„Eru ekki allir í stuði?“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 21:28 Tómas Tómasson í pontu á Alþingi í fyrsta sinn. Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29