Gamla fólkið á Höfn látið bíða inn á baðherbergi á meðan herbergisfélaginn deyr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2021 12:16 Mjög góð þátttaka hefur verið í mótmælunum á Skjólgarði síðustu föstudaga. Mótmælin munu halda áfram þar til eitthvað verður gert í málefnum heimilisins. Aðsend Íbúar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði þurfa að deila herbergi og salerni með öðrum. Þá geta íbúarnir ekki tekið á móti aðstandendum í herbergin sín því þau eru svo lítil og vilji íbúarnir komast í sturtu þarf að panta það fyrir fram. „Þegar við liggjum svo banaleguna er herbergisfélagi okkar færður inn á baðherbergi svo við getum átt næði síðustu ævistundirnar með okkar ástvinum,“ segja íbúarnir meðal annars í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Á Skjólgarði búa 27 íbúar á aldrinum 70 ára til 98 ára. Allir íbúarnir búa í tvíbýli í litlum herbergjum nema tveir einstaklingar, sem eru í einbýli. Búið er að teikna og hanna nýtt hjúkrunarheimili á staðnum fyrir 30 manns og bjóða verkið út, sem átti að vera löngu hafið. Hnífurinn í kúnni stendur hins vegar að ná kostnaðaráætlun verksins niður því lægsta tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun. Á meðan búa íbúarnir við algjörlega óboðlegar aðstæður. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem segir ástandið ömurlegt á heimilinu.Aðsend Síðustu þrjá föstudaga hafa verið mótmæli á hjúkrunarheimilinu með kröfuspjöldum um að nýtt hjúkrunarheimili rísi strax en það átti að vera tilbúið í ár. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir ástandið ömurlegt. „Það er enginn með sér salerni, það er verið að deila salerni, deila sturtuaðstöðu, það er engin aðstaða fyrir fólkið til að eiga neitt einkalíf. Það er heldur enginn staður, sem fólkið getur sest niður og talað við sína nánustu. Það þarf að skipuleggja allar sturtuferðir mjög vel því það eru svo fáar sturtur hjá okkur,“ segir Jóhanna Sigríður og bætir við. Starfsfólk Skjólgarðs með sín mótmælaspjöld.Aðsend „Þetta eru mjög lítil herbergi og ég er ekki einu sinni viss um að þau myndu standast staðla í dag fyrir einbýli en það eru samt tveir í þeim. Þetta eru ömurlegar aðstæður fyrir þetta fólk.“ Jóhanna Sigríður segist ekki hafa neitt heyrt í nýjum heilbrigðisráðherra eða einhverjum úr ríkisstjórninni vegna ástandsins á Skjólgarði og það viti engin hvernig málið þróist eða fari. Af hverju förum við svona illa með gamla fólkið okkar? Skilaboðin eru skýr frá Skjólgarði í aðdraganda jóla.Aðsend „Af því að við viljum alltaf vera að hugsa eitthvað annað, peningarnir fara eitthvert annað, ég veit ekki hvert,“ sagði Jóhanna mjög ósátt og leið yfir ástandinu á Skjólgarði. Aðstandendur fólksins sem býr á Skjólgarði hafa tekið virkan þátt í mótmælunum.Aðsend Hornafjörður Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Hjúkrunarheimili Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Á Skjólgarði búa 27 íbúar á aldrinum 70 ára til 98 ára. Allir íbúarnir búa í tvíbýli í litlum herbergjum nema tveir einstaklingar, sem eru í einbýli. Búið er að teikna og hanna nýtt hjúkrunarheimili á staðnum fyrir 30 manns og bjóða verkið út, sem átti að vera löngu hafið. Hnífurinn í kúnni stendur hins vegar að ná kostnaðaráætlun verksins niður því lægsta tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun. Á meðan búa íbúarnir við algjörlega óboðlegar aðstæður. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem segir ástandið ömurlegt á heimilinu.Aðsend Síðustu þrjá föstudaga hafa verið mótmæli á hjúkrunarheimilinu með kröfuspjöldum um að nýtt hjúkrunarheimili rísi strax en það átti að vera tilbúið í ár. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir ástandið ömurlegt. „Það er enginn með sér salerni, það er verið að deila salerni, deila sturtuaðstöðu, það er engin aðstaða fyrir fólkið til að eiga neitt einkalíf. Það er heldur enginn staður, sem fólkið getur sest niður og talað við sína nánustu. Það þarf að skipuleggja allar sturtuferðir mjög vel því það eru svo fáar sturtur hjá okkur,“ segir Jóhanna Sigríður og bætir við. Starfsfólk Skjólgarðs með sín mótmælaspjöld.Aðsend „Þetta eru mjög lítil herbergi og ég er ekki einu sinni viss um að þau myndu standast staðla í dag fyrir einbýli en það eru samt tveir í þeim. Þetta eru ömurlegar aðstæður fyrir þetta fólk.“ Jóhanna Sigríður segist ekki hafa neitt heyrt í nýjum heilbrigðisráðherra eða einhverjum úr ríkisstjórninni vegna ástandsins á Skjólgarði og það viti engin hvernig málið þróist eða fari. Af hverju förum við svona illa með gamla fólkið okkar? Skilaboðin eru skýr frá Skjólgarði í aðdraganda jóla.Aðsend „Af því að við viljum alltaf vera að hugsa eitthvað annað, peningarnir fara eitthvert annað, ég veit ekki hvert,“ sagði Jóhanna mjög ósátt og leið yfir ástandinu á Skjólgarði. Aðstandendur fólksins sem býr á Skjólgarði hafa tekið virkan þátt í mótmælunum.Aðsend
Hornafjörður Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Hjúkrunarheimili Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira