Andleg heilsa íþróttafólks Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 16. desember 2021 10:31 Við lifum á tímum þar sem umræða um andlega heilsu er orðin sjálfsögð sem betur fer. En ég tel að við þurfum að opna meira á umræðuna um andlega líðan íþróttafólks og velta fyrir okkur úrræðum fyrir þennan hóp. Það er áhyggjuefni hversu illa mörgum líður sem stunda íþróttir, sérstaklega fótbolta. Við höfum tekið jákvæð skref, leikmenn hafa komið fram opinberlega bæði hérlendis og erlendis og talað um andlega líðan og almennt virðumst við vera opnari fyrir því að ræða hvernig okkur líður. Sálfræðingar eru farnir að vinna meira með íþróttafélögunum og jafnvel orðnir hluti af teyminu í kringum liðið og íþróttafólk, sem er gott. Ungir leikmenn eiga sér fyrirmyndir sem þeir líta upp til, og bara það að sjá að þeir komi fram opinberlega og ræði þessar tilfinningar getur hjálpað. Undanfarið í mínu starfi er orðið algengara að fólk komi til mín sem þjáist af miklum kvíða í tengslum við íþróttir, þá aðallega fótbolta. Það sem er áhugavert er að það má greina ákveðið mynstur hjá þessu íþróttafólki. Þau eru mjög kröfuhörð, með mikinn frammistöðu kvíða, hafa áhyggjur af neikvæðri umfjöllun um sig í fjölmiðlum og hafa áhyggjur af því að ná ekki markmiðum sínum. Það sem við vitum er að æfingar, matarræði, líkamsástand, utanaðkomandi þættir og andlega hliðin (kvíði, sjálfstraust, einbeiting) hefur áhrif á árangur. Kvíði getur verið okkur mjög mikilvægur og við finnum flest fyrir honum í tengslum við hluti sem skipta okkur máli. Hæfilega mikill kvíði eða spenna getur því hjálpað þannig að við undirbúum okkur betur, leggjum okkur meira fram og hjálpað til að ná einbeitingu. En skuggahlið kvíðans er að hann getur hamlað okkur í að ná árangri. Maður veltir eðlilega fyrir sér hvort þetta sé að verða algengara vandamál. Það væri áhugavert að rannsaka það betur. Er þetta að breytast og ef svo er, hvers vegna? Þegar maður skoðar umhverfið þá eru leikmenn undir meira eftirliti núna en þeir voru. Fótboltinn að breytast, kröfurnar um gæði eru eflaust meiri. Bæði leikmenn og þjálfarar eru að verða betri. það er í dag til miklu meiri tölfræði um leikmenn, hægt að skoða myndbönd, leikmenn eru meira að segja í vesti sem skráir alla tölfræði. Kröfur og væntingar frá umhverfinu hafa mögulega breyst ásamt kröfunum sem einstaklingur setur á sjálfan sig. Í dag komast fleiri leikmenn erlendis í atvinnumennsku og aðgengi að erlendum skólum á fótboltastyrk er auðveldara. Öll umræða um fótbolta er töluvert meiri en hún var í fjölmiðlum/hlaðvörpum og á internetinu. Það er tekið meira eftir frammistöðu leikmanna, það er rýnt í frammistöðu þeirra og þeir fá jafnvel einkunn fyrir sína frammistöðu. Þetta er ekki lengur bara eitt eða tvö M í morgunblaðinu. Aðgengi að upplýsingum er meira. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á andlegri líðan íþróttamanna en þær fáu rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar sýna að þessi vandi er til staðar. Rannsóknir sýna að mögulegar ástæður fyrir þessu eru að afreksíþróttafólk forðist að sýna veikleika og leita aðstoðar því það gæti mögulega dregið úr möguleikum þeirra og tækifærum. Það sama má heyra í viðtölum. Þetta er samkeppnisumhverfi og samkeppnin er mögulega að verða meiri. Þess vegna eiga sumir erfitt með að ræða við þjálfarann um andlega heilsu sína. Hef heyrt setningar eins og: „ég vil ekki að þjálfarinn hafi eitthvað á mig, eða hafi ástæðu til að efast um mig“ Í sálfræðinni er talað um streituvalda/áhættuþætti. Innri streituvaldar hjá aðilunum sjálfum (dæmi, fullkomnunarárátta, sjálfstraust, viðhorf, hugsanir) eða í umhverfinu (dæmi; foreldrar, þjálfarar, samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og fleira). Í dag eru margir streituvaldar/áhættuþættir í heimi íþróttafólks: Kröfur og væntingar frá foreldrum í einhverjum tilvikum, íþróttafélögunum, stuðningsmönnum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og fleira) Kröfur og væntingar frá þeim sjálfum. a. Fullkomnunaráráttab. Ég verð að standa mig, ég má ekki gera mistök, ef þetta gerist hvað þá,c. Verð að passa að ég sofi rétt, borði rétt og æfi nógu mikið. Samkeppni og álag Samskipti við þjálfara Ofþjálfun og meiðsli Kvíði og áhyggjur getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu og stýrt hegðuninni. Áherslan verður meira á að passa sig, leikmenn verða hikandi í aðgerðum, þora ekki að taka áhættur, vera jafnvel óhreyfanlegir og einhæfir. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla, kvíði og vonleysi gerir vart við sig. Athyglin verður meiri á utanaðkomandi aðstæður, neikvæðum hugsunum og tilfinningum. Slíkt getur verið sérstaklega áberandi ef sjálfstraustið er lítið – og að fá neikvætt umtal getur orðið sem einhverskonar staðfesting fyrir viðkomandi (ég vissi það, ég er ekki nógu góður…) og í sumum tilfellum mikið áfall eða leitt til þunglyndis. Núna erum við með sjúkraþjálfara sem vinna fyrir flest öll félög í landinu en hvað með sálfræðinga? Ég er þeirra skoðunar að sálfræðingar ættu að vera hluti af teyminu sem starfar í kringum liðið, eða þá að félögin hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu og jafnvel taki þátt í kostnað varðandi sálfræðiþjónustu. Ég tel að félögin og íþróttahreyfingin geti stutt enn betur við leikmenn hvað varðar andlega heilsu. Það er mikilvægt að það sé skýr leið fyrir leikmenn um það hvert þeir geti leitað og við hvern þau eiga að tala. Það er margt gert vel en það er hægt að gera betur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem umræða um andlega heilsu er orðin sjálfsögð sem betur fer. En ég tel að við þurfum að opna meira á umræðuna um andlega líðan íþróttafólks og velta fyrir okkur úrræðum fyrir þennan hóp. Það er áhyggjuefni hversu illa mörgum líður sem stunda íþróttir, sérstaklega fótbolta. Við höfum tekið jákvæð skref, leikmenn hafa komið fram opinberlega bæði hérlendis og erlendis og talað um andlega líðan og almennt virðumst við vera opnari fyrir því að ræða hvernig okkur líður. Sálfræðingar eru farnir að vinna meira með íþróttafélögunum og jafnvel orðnir hluti af teyminu í kringum liðið og íþróttafólk, sem er gott. Ungir leikmenn eiga sér fyrirmyndir sem þeir líta upp til, og bara það að sjá að þeir komi fram opinberlega og ræði þessar tilfinningar getur hjálpað. Undanfarið í mínu starfi er orðið algengara að fólk komi til mín sem þjáist af miklum kvíða í tengslum við íþróttir, þá aðallega fótbolta. Það sem er áhugavert er að það má greina ákveðið mynstur hjá þessu íþróttafólki. Þau eru mjög kröfuhörð, með mikinn frammistöðu kvíða, hafa áhyggjur af neikvæðri umfjöllun um sig í fjölmiðlum og hafa áhyggjur af því að ná ekki markmiðum sínum. Það sem við vitum er að æfingar, matarræði, líkamsástand, utanaðkomandi þættir og andlega hliðin (kvíði, sjálfstraust, einbeiting) hefur áhrif á árangur. Kvíði getur verið okkur mjög mikilvægur og við finnum flest fyrir honum í tengslum við hluti sem skipta okkur máli. Hæfilega mikill kvíði eða spenna getur því hjálpað þannig að við undirbúum okkur betur, leggjum okkur meira fram og hjálpað til að ná einbeitingu. En skuggahlið kvíðans er að hann getur hamlað okkur í að ná árangri. Maður veltir eðlilega fyrir sér hvort þetta sé að verða algengara vandamál. Það væri áhugavert að rannsaka það betur. Er þetta að breytast og ef svo er, hvers vegna? Þegar maður skoðar umhverfið þá eru leikmenn undir meira eftirliti núna en þeir voru. Fótboltinn að breytast, kröfurnar um gæði eru eflaust meiri. Bæði leikmenn og þjálfarar eru að verða betri. það er í dag til miklu meiri tölfræði um leikmenn, hægt að skoða myndbönd, leikmenn eru meira að segja í vesti sem skráir alla tölfræði. Kröfur og væntingar frá umhverfinu hafa mögulega breyst ásamt kröfunum sem einstaklingur setur á sjálfan sig. Í dag komast fleiri leikmenn erlendis í atvinnumennsku og aðgengi að erlendum skólum á fótboltastyrk er auðveldara. Öll umræða um fótbolta er töluvert meiri en hún var í fjölmiðlum/hlaðvörpum og á internetinu. Það er tekið meira eftir frammistöðu leikmanna, það er rýnt í frammistöðu þeirra og þeir fá jafnvel einkunn fyrir sína frammistöðu. Þetta er ekki lengur bara eitt eða tvö M í morgunblaðinu. Aðgengi að upplýsingum er meira. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á andlegri líðan íþróttamanna en þær fáu rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar sýna að þessi vandi er til staðar. Rannsóknir sýna að mögulegar ástæður fyrir þessu eru að afreksíþróttafólk forðist að sýna veikleika og leita aðstoðar því það gæti mögulega dregið úr möguleikum þeirra og tækifærum. Það sama má heyra í viðtölum. Þetta er samkeppnisumhverfi og samkeppnin er mögulega að verða meiri. Þess vegna eiga sumir erfitt með að ræða við þjálfarann um andlega heilsu sína. Hef heyrt setningar eins og: „ég vil ekki að þjálfarinn hafi eitthvað á mig, eða hafi ástæðu til að efast um mig“ Í sálfræðinni er talað um streituvalda/áhættuþætti. Innri streituvaldar hjá aðilunum sjálfum (dæmi, fullkomnunarárátta, sjálfstraust, viðhorf, hugsanir) eða í umhverfinu (dæmi; foreldrar, þjálfarar, samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og fleira). Í dag eru margir streituvaldar/áhættuþættir í heimi íþróttafólks: Kröfur og væntingar frá foreldrum í einhverjum tilvikum, íþróttafélögunum, stuðningsmönnum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og fleira) Kröfur og væntingar frá þeim sjálfum. a. Fullkomnunaráráttab. Ég verð að standa mig, ég má ekki gera mistök, ef þetta gerist hvað þá,c. Verð að passa að ég sofi rétt, borði rétt og æfi nógu mikið. Samkeppni og álag Samskipti við þjálfara Ofþjálfun og meiðsli Kvíði og áhyggjur getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu og stýrt hegðuninni. Áherslan verður meira á að passa sig, leikmenn verða hikandi í aðgerðum, þora ekki að taka áhættur, vera jafnvel óhreyfanlegir og einhæfir. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla, kvíði og vonleysi gerir vart við sig. Athyglin verður meiri á utanaðkomandi aðstæður, neikvæðum hugsunum og tilfinningum. Slíkt getur verið sérstaklega áberandi ef sjálfstraustið er lítið – og að fá neikvætt umtal getur orðið sem einhverskonar staðfesting fyrir viðkomandi (ég vissi það, ég er ekki nógu góður…) og í sumum tilfellum mikið áfall eða leitt til þunglyndis. Núna erum við með sjúkraþjálfara sem vinna fyrir flest öll félög í landinu en hvað með sálfræðinga? Ég er þeirra skoðunar að sálfræðingar ættu að vera hluti af teyminu sem starfar í kringum liðið, eða þá að félögin hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu og jafnvel taki þátt í kostnað varðandi sálfræðiþjónustu. Ég tel að félögin og íþróttahreyfingin geti stutt enn betur við leikmenn hvað varðar andlega heilsu. Það er mikilvægt að það sé skýr leið fyrir leikmenn um það hvert þeir geti leitað og við hvern þau eiga að tala. Það er margt gert vel en það er hægt að gera betur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar