Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2021 15:34 Ærslabelgurinn er við hlið Safnahússins í hjarta bæjarins. Ísafjarðarbær Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34