Fullkomni framherjinn fyrir Liverpool kannski bara Svíi en ekki Norðmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 09:31 Alexander Isak spilar með sænska landsliðinu. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND Fyrrum leikmaður Liverpool ráðleggur Jürgen Klopp að kaupa sænska landsliðsframherjann Alexander Isak. Stórliðin í ensku úrvalsdeildinni horfa mörg til norska framherjans Erling Braut Haaland en það gæti orðið mjög dýrt að ná í hann. Jose Enrique, fyrrum varnarmaður Liverpool, sér annað frábæran kost fyrir Liverpool nú þegar framherjalínan er farin að eldast og félagið þarf að ná sér í framtíðarmann. Enrique spilaði með Liverpool frá 2011 til 2016 en er frá Spáni. Þar hefur hann fylgst með framgöngu Svíans Alexanders Isak og hann er hrifinn. "He is a player, he s 22, a big lad, quick, strong, good one vs one, can play on the wings as well as a number nine, he defends."He's one of Europe's hottest prospects and ticks all the boxes. If Liverpool are going to spend big, he's the one https://t.co/uhg5e5g3VH— SPORTbible (@sportbible) December 16, 2021 Enrique er á því að svona stór og stæðilegur framherji gæti aukið möguleikana fyrir Klopp þegar kemur að sóknarleiðum Liverpool liðsins. Alexander Isak er enn bara 22 ára gamall en hann kom til Real Sociedad frá Borussia Dortmund árið 2019. Isak er með samning til ársins 2026 og það er talið kosta 80 milljónir punda að kaupa upp samninginn. Tölur Isak í vetur er ekkert frábærar en hann er með sex mörk og tvær stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum. Enrique er aftur á móti viss um að þetta sé fullkominn leikmaður fyrir Liverpool liðið. „Fyrir mitt leyti þá er janúar mjög erfiður gluggi því stundum verða þetta oft örvæntingakaup. Það er samt einn leikmaður sem ég myndi reyna við og það er leikmaður sem getur spilað í öllum þremur framherjastöðunum,“ sagði Jose Enrique við Metro. „Ég elska Isak hjá Real Sociedad og þeir áttu að kaupa hann í sumar áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Sociedad,“ sagði Enrique. „Nú gæti verið erfitt að kaupa hann en ef þeir koma með réttu upphæðina þá er þetta alvöru leikmaður. Hann er 22 ára, stór strákur, fljótur, sterkur, góður einn á einn, getur spilað á báðum vængjum og sem nía og þá verst hann líka vel,“ sagði Enrique. „Það eru auðvitað margir möguleikar þarna út en fyrir mig þá ætti hann að vera fyrsti kostur,“ sagði Enrique og bætti við: „Isak er fullkomin kostur enda dæmigerð Liverpool kaup. Ungur leikmaður sem þarf ekki að eyða í meira en hundrað milljónir,“ sagði Enrique. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Stórliðin í ensku úrvalsdeildinni horfa mörg til norska framherjans Erling Braut Haaland en það gæti orðið mjög dýrt að ná í hann. Jose Enrique, fyrrum varnarmaður Liverpool, sér annað frábæran kost fyrir Liverpool nú þegar framherjalínan er farin að eldast og félagið þarf að ná sér í framtíðarmann. Enrique spilaði með Liverpool frá 2011 til 2016 en er frá Spáni. Þar hefur hann fylgst með framgöngu Svíans Alexanders Isak og hann er hrifinn. "He is a player, he s 22, a big lad, quick, strong, good one vs one, can play on the wings as well as a number nine, he defends."He's one of Europe's hottest prospects and ticks all the boxes. If Liverpool are going to spend big, he's the one https://t.co/uhg5e5g3VH— SPORTbible (@sportbible) December 16, 2021 Enrique er á því að svona stór og stæðilegur framherji gæti aukið möguleikana fyrir Klopp þegar kemur að sóknarleiðum Liverpool liðsins. Alexander Isak er enn bara 22 ára gamall en hann kom til Real Sociedad frá Borussia Dortmund árið 2019. Isak er með samning til ársins 2026 og það er talið kosta 80 milljónir punda að kaupa upp samninginn. Tölur Isak í vetur er ekkert frábærar en hann er með sex mörk og tvær stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum. Enrique er aftur á móti viss um að þetta sé fullkominn leikmaður fyrir Liverpool liðið. „Fyrir mitt leyti þá er janúar mjög erfiður gluggi því stundum verða þetta oft örvæntingakaup. Það er samt einn leikmaður sem ég myndi reyna við og það er leikmaður sem getur spilað í öllum þremur framherjastöðunum,“ sagði Jose Enrique við Metro. „Ég elska Isak hjá Real Sociedad og þeir áttu að kaupa hann í sumar áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Sociedad,“ sagði Enrique. „Nú gæti verið erfitt að kaupa hann en ef þeir koma með réttu upphæðina þá er þetta alvöru leikmaður. Hann er 22 ára, stór strákur, fljótur, sterkur, góður einn á einn, getur spilað á báðum vængjum og sem nía og þá verst hann líka vel,“ sagði Enrique. „Það eru auðvitað margir möguleikar þarna út en fyrir mig þá ætti hann að vera fyrsti kostur,“ sagði Enrique og bætti við: „Isak er fullkomin kostur enda dæmigerð Liverpool kaup. Ungur leikmaður sem þarf ekki að eyða í meira en hundrað milljónir,“ sagði Enrique.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira