Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 14:41 Steinunn Ólína segir það ekki standast að viðbjóðsljóðið Litla ljót eftir Megas fjalli um raunverulega atburði og reynslu Megasar. vísir/skjáskot/Sara Sig Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu. Kveikja athugasemda Steinunnar er frétt Vísis af því að allsherjar- og menntamálanefnd sé nú að bræða með sér hvort ekki sé vert að svipta Megas heiðurslaunum listamanna. En ýmsum þykir ótækt að hann sé þar á lista vegna ásakana Bergþóru. En Bergþóra greinir frá því í viðtali við Stundina að texti eftir Megas, Litla ljót, sé beinlínis byggður á þeim atburði. Steinunn Ólína segir að ef þetta séu raunverulegar vangaveltur, að svipta eigi Megas heiðurslaununum þá sé nefndin á verulegum villigötum. „Mig langar að benda á að viðbjóðsljóðið umrædda, Litla ljót, er byggt á karakter eftir Guðberg Bergsson sem ég fékk að leika í leikgerðinni, Sannar Sögur af sálarlífi systra, sem unnið var upp úr Tangabókum Guðbergs. Karakterinn heitir Dídí, hún er hölt, misþroska, ljót og miskunarlausir karlar sífellt að ,,sprauta” í hana. Ljót saga um illa meðferð á varnarlausum,“ segir Steinunn Ólína í stuttum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Hún heldur áfram: „Ég dreg ekki í efa vanlíðan þá sem Bergþóra lýsir að samskipti hennar við Megas og Gunna súkkat hafi haft en ljóð Megasar um Litlu ljót er EKKI um Bergþóru. Annað sem er næsta víst er að kveðskapur Megasar mun lifa okkur öll hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Steinunn Ólína segist, í samtali við blaðamann Vísis, að hún hafi ekki ætlað sér að tjá sig um þetta en þótt nóg um. „Og ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta mál. Þetta er verkefni fyrir bókmenntafræðinga framtíðarinnar sem munu fást við verk Megasar löngu eftir að við öll erum dauð,“ segir Steinunn. Sannar sögur voru á fjölum Þjóðleikhússins, Smíðaverkstæðinu 1994 en leikgerð var Viðars Eggertssonar sem jafnframt var leikstjóri sem byggði á þremur skáldsögum Guðbergs Bergssonar, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu. Hún var kynnt sem „meinfyndin og raunsönn lýsing á íslenskri fjölskyldu í rammíslensku sjávarplássi á sjötta áratugnum.“ Leikhús Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 „Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Kveikja athugasemda Steinunnar er frétt Vísis af því að allsherjar- og menntamálanefnd sé nú að bræða með sér hvort ekki sé vert að svipta Megas heiðurslaunum listamanna. En ýmsum þykir ótækt að hann sé þar á lista vegna ásakana Bergþóru. En Bergþóra greinir frá því í viðtali við Stundina að texti eftir Megas, Litla ljót, sé beinlínis byggður á þeim atburði. Steinunn Ólína segir að ef þetta séu raunverulegar vangaveltur, að svipta eigi Megas heiðurslaununum þá sé nefndin á verulegum villigötum. „Mig langar að benda á að viðbjóðsljóðið umrædda, Litla ljót, er byggt á karakter eftir Guðberg Bergsson sem ég fékk að leika í leikgerðinni, Sannar Sögur af sálarlífi systra, sem unnið var upp úr Tangabókum Guðbergs. Karakterinn heitir Dídí, hún er hölt, misþroska, ljót og miskunarlausir karlar sífellt að ,,sprauta” í hana. Ljót saga um illa meðferð á varnarlausum,“ segir Steinunn Ólína í stuttum pistli sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Hún heldur áfram: „Ég dreg ekki í efa vanlíðan þá sem Bergþóra lýsir að samskipti hennar við Megas og Gunna súkkat hafi haft en ljóð Megasar um Litlu ljót er EKKI um Bergþóru. Annað sem er næsta víst er að kveðskapur Megasar mun lifa okkur öll hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Steinunn Ólína segist, í samtali við blaðamann Vísis, að hún hafi ekki ætlað sér að tjá sig um þetta en þótt nóg um. „Og ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta mál. Þetta er verkefni fyrir bókmenntafræðinga framtíðarinnar sem munu fást við verk Megasar löngu eftir að við öll erum dauð,“ segir Steinunn. Sannar sögur voru á fjölum Þjóðleikhússins, Smíðaverkstæðinu 1994 en leikgerð var Viðars Eggertssonar sem jafnframt var leikstjóri sem byggði á þremur skáldsögum Guðbergs Bergssonar, Hermann og Dídí, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu. Hún var kynnt sem „meinfyndin og raunsönn lýsing á íslenskri fjölskyldu í rammíslensku sjávarplássi á sjötta áratugnum.“
Leikhús Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10 „Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Alþingi í klípu vegna Megasarmála Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna. 16. desember 2021 13:10
„Kominn tími til að hann sé opinberaður“ Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur. 26. nóvember 2021 14:54