„Það er ekki bannað að hafa gaman“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. desember 2021 00:00 Frá tónleikunum í kvöld. Baggalútur hefur undanfarin ár stimplað sig inn sem einhver vinsælasta jólaskemmtun Íslendinga. Elli Gunnars Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. Við jólatónleika Baggalúts eru tvö aðskilin hólf með sérinngöngum, gestir sitja í númeruðum sætum og fara í hraðpróf. Ekkert hlé er á tónleikunum og áfengissala ekki leyfð nema fyrir tónleikana. Það er að segja: allt er innan rammans. Lögregla sem var viðstödd svæðið í gær var þar meira að segja í boði hljómsveitarinnar, sem vildi þannig aðstoð við að halda hlutunum nákvæmlega eins og þeir ættu að vera. „Við erum bara að reyna að gera þetta vel og finnst þetta eiginlega mjög leiðinlegt að fá eitthvað svona,“ sagði Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlimur Baggalúts. Hann var nýstiginn af sviði þegar fréttastofa náði tali af honum eftir aðra tónleika kvöldsins, þá sextándu allt í allt. „Og það var allt með feldu í kvöld, nákvæmlega eins og það á að vera.“ „Okkur þykir auðvitað mjög leiðinlegt að það hafi verið drykkja í gær. En það fylgir tónleikum. Við getum ekki bannað fólki að fá sér að drykki fyrir tónleikana. Þannig eru ekki reglurnar núna,“ segir Bragi. Hann segir almenna ánægju með tónleikana meðal gesta. Markmiðið sé að koma saman, gleðjast og hafa gaman. Eins og hann bendir réttilega á: „Það er ekki bannað að hafa gaman - ennþá allavega .“ Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór Geta ekki borið ábyrgð á ölvun Vesturbæinga „Við erum að gera þetta eftir öllum reglum. Við buðum lögreglunni að koma hingað í gær. Þetta var ekki útkall sem slíkt. Þeir komu hingað til að fylgjast með og hér eru líka öryggisverðir út um allt. En auðvitað var ölvun. Sérstaklega á laugardagskvöldi, það er alveg ljóst.“ Þannig hafi margir greinilega verið á djamminu í gærkvöldi eins og víða annars staðar. Gestir tónleikanna eru þó allir komnir út úr Háskólabíói fyrir klukkan 23 eftir alla tónleika. „Við getum náttúrulega ekki borið ábyrgð á ölvun fólks í Vesturbænum eftir miðnætti,“ segir Bragi. Bragi segir að enn sem komið er hafi engin smit verið rakin til neinna af 16 tónleikum Baggalúts. „Við viljum bara trúa því að hraðprófin og grímurnar séu að virka. Ég meina það sátu allir hér í kvöld með sínar grímur.“ Það hafi þó verið það eina sem meðlimir hljómsveitarinnar tóku eftir að væri í ólagi í gær; að margir gestanna losuðu sig við grímuna þegar komið var í sætin. Þó séu öryggisverðir á svæðinu sem bendi þeim reglulega á að setja grímurnar upp. Og það má fullyrða að þetta sé víðtækara vandamál en hjá Baggalúti, það getur blaðamaður staðfest eftir að hafa sótt þónokkra viðburði upp á síðkastið. Viðburðir eiga rétt á sér „Þetta er leiðinlegt en við viljum samt meina það að það er mikilvægt að geta haldið svona viðburði og haldið einhverja skemmtun. Og fólk er að reyna að gera það. Og ég vil meina að svona viðburðir og aðrir eigi bara fullan rétt á sér,“ segir Bragi. Mikilvægt sé að viðburðir eins og jólatónleikar verði áfram leyfðir. „Þetta eru mjög miklar takmarkanir nú þegar. Og fólk er að flykkjast í hraðprófin og það lætur sig hafa það því það vill gera þetta vel,“ segir hann. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Við jólatónleika Baggalúts eru tvö aðskilin hólf með sérinngöngum, gestir sitja í númeruðum sætum og fara í hraðpróf. Ekkert hlé er á tónleikunum og áfengissala ekki leyfð nema fyrir tónleikana. Það er að segja: allt er innan rammans. Lögregla sem var viðstödd svæðið í gær var þar meira að segja í boði hljómsveitarinnar, sem vildi þannig aðstoð við að halda hlutunum nákvæmlega eins og þeir ættu að vera. „Við erum bara að reyna að gera þetta vel og finnst þetta eiginlega mjög leiðinlegt að fá eitthvað svona,“ sagði Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlimur Baggalúts. Hann var nýstiginn af sviði þegar fréttastofa náði tali af honum eftir aðra tónleika kvöldsins, þá sextándu allt í allt. „Og það var allt með feldu í kvöld, nákvæmlega eins og það á að vera.“ „Okkur þykir auðvitað mjög leiðinlegt að það hafi verið drykkja í gær. En það fylgir tónleikum. Við getum ekki bannað fólki að fá sér að drykki fyrir tónleikana. Þannig eru ekki reglurnar núna,“ segir Bragi. Hann segir almenna ánægju með tónleikana meðal gesta. Markmiðið sé að koma saman, gleðjast og hafa gaman. Eins og hann bendir réttilega á: „Það er ekki bannað að hafa gaman - ennþá allavega .“ Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór Geta ekki borið ábyrgð á ölvun Vesturbæinga „Við erum að gera þetta eftir öllum reglum. Við buðum lögreglunni að koma hingað í gær. Þetta var ekki útkall sem slíkt. Þeir komu hingað til að fylgjast með og hér eru líka öryggisverðir út um allt. En auðvitað var ölvun. Sérstaklega á laugardagskvöldi, það er alveg ljóst.“ Þannig hafi margir greinilega verið á djamminu í gærkvöldi eins og víða annars staðar. Gestir tónleikanna eru þó allir komnir út úr Háskólabíói fyrir klukkan 23 eftir alla tónleika. „Við getum náttúrulega ekki borið ábyrgð á ölvun fólks í Vesturbænum eftir miðnætti,“ segir Bragi. Bragi segir að enn sem komið er hafi engin smit verið rakin til neinna af 16 tónleikum Baggalúts. „Við viljum bara trúa því að hraðprófin og grímurnar séu að virka. Ég meina það sátu allir hér í kvöld með sínar grímur.“ Það hafi þó verið það eina sem meðlimir hljómsveitarinnar tóku eftir að væri í ólagi í gær; að margir gestanna losuðu sig við grímuna þegar komið var í sætin. Þó séu öryggisverðir á svæðinu sem bendi þeim reglulega á að setja grímurnar upp. Og það má fullyrða að þetta sé víðtækara vandamál en hjá Baggalúti, það getur blaðamaður staðfest eftir að hafa sótt þónokkra viðburði upp á síðkastið. Viðburðir eiga rétt á sér „Þetta er leiðinlegt en við viljum samt meina það að það er mikilvægt að geta haldið svona viðburði og haldið einhverja skemmtun. Og fólk er að reyna að gera það. Og ég vil meina að svona viðburðir og aðrir eigi bara fullan rétt á sér,“ segir Bragi. Mikilvægt sé að viðburðir eins og jólatónleikar verði áfram leyfðir. „Þetta eru mjög miklar takmarkanir nú þegar. Og fólk er að flykkjast í hraðprófin og það lætur sig hafa það því það vill gera þetta vel,“ segir hann.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira