Fengu pítsu og kók en nöguðu líka neglur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 14:31 Svíarnir nutu þess að gæða sér á pítsum um leið og þess var beðið að sjá hvort Svíþjóð kæmist í 8-liða úrslitin. Instagram/@handbollslandslaget Það var spennuþrungið andrúmsloft á hóteli sænska kvennalandsliðsins í handbolta í gærkvöld þegar liðið beið þess að vita örlög sín á HM á Spáni. Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland. HM 2021 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Þjálfarar sænska liðsins ákváðu að breyta til og leyfa leikmönnum að snæða pítsur og drekka gos eftir 34-30 sigur á Rúmeníu sem þýddi að Svíar töpuðu ekki leik í milliriðli tvö. Sænska liðið gerði þó tvö jafntefli og átti á hættu að falla úr keppni. Það hefði gerst ef að Holland og Noregur hefðu gert jafntefli í sínum leik, og skorað yfir 32 mörk hvort lið. Á meðan að þær sænsku snæddu pítsurnar horfðu þær því á leik Hollands og Noregs. Því fylgdi svo mikil spenna að neglur voru nagaðar, en á endanum stýrði Þórir Hergeirsson liði Noregs til 37-34 sigurs sem jafnframt skilaði Svíþjóð áfram í 8-liða úsrlitin. View this post on Instagram A post shared by Handbollslandslaget (@handbollslandslaget) „Auðvitað verður þetta stressandi,“ hafði Carin Strömberg, fyrirliði sænska liðsins, sagt áður en liðið hélt upp á hótel eftir sigurinn gegn Rúmeníu. „En nú fáum við taílenskan mat, pítsur og kók. Það verður virkilega gott eftir næstum þrjár vikur með bara hrísgrjónum, baunum og kjúkling,“ bætti hún við. Með hjartastuðtækið klárt Þjálfarinn Tomas Axnér sagði að vissulega hefði verið mikil spenna í loftinu á hótelinu. „Þetta var stressandi. Við þjálfararnir horfðum á leikinn í okkar herbergi. Við vorum með lækninn með okkur og sem betur fer var hjartastuðtæki þarna líka,“ sagði Axnér léttur. Svíar hafa hins vegar ekki mikinn tíma til að fagna því nú er fram undan leikur við Frakkland annað kvöld í 8-liða úrslitunum. Noregur mætir Rússlandi sama kvöld. Í dag mætast Danmörk og Brasilía, og Spánn og Þýskaland.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira