Spá Söru ekki á pall í Dúbaí: Alltaf eitthvað sem bítur hana í rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 09:31 Sara Sigmundsdóttir keppir á ný á Dubai CrossFit Championship mótinu sem hefst á morgun. Instagram/@sarasigmunds Það verða mörg augu á Söru Sigmundsdóttur þegar keppni hefst á Dubai CrossFit Championship mótinu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun. Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira