Ómar Ingi og Rut handknattleiksfólk ársins Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 13:16 Rut Jónsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa átt stórkostlegt handboltaár. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og Getty Íslands- og bikarmeistarinn Rut Jónsdóttir, og markakóngur Þýskalands, Ómar Ingi Magnússon, eru handknattleiksfólk ársins 2021. HSÍ tilkynnti í dag um valið á handknattleiksfólki ársins. Ljóst er að samkeppnin var mikil karlamegin þar sem Evrópumeistarinn Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, bikarmeistari í Þýskalandi, náðu ekki á toppinn. Ómar Ingi vann Evrópudeildina með Magdeburg, sem og HM félagsliða, endaði sem markakóngur Þýskalands og er meðal markahæstu manna á yfirstandandi leiktíð þar sem Magdeburg er á toppi þýsku deildarinnar. Rut átti risastóran þátt í því að KA/Þór varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. Hún er landsliðsfyrirliði og var valin besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hér að neðan má sjá rökstuðning HSÍ fyrir valinu: Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk í deildarkeppninni í Þýskalandi og endaði sem markakóngur þýsku deildarinnar. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili hvort sem er heimafyrir eða í Evrópukeppni. Ómar kemur úr sterku yngri flokka starfi á Selfossi og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur. Þar lék hann með bæði Århus håndbold og Ålborg håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með Magdeburg sumarið 2020. Ómar hefur leikið 56 landsleiki og skorað í þeim 150 mörk. Það má segja að handknattleiksferill Ómars hafi sprungið út eftir að hann flutti sig um set til Þýskalands og hefur framganga hans vakið mikla athygli úti í heimi, Selfyssingurinn er því vel kominn að titlinum handknattleiksmaður ársins. Handknattleikskona ársins 2021 er Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs hægri skytta KA/Þórs og fyrirliði A landsliðs kvenna. Rut var bæði Íslands- og deildarmeistari með KA/Þór á árinu en það voru fyrstu stóru titlar KA/Þórs frá stofnun félagsins. Hún skoraði 87 mörk í 14 leikjum fyrir félagið og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum. Rut lék með yngri flokkum og meistaraflokki HK áður en hún hélt í atvinnumennsku til Danmerkur aðeins 18 ára gömul. Í Danmörku lék hún með Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Håndbold og Team Esbjerg áður en hún kom aftur heim sumarið 2020 og hefur síðan leikið með KA/Þór. Rut varð danskur meistari með Esbjerg 2019 og Evrópumeistari (EHF-cup) með Holstebro 2013. Rut hefur leikið 104 landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk, auk þess hefur hún verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar. Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild kvenna Fréttir ársins 2021 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
HSÍ tilkynnti í dag um valið á handknattleiksfólki ársins. Ljóst er að samkeppnin var mikil karlamegin þar sem Evrópumeistarinn Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, bikarmeistari í Þýskalandi, náðu ekki á toppinn. Ómar Ingi vann Evrópudeildina með Magdeburg, sem og HM félagsliða, endaði sem markakóngur Þýskalands og er meðal markahæstu manna á yfirstandandi leiktíð þar sem Magdeburg er á toppi þýsku deildarinnar. Rut átti risastóran þátt í því að KA/Þór varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. Hún er landsliðsfyrirliði og var valin besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hér að neðan má sjá rökstuðning HSÍ fyrir valinu: Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk í deildarkeppninni í Þýskalandi og endaði sem markakóngur þýsku deildarinnar. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili hvort sem er heimafyrir eða í Evrópukeppni. Ómar kemur úr sterku yngri flokka starfi á Selfossi og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur. Þar lék hann með bæði Århus håndbold og Ålborg håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með Magdeburg sumarið 2020. Ómar hefur leikið 56 landsleiki og skorað í þeim 150 mörk. Það má segja að handknattleiksferill Ómars hafi sprungið út eftir að hann flutti sig um set til Þýskalands og hefur framganga hans vakið mikla athygli úti í heimi, Selfyssingurinn er því vel kominn að titlinum handknattleiksmaður ársins. Handknattleikskona ársins 2021 er Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs hægri skytta KA/Þórs og fyrirliði A landsliðs kvenna. Rut var bæði Íslands- og deildarmeistari með KA/Þór á árinu en það voru fyrstu stóru titlar KA/Þórs frá stofnun félagsins. Hún skoraði 87 mörk í 14 leikjum fyrir félagið og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum. Rut lék með yngri flokkum og meistaraflokki HK áður en hún hélt í atvinnumennsku til Danmerkur aðeins 18 ára gömul. Í Danmörku lék hún með Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Håndbold og Team Esbjerg áður en hún kom aftur heim sumarið 2020 og hefur síðan leikið með KA/Þór. Rut varð danskur meistari með Esbjerg 2019 og Evrópumeistari (EHF-cup) með Holstebro 2013. Rut hefur leikið 104 landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk, auk þess hefur hún verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar.
Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk í deildarkeppninni í Þýskalandi og endaði sem markakóngur þýsku deildarinnar. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili hvort sem er heimafyrir eða í Evrópukeppni. Ómar kemur úr sterku yngri flokka starfi á Selfossi og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur. Þar lék hann með bæði Århus håndbold og Ålborg håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með Magdeburg sumarið 2020. Ómar hefur leikið 56 landsleiki og skorað í þeim 150 mörk. Það má segja að handknattleiksferill Ómars hafi sprungið út eftir að hann flutti sig um set til Þýskalands og hefur framganga hans vakið mikla athygli úti í heimi, Selfyssingurinn er því vel kominn að titlinum handknattleiksmaður ársins. Handknattleikskona ársins 2021 er Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs hægri skytta KA/Þórs og fyrirliði A landsliðs kvenna. Rut var bæði Íslands- og deildarmeistari með KA/Þór á árinu en það voru fyrstu stóru titlar KA/Þórs frá stofnun félagsins. Hún skoraði 87 mörk í 14 leikjum fyrir félagið og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum. Rut lék með yngri flokkum og meistaraflokki HK áður en hún hélt í atvinnumennsku til Danmerkur aðeins 18 ára gömul. Í Danmörku lék hún með Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Håndbold og Team Esbjerg áður en hún kom aftur heim sumarið 2020 og hefur síðan leikið með KA/Þór. Rut varð danskur meistari með Esbjerg 2019 og Evrópumeistari (EHF-cup) með Holstebro 2013. Rut hefur leikið 104 landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk, auk þess hefur hún verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar.
Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild kvenna Fréttir ársins 2021 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira