Þrjú af átta bestu með Íslending innanborðs Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar á mála hjá félögum sem komin eru í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, sem og hin hollenska Vivianne Miedema sem leikur með Arsenal. vísir/hulda margrét Á mánudaginn verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þrjú Íslendingalið verða í skálinni sem dregið verður úr. Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar.
Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira