Sóttvarnarreglur brotnar á Baggalútstónleikum: „Talsverð ölvun á mannskapnum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 12:52 Baggalútstónleikar fóru fram í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnarreglur hafi verið brotnar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar megi meðal annars nefna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24