Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2021 12:43 Flestir smitaðra eru í 5. bekk en Arnheiður segir aðstæður í skólanum sérstakar að því leyti að margir vinni saman í litlum rýmum. Vegna þessa séu allir settir í sóttkví þegar smit kemur upp en ekki í smitgát. Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. Vísir greindi frá því á mánudag að nokkrir nemendur og kennarar hefðu verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir síðustu helgi en á mánudag höfðu fimmtán greinst. Að sögn Arnheiðar eru langflest smitin, bæði meðal nemenda og kennara, bundin við 5. bekk. Hún segir ekki bara um að ræða eitt hópsmit, heldur sé einnig um að ræða fleiri utanaðkomandi smit. Þá segist hún hafa heyrt af einu tilviki þar sem fjölskyldumeðlimur hafi smitast en hún hafi ekki fengið þetta tilvik staðfest. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um eitt né neitt. Það er bara verið að fara yfir stöðuna með almannavörnum og skóla- og frístundasviði,“ segir hún um framhaldið, spurð að því hvort til standi að fella niður skólastarf. Klettaskóli er sérskóli og öðruvísi en aðrir skólar að ýmsu leiti. Nemendur hans eru til að mynda um 124 talsins en starfsmenn 160. Þeir starfa í ýmsum starfshlutföllum og um er að ræða kennara, auk ýmissa sérfræðinga og þjálfara. „Það eina jákvæða í þessu, ef það má orða það þannig, er að við höfum ekki fengið fregnir af neinum sem hefur orðið alvarlega veikur. Hvorki nemendur né starfsfólk,“ segir Arnheiður. Þá hafi allir staðið sig vel í því ástandi sem upp er komið. „Krakkarnir og starfsfólkið hefur staðið sig alveg ótrúlega vel í svakalega krefjandi aðstæðum og foreldrar verið sérstaklega samvinnufúsir. Það hafa allir lagst á eitt við að vinna þetta saman og við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Vísir greindi frá því á mánudag að nokkrir nemendur og kennarar hefðu verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir síðustu helgi en á mánudag höfðu fimmtán greinst. Að sögn Arnheiðar eru langflest smitin, bæði meðal nemenda og kennara, bundin við 5. bekk. Hún segir ekki bara um að ræða eitt hópsmit, heldur sé einnig um að ræða fleiri utanaðkomandi smit. Þá segist hún hafa heyrt af einu tilviki þar sem fjölskyldumeðlimur hafi smitast en hún hafi ekki fengið þetta tilvik staðfest. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um eitt né neitt. Það er bara verið að fara yfir stöðuna með almannavörnum og skóla- og frístundasviði,“ segir hún um framhaldið, spurð að því hvort til standi að fella niður skólastarf. Klettaskóli er sérskóli og öðruvísi en aðrir skólar að ýmsu leiti. Nemendur hans eru til að mynda um 124 talsins en starfsmenn 160. Þeir starfa í ýmsum starfshlutföllum og um er að ræða kennara, auk ýmissa sérfræðinga og þjálfara. „Það eina jákvæða í þessu, ef það má orða það þannig, er að við höfum ekki fengið fregnir af neinum sem hefur orðið alvarlega veikur. Hvorki nemendur né starfsfólk,“ segir Arnheiður. Þá hafi allir staðið sig vel í því ástandi sem upp er komið. „Krakkarnir og starfsfólkið hefur staðið sig alveg ótrúlega vel í svakalega krefjandi aðstæðum og foreldrar verið sérstaklega samvinnufúsir. Það hafa allir lagst á eitt við að vinna þetta saman og við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40