Shannon tvíburarnir segja Hefner hafa neytt sig í trekant Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 23:39 Kristina Shannon, Hugh Hefner, and Karissa Shannon saman árið 2012. Getty/Jason Merritt Shannon tvíburarnir, fyrrverandi kærustur stofnanda Playboy, bera hann þungum sökum í viðtali sem birtist í gær. Þær saka hann meðal annars um að hafa neytt þær til að sofa saman. Kristina og Karissa Shannon voru sautján ára gamlar þegar þær sendu myndir af sér á Playboy-tímaritið. Ári síðar fluttu þær inn í Playboy-setrið að beiðni Hugh Hefner, eiganda og stofnanda tímaritsins, og þær bjuggu inni á heimili hans í þrjú ár áður en þær fluttu þaðan út. Tvíburarnir hafa nú stigið fram og lýst aðstæðunum á heimilinu í tveimur ítarlegum viðtölum við Radar. Tilefnið er heimildaþáttasería, Secrets of Playboy, sem verður sýnd 24. janúar næstkomandi og er framleidd af A&E. Í þáttunum verður fjöldi fyrrverandi kærasta Hefners til viðtals, þar á meðal Holly Madison og miðað við fyrstu upplýsingar um þættina eru frásagnirnar sláandi. Neyddi systurnar með sér í trekant Í viðtalinu við Kristinu og Karissu segja þær að þær glími nú báðar við alvarlega áfallastreituröskun og þunglyndi vegna þess sem þær upplifðu á setrinu. Þær hafi til að mynda íhugað sjálfsvíg. „Við höfum íhugað að taka saman eigið líf, haldast í hendur og taka pillur til að svipta okkur lífi,“ segja systurnar í viðtalinu. Á tíma þeirra á setrinu hafi þeim liði eins og þær væru læstar í búri. Systurnar bjuggu á Playboy-setrinu í þrjú ár.Getty/Denise Truscello Strangar reglur hafi verið í gildi á setrinu sem systurnar hafi verið nauðbeygðar að fylgja. Hefner hafi til að mynda neytt þær til að sofa saman og klæðast eins fötum. Hann hafi ráðið því hvað þær borðuðu og drykkju. „Við gerðum aldrei neitt sem gæti flokkast sem sifjaspell, en hann lét okkur báðar sofa hjá sér á sama tíma. Ef við gerðum það ekki máttum við ekki vera þarna lengur. Hann gerði þá kröfu ekki fyrr en eftir að við höfðum búið á setrinu í hálft ár,“ segja þær. „Hef er farinn núna. Hann er dáinn en við glímum enn við áfallastreitu og höfum þyngst vegna áfallanna sem við glímum við.“ Fór leynilega í þungunarrof og sagði Hefner aldrei frá Þær segjast þá hafa haft ótakmarkaðan aðgang að lyfjum og áfengi á setrinu. „Hann eyðilagði okkur alveg andlega.“ Systurnar segja Hefner hafa neytt sig í trekant.Getty/Donald Kravitz Þá hafi Hefner stjórnað öllu því sem þær gerðu. Hann hafi til dæmis bannað þeim að sækja kirkju þar sem hann sjálfur var trúlaus. Sömuleiðis hafi verið strangar reglur um útivistartíma. Allir áttu að vera komnir heim fyrir klukkan níu á kvöldin og öryggisverðir fylgdust með því hvenær íbúar fóru og komu. Karissa segist hafa orðið þunguð á meðan þær bjuggu á setrinu. Þær systur hafi fengið frægan rappara, sem Radar nefnir ekki á nafn, til að aðstoða sig við að koma Karissu í þungunarrof. Hún hafi ekki viljað að neinn vissi af því og hún hafi treyst rapparanum. Hefner hafi að hennar sögn aldrei vitað af þungunarrofinu. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Kristina og Karissa Shannon voru sautján ára gamlar þegar þær sendu myndir af sér á Playboy-tímaritið. Ári síðar fluttu þær inn í Playboy-setrið að beiðni Hugh Hefner, eiganda og stofnanda tímaritsins, og þær bjuggu inni á heimili hans í þrjú ár áður en þær fluttu þaðan út. Tvíburarnir hafa nú stigið fram og lýst aðstæðunum á heimilinu í tveimur ítarlegum viðtölum við Radar. Tilefnið er heimildaþáttasería, Secrets of Playboy, sem verður sýnd 24. janúar næstkomandi og er framleidd af A&E. Í þáttunum verður fjöldi fyrrverandi kærasta Hefners til viðtals, þar á meðal Holly Madison og miðað við fyrstu upplýsingar um þættina eru frásagnirnar sláandi. Neyddi systurnar með sér í trekant Í viðtalinu við Kristinu og Karissu segja þær að þær glími nú báðar við alvarlega áfallastreituröskun og þunglyndi vegna þess sem þær upplifðu á setrinu. Þær hafi til að mynda íhugað sjálfsvíg. „Við höfum íhugað að taka saman eigið líf, haldast í hendur og taka pillur til að svipta okkur lífi,“ segja systurnar í viðtalinu. Á tíma þeirra á setrinu hafi þeim liði eins og þær væru læstar í búri. Systurnar bjuggu á Playboy-setrinu í þrjú ár.Getty/Denise Truscello Strangar reglur hafi verið í gildi á setrinu sem systurnar hafi verið nauðbeygðar að fylgja. Hefner hafi til að mynda neytt þær til að sofa saman og klæðast eins fötum. Hann hafi ráðið því hvað þær borðuðu og drykkju. „Við gerðum aldrei neitt sem gæti flokkast sem sifjaspell, en hann lét okkur báðar sofa hjá sér á sama tíma. Ef við gerðum það ekki máttum við ekki vera þarna lengur. Hann gerði þá kröfu ekki fyrr en eftir að við höfðum búið á setrinu í hálft ár,“ segja þær. „Hef er farinn núna. Hann er dáinn en við glímum enn við áfallastreitu og höfum þyngst vegna áfallanna sem við glímum við.“ Fór leynilega í þungunarrof og sagði Hefner aldrei frá Þær segjast þá hafa haft ótakmarkaðan aðgang að lyfjum og áfengi á setrinu. „Hann eyðilagði okkur alveg andlega.“ Systurnar segja Hefner hafa neytt sig í trekant.Getty/Donald Kravitz Þá hafi Hefner stjórnað öllu því sem þær gerðu. Hann hafi til dæmis bannað þeim að sækja kirkju þar sem hann sjálfur var trúlaus. Sömuleiðis hafi verið strangar reglur um útivistartíma. Allir áttu að vera komnir heim fyrir klukkan níu á kvöldin og öryggisverðir fylgdust með því hvenær íbúar fóru og komu. Karissa segist hafa orðið þunguð á meðan þær bjuggu á setrinu. Þær systur hafi fengið frægan rappara, sem Radar nefnir ekki á nafn, til að aðstoða sig við að koma Karissu í þungunarrof. Hún hafi ekki viljað að neinn vissi af því og hún hafi treyst rapparanum. Hefner hafi að hennar sögn aldrei vitað af þungunarrofinu.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp