Verkefni lögreglu fjölbreytt á Twitter-maraþon kvöldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2021 12:12 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti almenningi innsýn í störf sín á Twitter í nótt, þar sem hún tísti um hvert verkefni og tilkynningu sem henni barst. Talsvert var um að vera og voru verkefnin samtals 73. Töluvert var um ölvun og ofbeldi. „Við viljum bara sýna fólki innsýn í störf lögreglunnar og sýna hvað störf lögreglunnar eru fjölbreytileg og þess vegna verður mjög áhugavert að fylgjast með Twitter í kvöld,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jú, verkefni lögreglu reyndust fjölbreytt allt frá tilkynningu um flutningabíl með heyrúllur í hættu í þungri umferð að tilkynningum um heimilisofbeldi. Þriggja bíla árekstur í mikilli umferð á einni af aðalgötum borgarinnar. Tveir fluttir burtu með dráttarbifreið. Förum varlega #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Færslur lögreglu voru alls 80 í gærkvöld og í nótt en 73 tilkynningar eða verkefni. Nokkur umferðaróhöpp urðu, þar á meðal þriggja bíla árekstur, árekstur og afstungu, og nokkur umferðaróhöpp þar sem ökumaður var grunaður um ölvun. Tilkynnt um umferðaróhapp í umdæminu þar sem grunur er um ölvun við akstur #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður óskar eftir aðstoð eftir að hafa ekið á kött, er í miklu uppnámi, eins og eðlilegt er.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Umferðaróhapp v.verslun í borginni - gerandi talinn ölvaður og er að reyna að fara af vettvangi.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður handtekin vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð, tekið blóðsýni og lykli komið í örugga geymslu. Lykilinn fær eigandi afhentan sé hann allsgáður þegar hann kemur og sækir #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 386 blésu í ölvunartékki í miðborginni. 2 voru handteknir, grunaðir um ölvun við akstur. 1 fékk sekt fyrir að nota farsíma við akstur.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Aðili handtekinn vegna ölvunaraksturs, bifreiðinni lagt í stæði og kveikjuláslyklar settir á lögreglustöð í hverfinu #eftireinneiakineinn #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Umferðarslys í austurborginni. Ökumaður grunaður um ölvun og vistaður í fangageymslu vegna málsins #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Tilkynnt um árekstur og afstungu - tjónþoli eltir þann sem ók utan í og óskar eftir aðstoð lögreglu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglan tísti á tíunda tímanum í gærkvöldi að hún hafi séð rásandi bifreið á akstri og talið ástæðu til að kanna málið. Mikinn áfengisþef hafi lagt af ökumanninum og hann átt erfitt með að tjá sig. Sá var talsvert ölvaður og í ljós kom að hann hafði aldrei fengið bílpróf. Lögregla veitti athygli rásandi bifreið í akstri og taldi ástæðu til að kanna með ástand ökumanns. Mikinn áfengisþef lagði af ökumanni og átti hann erfitt með að tjá sig. Kom í ljós að ökumaður var töluvert ölvaður og hafði aldrei öðlast ökuréttindi #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglu barst þá tilkynning um ölvaðan einstakling sem gekk inn á veitingastað, datt á borð og sofnaði í kjölfarið. Þetta var ekki eina skiptið sem lögregla var kölluð til í nótt vegna sofandi manns, en leigubílstjóri leitaði aðstoðar lögreglu þegar farþegi sofnaði í aftursætinu hjá honum og bílstjóranum tókst ekki að vekja hann. Tilkynnt um ölvaðan einstakling sem kom inn á veitingastað - datt á borð og sofnaði í kjölfarið. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Leigubílstjóri var í vandræðum með viðskiptavin sem fékk sér blund í aftursætinu. Viðskiptavinurinn svaf svo fast að bílstjórinn náði ekki að vekja hann. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ungt par varð fyrir líkamsárás í nótt og er gerandans nú leitað. Þá var yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað í nótt og einn fluttur í fangageymslu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem maður sást reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja hennar. Lögregla fór á vettvang. Ungt par verður fyrir líkamsárás - gerenda leitað.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað. Einn fluttur í fangageymslu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Óskað eftir lögreglu á vettvang þar sem maður sé að reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja sínum. Við á vettvang.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Lögreglumál Lögreglan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18. desember 2021 07:32 Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17. desember 2021 20:29 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
„Við viljum bara sýna fólki innsýn í störf lögreglunnar og sýna hvað störf lögreglunnar eru fjölbreytileg og þess vegna verður mjög áhugavert að fylgjast með Twitter í kvöld,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jú, verkefni lögreglu reyndust fjölbreytt allt frá tilkynningu um flutningabíl með heyrúllur í hættu í þungri umferð að tilkynningum um heimilisofbeldi. Þriggja bíla árekstur í mikilli umferð á einni af aðalgötum borgarinnar. Tveir fluttir burtu með dráttarbifreið. Förum varlega #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Færslur lögreglu voru alls 80 í gærkvöld og í nótt en 73 tilkynningar eða verkefni. Nokkur umferðaróhöpp urðu, þar á meðal þriggja bíla árekstur, árekstur og afstungu, og nokkur umferðaróhöpp þar sem ökumaður var grunaður um ölvun. Tilkynnt um umferðaróhapp í umdæminu þar sem grunur er um ölvun við akstur #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður óskar eftir aðstoð eftir að hafa ekið á kött, er í miklu uppnámi, eins og eðlilegt er.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Umferðaróhapp v.verslun í borginni - gerandi talinn ölvaður og er að reyna að fara af vettvangi.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður handtekin vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð, tekið blóðsýni og lykli komið í örugga geymslu. Lykilinn fær eigandi afhentan sé hann allsgáður þegar hann kemur og sækir #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 386 blésu í ölvunartékki í miðborginni. 2 voru handteknir, grunaðir um ölvun við akstur. 1 fékk sekt fyrir að nota farsíma við akstur.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Aðili handtekinn vegna ölvunaraksturs, bifreiðinni lagt í stæði og kveikjuláslyklar settir á lögreglustöð í hverfinu #eftireinneiakineinn #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Umferðarslys í austurborginni. Ökumaður grunaður um ölvun og vistaður í fangageymslu vegna málsins #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Tilkynnt um árekstur og afstungu - tjónþoli eltir þann sem ók utan í og óskar eftir aðstoð lögreglu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglan tísti á tíunda tímanum í gærkvöldi að hún hafi séð rásandi bifreið á akstri og talið ástæðu til að kanna málið. Mikinn áfengisþef hafi lagt af ökumanninum og hann átt erfitt með að tjá sig. Sá var talsvert ölvaður og í ljós kom að hann hafði aldrei fengið bílpróf. Lögregla veitti athygli rásandi bifreið í akstri og taldi ástæðu til að kanna með ástand ökumanns. Mikinn áfengisþef lagði af ökumanni og átti hann erfitt með að tjá sig. Kom í ljós að ökumaður var töluvert ölvaður og hafði aldrei öðlast ökuréttindi #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglu barst þá tilkynning um ölvaðan einstakling sem gekk inn á veitingastað, datt á borð og sofnaði í kjölfarið. Þetta var ekki eina skiptið sem lögregla var kölluð til í nótt vegna sofandi manns, en leigubílstjóri leitaði aðstoðar lögreglu þegar farþegi sofnaði í aftursætinu hjá honum og bílstjóranum tókst ekki að vekja hann. Tilkynnt um ölvaðan einstakling sem kom inn á veitingastað - datt á borð og sofnaði í kjölfarið. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Leigubílstjóri var í vandræðum með viðskiptavin sem fékk sér blund í aftursætinu. Viðskiptavinurinn svaf svo fast að bílstjórinn náði ekki að vekja hann. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ungt par varð fyrir líkamsárás í nótt og er gerandans nú leitað. Þá var yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað í nótt og einn fluttur í fangageymslu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem maður sást reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja hennar. Lögregla fór á vettvang. Ungt par verður fyrir líkamsárás - gerenda leitað.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað. Einn fluttur í fangageymslu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Óskað eftir lögreglu á vettvang þar sem maður sé að reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja sínum. Við á vettvang.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021
Lögreglumál Lögreglan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18. desember 2021 07:32 Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17. desember 2021 20:29 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18. desember 2021 07:32
Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17. desember 2021 20:29