Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 13. desember 2021 13:44 Börn á aldrinum tólf til fimmtán ára voru bólusett í ágúst. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning eftir áramót en þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá en Þórólfur sagði í samtali við mbl.is að bólusetningar hópsins færu líklega fram aðra vikuna í janúar. Þá sé von á tilkynningu um málið síðar í dag, þar á meðal varðandi framkvæmd bólusetninga. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stóra verkefnið fram undan vera bólusetningar barna. „Það verður mjög stórt og flókið verkefni og allur kraftur fer í það og það verður ekki í Laugardalshöllinni heldur verður það hugsanlega í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvort bólusett verði í Laugardalshöll eftir áramót Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Laugardalshöll eftir áramót en þá stendur meðal annars til að skipta um gólf og ljósabúnað. „Við erum í góðu samstarfi við staðarhaldara í Laugardalshöll og við verðum þar fram að áramótum og munum nota anddyrið, því við erum ekki að boða neina stóra hópa núna heldur er þetta svona hugsað sem björgunarleið fyrir þá sem eru kannski að koma til landsins, námsmenn og aðrir, sem eru að koma yfir hátíðarnar og óska eftir bólusetningu. En það er ekki boðaðir neinir stórir hópar núna,“ segir Ragnheiður. Fyrirsjáanleikinn í faraldrinum hafi hins vegar verið afar takmarkaður og því hafi aldrei verið gerður langtímasamningur við Laugardalshöll. „Síðan erum við ekkert farin að sjá neitt lengra eftir áramót hvað verður eða hvar við verðum. Það liggja fyrir að það verða einhverjar framkvæmdir í Laugardalshöllinni og við vorum ekkert með tímasetninguna á þeim en við vonum það besta,“ segir Ragnheiður. „Ef þær verða ekki hafnar þá munum við vera þar áfram, annars munum við finna okkur nýtt húsnæði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning eftir áramót en þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við fréttastofu. Morgunblaðið greindi fyrst frá en Þórólfur sagði í samtali við mbl.is að bólusetningar hópsins færu líklega fram aðra vikuna í janúar. Þá sé von á tilkynningu um málið síðar í dag, þar á meðal varðandi framkvæmd bólusetninga. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stóra verkefnið fram undan vera bólusetningar barna. „Það verður mjög stórt og flókið verkefni og allur kraftur fer í það og það verður ekki í Laugardalshöllinni heldur verður það hugsanlega í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvort bólusett verði í Laugardalshöll eftir áramót Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Laugardalshöll eftir áramót en þá stendur meðal annars til að skipta um gólf og ljósabúnað. „Við erum í góðu samstarfi við staðarhaldara í Laugardalshöll og við verðum þar fram að áramótum og munum nota anddyrið, því við erum ekki að boða neina stóra hópa núna heldur er þetta svona hugsað sem björgunarleið fyrir þá sem eru kannski að koma til landsins, námsmenn og aðrir, sem eru að koma yfir hátíðarnar og óska eftir bólusetningu. En það er ekki boðaðir neinir stórir hópar núna,“ segir Ragnheiður. Fyrirsjáanleikinn í faraldrinum hafi hins vegar verið afar takmarkaður og því hafi aldrei verið gerður langtímasamningur við Laugardalshöll. „Síðan erum við ekkert farin að sjá neitt lengra eftir áramót hvað verður eða hvar við verðum. Það liggja fyrir að það verða einhverjar framkvæmdir í Laugardalshöllinni og við vorum ekkert með tímasetninguna á þeim en við vonum það besta,“ segir Ragnheiður. „Ef þær verða ekki hafnar þá munum við vera þar áfram, annars munum við finna okkur nýtt húsnæði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57
Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41
Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02