„Eru ekki allir í stuði?“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 21:28 Tómas Tómasson í pontu á Alþingi í fyrsta sinn. Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29