Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2021 11:31 Afganir skoða skemmdirnar eftir drónaárás Bandaríkjamanna í águst síðastliðnum sem varð tíu almennum borgurum að bana. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. Þetta eru nokkrar af niðurstöðum rannsóknarvinnu blaðamanna New York Times, sem fóru yfir þúsundir leynilegra gagna frá Pentagon og heimsóttu fleiri en hundrað skotmörk drónaárása. Miðillinn segir nýleg klúður langt í frá undantekningar frá vel skipulögðum aðgerðum. NY Times greindi frá því í september síðastliðnum að þegar bandarískir embættismenn sögðust hafa eyðilagt farartæki hlaðið sprengjum, þá var raunveiruleikinn sá að tíu manna fjölskylda hefði farist í árásinni. Og í nóvember var greint frá því að tugir hefðu látist í árásum í Sýrlandi, sem herinn hafði reynt að hylma yfir. Bandarísk hermálayfirvöld segja 1.417 almenna borgara hafa látið lífið í loftárásum gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi og 188 hafa fallið frá 2018 í árásum í Afganistan. Rannsókn NY Times bendir hins vegar til þess að fjöldi látinna sé mun hærri og að hann hafi ítrekað verið vanmetinn. Eitt alvarlegasta dæmið varðar árás á Tokhar í Sýrlandi árið 2016. Þá sagðist herinn hafa ráðist á þrjár bækistöðvar Ríkis íslams og að fjöldi liðsmanna samtakanna hefði fallið. Rannsókn á vegnum hersins komst að þeirri niðurstöðu að sjö tli 24 almennir borgara sem voru meðal liðsmanna hryðjuverkasamtakanna hefðu fallið en rannsókn NY Times leiddi í ljós að í húsunum sem sprengd voru í loft upp hafði fjöldi fjölskyldna leitað skjóls. Raunverulegur fjöldi látinna almennra borgara væri nær 120. Ahmad Qassim heimsækir son sinn á sjúkrahús. Sex fjölskyldumeðlimir særðust í drónaárás Bandaríkjamanna fyrr í desember.AP/Ghaith Alsayed Rannsókn miðilsins leiddi einnig í ljós að herinn hefði í aðeins eitt skipti af 1.311 komist að þeirri niðurstöðu að mögulega hefðu reglur verið brotnar og þá voru bætur greiddar í um aðeins um tíu tilvika. Í flest skipti voru sömu menn og höfðu fyrirskipað árás ábyrgir fyrir rannsókn umræddrar árásar og aðeins einu sinni var vettvangur árásarinnar heimsóttur. Þá var aðeins í tvö skipti rætt við eftirlifendur eða vitni. Skyndiákvarðanir millistjórnenda Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði árið 2014 að hernaði Bandaríkjamanna í Afganistan á jörðu niðri væri að mestu lokið og hóf á sama tíma röð loftárása með drónum. Á valdatíma hans og Donalds Trump framkvæmdu Bandaríkjamenn fleiri en 50 þúsund loftárásir í Írak, Sýrlandi og Afganistan. Samkvæmt NY Times varð þróunin sú að ákvarðanir um árásirnir, sem upphaflega voru teknar af háttsettum yfirmönnum innan hersins, voru oftar en ekki teknar af lægra settum einstaklingum og lítt skipulagðar. Blaðamenn NY Times segja enn fremur að gögn hafi oftar en ekki verið túlkuð í takt við það sem menn höfðu gefið sér fyrirfram. Fólk sem flykktist að vettvangi var til að mynda talið vera liðsmenn Ríkis íslams en ekki viðbragðsaðilar. Þá voru menn á mótorhjólum sagðir sýna hegðun sem gæfi til kynna yfirvofandi árás en reyndust einfaldlega menn á mótorhjólum. Þá var ekki tekið tillit til menningarlegra þátta; til dæmis voru hús ætluð mannlaus á sama tíma og fjölskyldur lágu þar inni og hvíldu sig á Ramadan, eða voru að skýla sér frá hita og átökum. Rannsókn NY Times leiddi einnig í ljós að lofthernaðurinn hafði oft mun meiri áhrif en ætlað var og að ekki var gert ráð fyrir sprengingum og skaða sem gæti mögulega orðið í kjölfar sprengjuárása. Þannig var tali að árás á bílasprengjuverksmiðju í Írak árið 2015 myndi mögulega hafa áhrif á skúr sem stóð nálægt. Svæðið var hins vegar umkringt íbúðarhúsum og fjöldi fólks dvaldi í nágrenninu. Að minnsta kosti 70 almennir borgarar létust í árásinni. Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér. Bandaríkin Írak Sýrland Afganistan Hernaður Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Þetta eru nokkrar af niðurstöðum rannsóknarvinnu blaðamanna New York Times, sem fóru yfir þúsundir leynilegra gagna frá Pentagon og heimsóttu fleiri en hundrað skotmörk drónaárása. Miðillinn segir nýleg klúður langt í frá undantekningar frá vel skipulögðum aðgerðum. NY Times greindi frá því í september síðastliðnum að þegar bandarískir embættismenn sögðust hafa eyðilagt farartæki hlaðið sprengjum, þá var raunveiruleikinn sá að tíu manna fjölskylda hefði farist í árásinni. Og í nóvember var greint frá því að tugir hefðu látist í árásum í Sýrlandi, sem herinn hafði reynt að hylma yfir. Bandarísk hermálayfirvöld segja 1.417 almenna borgara hafa látið lífið í loftárásum gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi og 188 hafa fallið frá 2018 í árásum í Afganistan. Rannsókn NY Times bendir hins vegar til þess að fjöldi látinna sé mun hærri og að hann hafi ítrekað verið vanmetinn. Eitt alvarlegasta dæmið varðar árás á Tokhar í Sýrlandi árið 2016. Þá sagðist herinn hafa ráðist á þrjár bækistöðvar Ríkis íslams og að fjöldi liðsmanna samtakanna hefði fallið. Rannsókn á vegnum hersins komst að þeirri niðurstöðu að sjö tli 24 almennir borgara sem voru meðal liðsmanna hryðjuverkasamtakanna hefðu fallið en rannsókn NY Times leiddi í ljós að í húsunum sem sprengd voru í loft upp hafði fjöldi fjölskyldna leitað skjóls. Raunverulegur fjöldi látinna almennra borgara væri nær 120. Ahmad Qassim heimsækir son sinn á sjúkrahús. Sex fjölskyldumeðlimir særðust í drónaárás Bandaríkjamanna fyrr í desember.AP/Ghaith Alsayed Rannsókn miðilsins leiddi einnig í ljós að herinn hefði í aðeins eitt skipti af 1.311 komist að þeirri niðurstöðu að mögulega hefðu reglur verið brotnar og þá voru bætur greiddar í um aðeins um tíu tilvika. Í flest skipti voru sömu menn og höfðu fyrirskipað árás ábyrgir fyrir rannsókn umræddrar árásar og aðeins einu sinni var vettvangur árásarinnar heimsóttur. Þá var aðeins í tvö skipti rætt við eftirlifendur eða vitni. Skyndiákvarðanir millistjórnenda Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði árið 2014 að hernaði Bandaríkjamanna í Afganistan á jörðu niðri væri að mestu lokið og hóf á sama tíma röð loftárása með drónum. Á valdatíma hans og Donalds Trump framkvæmdu Bandaríkjamenn fleiri en 50 þúsund loftárásir í Írak, Sýrlandi og Afganistan. Samkvæmt NY Times varð þróunin sú að ákvarðanir um árásirnir, sem upphaflega voru teknar af háttsettum yfirmönnum innan hersins, voru oftar en ekki teknar af lægra settum einstaklingum og lítt skipulagðar. Blaðamenn NY Times segja enn fremur að gögn hafi oftar en ekki verið túlkuð í takt við það sem menn höfðu gefið sér fyrirfram. Fólk sem flykktist að vettvangi var til að mynda talið vera liðsmenn Ríkis íslams en ekki viðbragðsaðilar. Þá voru menn á mótorhjólum sagðir sýna hegðun sem gæfi til kynna yfirvofandi árás en reyndust einfaldlega menn á mótorhjólum. Þá var ekki tekið tillit til menningarlegra þátta; til dæmis voru hús ætluð mannlaus á sama tíma og fjölskyldur lágu þar inni og hvíldu sig á Ramadan, eða voru að skýla sér frá hita og átökum. Rannsókn NY Times leiddi einnig í ljós að lofthernaðurinn hafði oft mun meiri áhrif en ætlað var og að ekki var gert ráð fyrir sprengingum og skaða sem gæti mögulega orðið í kjölfar sprengjuárása. Þannig var tali að árás á bílasprengjuverksmiðju í Írak árið 2015 myndi mögulega hafa áhrif á skúr sem stóð nálægt. Svæðið var hins vegar umkringt íbúðarhúsum og fjöldi fólks dvaldi í nágrenninu. Að minnsta kosti 70 almennir borgarar létust í árásinni. Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér.
Bandaríkin Írak Sýrland Afganistan Hernaður Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent