Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 20:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. Skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa lengi framan af verið að óþarfi væri að bólusetja börn gegn Covid-19 þar sem veikindi þeirra séu mun vægari en fullorðinna. Síðustu mánuði hefur hins vegar lang fjölmennasti hópur þeirra sem smitast verið á aldrinum 6-12 ára. Sóttvarnalæknir tilkynnti svo í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum börnum á aldrinum 5-11 ára upp á bólusetningu. Ástæður þess væru meðal annars að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum á þessum aldri. Virkni bólusetningar hjá börnum sé um 90%. Bólusetning barna minnkar líkur á langtíma áhrifum og alvarlegar aukverkanir eftir bólusetningu hafi enn sem komið er ekki verið tilkynntar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að 17 heilugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sjái um að bólusetja börn í 75 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að börnin fái Pfizer- bóluefni. „Þetta er Pfizer en daufari blanda en sama efni,“ segir Ragnheiður. Forráðamenn barna fá send til sín boð um að skrá börn sín. Ef foreldri kemst ekki með barninu sínu þá getur það í skráningarkerfinu sett hver á að fylgja barninu í bólusetningu,“ segir hún. Ragnheiður segir að tillit verði tekið til foreldra sem vilji hinkra með bólusetningu. „Fyrir þá foreldra sem vilja kannski bíða eða hugsa sig um þá verður í boði áfram að fá bólusetningu þannig að það verður alltaf opið hús fyrir þau börn,“ segir hún. Ragnheiður segir að líka sé mælt með bólusetningu fyrir börn sem hafa fengið Covid. „Þau þurfa að bíða í þrjá mánuði frá sýkingu þar til þau geta þegið bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa lengi framan af verið að óþarfi væri að bólusetja börn gegn Covid-19 þar sem veikindi þeirra séu mun vægari en fullorðinna. Síðustu mánuði hefur hins vegar lang fjölmennasti hópur þeirra sem smitast verið á aldrinum 6-12 ára. Sóttvarnalæknir tilkynnti svo í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum börnum á aldrinum 5-11 ára upp á bólusetningu. Ástæður þess væru meðal annars að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum á þessum aldri. Virkni bólusetningar hjá börnum sé um 90%. Bólusetning barna minnkar líkur á langtíma áhrifum og alvarlegar aukverkanir eftir bólusetningu hafi enn sem komið er ekki verið tilkynntar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að 17 heilugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sjái um að bólusetja börn í 75 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að börnin fái Pfizer- bóluefni. „Þetta er Pfizer en daufari blanda en sama efni,“ segir Ragnheiður. Forráðamenn barna fá send til sín boð um að skrá börn sín. Ef foreldri kemst ekki með barninu sínu þá getur það í skráningarkerfinu sett hver á að fylgja barninu í bólusetningu,“ segir hún. Ragnheiður segir að tillit verði tekið til foreldra sem vilji hinkra með bólusetningu. „Fyrir þá foreldra sem vilja kannski bíða eða hugsa sig um þá verður í boði áfram að fá bólusetningu þannig að það verður alltaf opið hús fyrir þau börn,“ segir hún. Ragnheiður segir að líka sé mælt með bólusetningu fyrir börn sem hafa fengið Covid. „Þau þurfa að bíða í þrjá mánuði frá sýkingu þar til þau geta þegið bólusetningu,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44