Curry sló metið og fagnaði með þeim sem átti það Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 07:30 Stephen Curry faðmar pabba sinn, Dell Curry, eftir að hafa slegið metið yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni. AP/Mary Altaffer Stephen Curry getur nú státað sig af því að hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Hann sló met Ray Allen í nótt, fyrir framan fráfarandi methafa. Curry var ekkert að tvínóna við hlutina, í 105-96 sigri Golden State Warriors á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Hann hóf að setja niður þrista í fyrsta leikhluta og sló metið þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. "STEPHEN CURRY...THE ALL-TIME THREE-POINT KING IN THE NBA."History.#NBA75 pic.twitter.com/8SawFh2QFk— NBA (@NBA) December 15, 2021 Eftir leikinn í gær hefur Curry skorað 2.977 þriggja stiga körfur á ferlinum, fjórum fleiri en Ray Allen, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 789 leiki samanborið við 1.300 leiki Allens. Reggie Miller er í 3. sæti á listanum með 2.560 þrista en þeir Allen og Miller voru báðir á meðal áhorfenda í nótt. Gert var hlé á leiknum á meðan að áfanganum var fagnað og Curry fékk tækifæri til að faðma foreldra sína, liðsfélaga og Allen, sem átt hafði metið í áratug. View this post on Instagram A post shared by Ray Allen (@trayfour) „Mér fannst þetta fullkomið kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, sem tók leikhlé eftir að metið féll svo að hægt væri að fagna. „Þetta undirstrikar hver hann er og viðbrögð hans við þessu voru fullkomin,“ sagði Kerr. Curry hefur sex sinnum á ferlinum átt leiktíð þar sem að hann setur niður flesta þrista allra í deildinni. Hann hefur tvisvar verið útnefndur besti leikmaður deildarinnar og þrisvar fagnað NBA-meistaratitlinum. Curry endaði með 22 stig í nótt og var stigahæstur í sínu liði. Golden State er áfram með besta árangurinn það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en liðið hefur nú unnið 23 leiki og tapað aðeins 5. Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Curry var ekkert að tvínóna við hlutina, í 105-96 sigri Golden State Warriors á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Hann hóf að setja niður þrista í fyrsta leikhluta og sló metið þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. "STEPHEN CURRY...THE ALL-TIME THREE-POINT KING IN THE NBA."History.#NBA75 pic.twitter.com/8SawFh2QFk— NBA (@NBA) December 15, 2021 Eftir leikinn í gær hefur Curry skorað 2.977 þriggja stiga körfur á ferlinum, fjórum fleiri en Ray Allen, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 789 leiki samanborið við 1.300 leiki Allens. Reggie Miller er í 3. sæti á listanum með 2.560 þrista en þeir Allen og Miller voru báðir á meðal áhorfenda í nótt. Gert var hlé á leiknum á meðan að áfanganum var fagnað og Curry fékk tækifæri til að faðma foreldra sína, liðsfélaga og Allen, sem átt hafði metið í áratug. View this post on Instagram A post shared by Ray Allen (@trayfour) „Mér fannst þetta fullkomið kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, sem tók leikhlé eftir að metið féll svo að hægt væri að fagna. „Þetta undirstrikar hver hann er og viðbrögð hans við þessu voru fullkomin,“ sagði Kerr. Curry hefur sex sinnum á ferlinum átt leiktíð þar sem að hann setur niður flesta þrista allra í deildinni. Hann hefur tvisvar verið útnefndur besti leikmaður deildarinnar og þrisvar fagnað NBA-meistaratitlinum. Curry endaði með 22 stig í nótt og var stigahæstur í sínu liði. Golden State er áfram með besta árangurinn það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en liðið hefur nú unnið 23 leiki og tapað aðeins 5. Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira