hann var líka alveg meðvitaður um að hann væri nálægt 50 stigum í lokin: Of course scorers know! pic.twitter.com/M6mtsaxIqt— NBA (@NBA) December 13, 2021 „Ég vissi að ég þyrfti sennilega að sjá um að skora aðeins meira að þessu sinni,“ sagði Durant eftir þennan sjöunda leik sinn á ferlinum í NBA-deildinni þar sem hann skorar að minnsta kosti 50 stig. „Við misstum boltann til þeirra oftar en við ættum að gera, og ég gerði það eins og hver annars, svo ég taldi best að halda áfram að skjóta,“ sagði Durant. @KDTrey5 ERUPTS for 51 points...his highest-scoring game with the @BrooklynNets!Buckets on buckets. pic.twitter.com/PdYBjvEOUr— NBA (@NBA) December 13, 2021 Brooklyn er efst í austurdeild með 19 sigra og 8 töp. Detroit er hins vegar á botni deildarinnar með aðeins 4 sigra en 22 töp. James með töfra gegn Magic LeBron James var með þrefalda tvennu og varði þrjú skot með miklum tilþrifum í 106-94 sigri LA Lakers á Orlando Magic. James skoraði 30 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. What a night for @KingJames in the @Lakers win. 30 points 11 boards 10 dimes 3 blocks pic.twitter.com/oxl4ZM46GH— NBA (@NBA) December 13, 2021 Þetta var annar sigur Lakers í röð og liðið er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Orlando hefur aðeins unnið 5 af 28 leikjum sínum og er í næstneðsta sæti austurdeildar. Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli