Hvítölið og hefðbundið Jólaöl og appelsín snúa aftur næstu jól Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2021 12:36 Hvítölið og hefðbundið Jólaöl og appelsín snúa aftur jólin 2022. Ölgerðin Nokkrar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum vegna ákvörðunar Ölgerðarinnar að hætta framleiðslu á Hvítöli en nú geta menn tekið gleði sína á ný þar sem fyrirtækið hefur ákveðið að bjóða bæði upp á Hvítöl og hefðbundið Jólaöl og appelsín á næsta ári. Í tilkynningu sem Ölgerðin hefur birt á heimasíðu sinni og Facebook segir að margt sé öðruvísi í ár; ekkert Hvítöl á markaðnum og þá sé eingöngu hægt að fá Jólaöl og appelsín í sykurskertri útgáfu. Vegna dósaskorts og takmarkaðrar afkastagetu verksmiðju Ölgerðarinnar sé ekki hægt að bregðast við óskum viðskiptavina um aukið vöruúrval þessi jól en það verði hins vegar gert á næsta ári. „Okkur hjá Ölgerðinni þykir alltaf jafn leitt þegar fólk saknar einhvers og við áttum okkur á að fólk vill líka sitt hefðbundna Jólaöl og líka sitt Hvítöl,“ segir í tilkynningunni. „Þess vegna getum við lofað ykkur eftirfarandi: Ný og stærri verksmiðja sem Ölgerðin vinnur nú að því að reisa á lóð fyrirtækisins mun hringja inn hátíðirnar á næsta ári. Fyrir næstu jól mun Ölgerðin á ný bjóða upp á hefðbundið Egils Jólaöl og appelsín – og við gerum gott betur – því við ætlum að bjóða aftur upp á Hvítölið vinsæla. Það verða því svo sannarlega hefðbundin jól næst – og Ölgerðin hlakkar til að fylgja ykkur inn í þau, rétt eins og alltaf.“ Umræða um söknuð eftir Hvítölinu hefur meðal annars átt sér stað í Facebook-hópnum Matartips. Þar segir einn: „Man eftir því að hafa staðið í biðröð eftir Hvítöli við verksmiðju Egils Skalla á Rauðarárstíg fyrir 45 árum síðan og ég vil fá Jólaöl aftur, ekki eitthvað blandað sull.“ Og annar: „Er búinn að drekka hvítöl síðustu 38 ár, stóð meira að segja í röð á Rauðarárstíg til að fá hvítöl fyrir jólin. Þetta má ekki vanta um jólin. Ég er hættur að kaupa Egilsvörur útaf þessu. Þannig að gróðinn verður ekki það mikill.“ Í frétt RÚV frá því í fyrra var haft eftir Gunnari B. Sigurgeirssyni, aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar, að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu Hvítöls vegna minnkandi eftirspurnar. Samkvæmt söluspám væri ljóst að hún svaraði ekki kostnaði. Matvælaframleiðsla Jól Neytendur Jóladrykkir Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í tilkynningu sem Ölgerðin hefur birt á heimasíðu sinni og Facebook segir að margt sé öðruvísi í ár; ekkert Hvítöl á markaðnum og þá sé eingöngu hægt að fá Jólaöl og appelsín í sykurskertri útgáfu. Vegna dósaskorts og takmarkaðrar afkastagetu verksmiðju Ölgerðarinnar sé ekki hægt að bregðast við óskum viðskiptavina um aukið vöruúrval þessi jól en það verði hins vegar gert á næsta ári. „Okkur hjá Ölgerðinni þykir alltaf jafn leitt þegar fólk saknar einhvers og við áttum okkur á að fólk vill líka sitt hefðbundna Jólaöl og líka sitt Hvítöl,“ segir í tilkynningunni. „Þess vegna getum við lofað ykkur eftirfarandi: Ný og stærri verksmiðja sem Ölgerðin vinnur nú að því að reisa á lóð fyrirtækisins mun hringja inn hátíðirnar á næsta ári. Fyrir næstu jól mun Ölgerðin á ný bjóða upp á hefðbundið Egils Jólaöl og appelsín – og við gerum gott betur – því við ætlum að bjóða aftur upp á Hvítölið vinsæla. Það verða því svo sannarlega hefðbundin jól næst – og Ölgerðin hlakkar til að fylgja ykkur inn í þau, rétt eins og alltaf.“ Umræða um söknuð eftir Hvítölinu hefur meðal annars átt sér stað í Facebook-hópnum Matartips. Þar segir einn: „Man eftir því að hafa staðið í biðröð eftir Hvítöli við verksmiðju Egils Skalla á Rauðarárstíg fyrir 45 árum síðan og ég vil fá Jólaöl aftur, ekki eitthvað blandað sull.“ Og annar: „Er búinn að drekka hvítöl síðustu 38 ár, stóð meira að segja í röð á Rauðarárstíg til að fá hvítöl fyrir jólin. Þetta má ekki vanta um jólin. Ég er hættur að kaupa Egilsvörur útaf þessu. Þannig að gróðinn verður ekki það mikill.“ Í frétt RÚV frá því í fyrra var haft eftir Gunnari B. Sigurgeirssyni, aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar, að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu Hvítöls vegna minnkandi eftirspurnar. Samkvæmt söluspám væri ljóst að hún svaraði ekki kostnaði.
Matvælaframleiðsla Jól Neytendur Jóladrykkir Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira