Tiger Woods og sonur hans náðu ellefu fuglum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 17:00 Tiger Woods faðmar son sinn Charlie Woods efir lokapúttið á átjándu holunni. AP/Scott Audette Tiger Woods og Charlie settu á svið sannkallaða golfsýningu á seinni deginum á PNC Championship fjölskyldumótinu en urðu á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Daly feðgunum. Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í Orlando um helgina þar sem hann lék við hlið sonar síns í scramble höggleik. Tiger ætlaði sér að hafa gaman af því að spila með syni sínum og að forðast það að fá skolla. Það tókst heldur betur hjá honum. Þeir feðgar áttu einkar góðan seinni dag þar sem þeir náðu meðal annars fugli á ellefu holum í röð. Það endaði loks á átjándu holunni þar sem þurftu örn til að komast í efsta sætið. Báðir vippuðu framhjá holunni. Það breytti ekki því að Tiger og Charlie léku seinni átján holurnar á 56 höggum eða fimmtán höggum undir pari. Þeir náðu þrettán fuglum, einum erni og pöruðu síðan fjórar holur. John Daly og sonur hans John II unnu þar með mótið með tveimur höggum eftir að hafa spilað seinni daginn á 57 höggum. Þeir léku á 27 höggum undir pari samanlagt. Með þessari spilamennsku slógu þeir met Davis Love III og sonar hans frá því fyrir þremur árum. Það þurfti metframmistöðu til að vinna Woods-feðga. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Við vorum orðnir heitir þarna og Charlie var að hitta kúluna ótrúlega vel. Það hefði auðvitað haft mikla þýðingu fyrir mig að vinna,“ viðurkenndi Tiger en það skipti líka miklu máli að hann gat spilað þessa helgi. „Sú staðreynd að við gátum fengið þetta tækifæri í ár þegar fyrir aðeins nokkrum vikum vissi ég ekki hvort ég gæti þetta, en hér erum við. Ég naut þess í botn en vildi bara að ég hefði getað gengið brautirnar með honum og verið við hlið hans allan tímann eins og í fyrra,“ sagði Tiger sem fór um á golfbíl. Hann er enn að jafna sig eftir að hafa rústað fæti sínum í bílslysi í febrúar. Tiger gekk síðustu metrana á lokaholunni en það fór ekkert á milli mála að hann fann meira og meira fyrir vinstri fætinum eftir því sem leið á mótið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í Orlando um helgina þar sem hann lék við hlið sonar síns í scramble höggleik. Tiger ætlaði sér að hafa gaman af því að spila með syni sínum og að forðast það að fá skolla. Það tókst heldur betur hjá honum. Þeir feðgar áttu einkar góðan seinni dag þar sem þeir náðu meðal annars fugli á ellefu holum í röð. Það endaði loks á átjándu holunni þar sem þurftu örn til að komast í efsta sætið. Báðir vippuðu framhjá holunni. Það breytti ekki því að Tiger og Charlie léku seinni átján holurnar á 56 höggum eða fimmtán höggum undir pari. Þeir náðu þrettán fuglum, einum erni og pöruðu síðan fjórar holur. John Daly og sonur hans John II unnu þar með mótið með tveimur höggum eftir að hafa spilað seinni daginn á 57 höggum. Þeir léku á 27 höggum undir pari samanlagt. Með þessari spilamennsku slógu þeir met Davis Love III og sonar hans frá því fyrir þremur árum. Það þurfti metframmistöðu til að vinna Woods-feðga. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Við vorum orðnir heitir þarna og Charlie var að hitta kúluna ótrúlega vel. Það hefði auðvitað haft mikla þýðingu fyrir mig að vinna,“ viðurkenndi Tiger en það skipti líka miklu máli að hann gat spilað þessa helgi. „Sú staðreynd að við gátum fengið þetta tækifæri í ár þegar fyrir aðeins nokkrum vikum vissi ég ekki hvort ég gæti þetta, en hér erum við. Ég naut þess í botn en vildi bara að ég hefði getað gengið brautirnar með honum og verið við hlið hans allan tímann eins og í fyrra,“ sagði Tiger sem fór um á golfbíl. Hann er enn að jafna sig eftir að hafa rústað fæti sínum í bílslysi í febrúar. Tiger gekk síðustu metrana á lokaholunni en það fór ekkert á milli mála að hann fann meira og meira fyrir vinstri fætinum eftir því sem leið á mótið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira