Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2021 10:00 Guðmundur Guðmundsson einbeittur á hliðarlínunni á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs. Ísland tapaði engum leik þar með meira en tveggja marka mun, en endaði í 20. sæti. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. Guðmundur tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann tæki með sér til Búdapest í janúar þar sem Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal. Í byrjun þessa árs endaði Ísland, sem meðal annars var án Arons Pálmarssonar, í 20. sæti á HM í Egyptalandi. Einu sigrar Íslands komu gegn Alsír og Marokkó en liðið tapaði gegn Portúgal, Sviss, Frakklandi og Noregi. Allir fjórir leikirnir töpuðust með tveggja marka mun. Á HM í Egyptalandi skaut Guðmundur meðal annars föstum skotum á sérfræðinga RÚV og sagði vel geta verið að óöryggi í sóknarleik liðsins væri vegna þess að búið væri að byggja upp óraunhæfar væntingar til liðsins: „Menn eru alltaf að setja þetta lið í eitthvað bílstjórasæti. Þetta er einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út, sérstaklega í umfjöllun hjá þessum stóru sérfræðingum til dæmis á RÚV,“ sagði Guðmundur þá meðal annars, og fannst „niðrandi“ að talað væri um að hann og íslenska liðið hefðu verið ráðalausir í 20-18 tapinu gegn Sviss. Guðjón Guðmundsson spurði Guðmund út í gagnrýnina á hann og liðið, eftir að Guðmundur kynnti EM-hóp sinn í gær, og hvort gagnrýnin hefði verið óvægin: „Já, mér fannst það á köflum. Ég ver mitt lið og mína leikmenn, og mér fannst svolítið ómaklega að þeim vegið. Sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið í þessu ferli – að byggja upp þetta lið. Það er efnilegt og allt það, og ég hef verið svolítið að vernda þá því ég veit hvað er í gangi. Hvert við erum að fara. Við stefnum hátt. Auðvitað kemur að því að við þurfum að stökkva út í þessa djúpu laug en við erum bara markvisst að vinna með það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur um gagnrýnina og vegferð íslenska liðsins Var ánægður með margt í þróun liðsins Eins og fyrr segir endaði Ísland í 20. sæti á HM, en rétt fyrir mótið hafði Ísland unnið góðan sigur á Portúgal í undankeppni EM. „Við áttum frábæran leik á móti Portúgal sem við unnum hér heima, en rétt töpuðum fyrir þeim úti. Sætið var ekki gott á HM en ég var engu að síður ánægður með margt í þróun liðsins. Það má ekki gleyma því að við vorum með fjóra lykilmenn meidda. Aron Pálmarsson var ekki með, ekki Haukur, og Janus Daði og Alexander Petersson duttu út. Engu að síður sá ég framfarir hjá liðinu,“ sagði Guðmundur í gær. „Verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því“ „Framfarirnar voru þannig að við vorum í mjög jöfnum leik á móti Frökkum, sem nú eru Ólympíumeistarar, og vorum 22-20 yfir þegar tólf mínútur voru eftir, og áttum möguleika á að komast þremur mörkum yfir. Það segir mér hver getan getur verið hjá okkur. Við áttum líka mjög jafnan leik gegn Norðmönnum sem við höfum ekki átt séns í undanfarin ár. Ég hef horft í þetta, frekar en að velta mér upp úr því í nákvæmlega hvaða sæti við urðum. Ég er að velta fyrir mér hvernig við séum að þróast sem lið,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Við þurfum hins vegar að bæta okkur á nokkrum sviðum, sóknarlega á köflum. Við þurfum líka að ná góðum stöðugleika í vörnina en hún var mjög góð megnið af síðasta móti. Við gerum okkur grein fyrir því að ég tók við þessu 2018 og hef markvisst byggt upp eiginlega nýtt lið. Farið í gegnum kynslóðaskipti. Við þær aðstæður þarf ég, og allir, að sýna liðinu ákveðinn skilning og hafa þolinmæði gagnvart því ferli sem er í gangi. Það er verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því.“ EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Guðmundur tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann tæki með sér til Búdapest í janúar þar sem Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal. Í byrjun þessa árs endaði Ísland, sem meðal annars var án Arons Pálmarssonar, í 20. sæti á HM í Egyptalandi. Einu sigrar Íslands komu gegn Alsír og Marokkó en liðið tapaði gegn Portúgal, Sviss, Frakklandi og Noregi. Allir fjórir leikirnir töpuðust með tveggja marka mun. Á HM í Egyptalandi skaut Guðmundur meðal annars föstum skotum á sérfræðinga RÚV og sagði vel geta verið að óöryggi í sóknarleik liðsins væri vegna þess að búið væri að byggja upp óraunhæfar væntingar til liðsins: „Menn eru alltaf að setja þetta lið í eitthvað bílstjórasæti. Þetta er einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út, sérstaklega í umfjöllun hjá þessum stóru sérfræðingum til dæmis á RÚV,“ sagði Guðmundur þá meðal annars, og fannst „niðrandi“ að talað væri um að hann og íslenska liðið hefðu verið ráðalausir í 20-18 tapinu gegn Sviss. Guðjón Guðmundsson spurði Guðmund út í gagnrýnina á hann og liðið, eftir að Guðmundur kynnti EM-hóp sinn í gær, og hvort gagnrýnin hefði verið óvægin: „Já, mér fannst það á köflum. Ég ver mitt lið og mína leikmenn, og mér fannst svolítið ómaklega að þeim vegið. Sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið í þessu ferli – að byggja upp þetta lið. Það er efnilegt og allt það, og ég hef verið svolítið að vernda þá því ég veit hvað er í gangi. Hvert við erum að fara. Við stefnum hátt. Auðvitað kemur að því að við þurfum að stökkva út í þessa djúpu laug en við erum bara markvisst að vinna með það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur um gagnrýnina og vegferð íslenska liðsins Var ánægður með margt í þróun liðsins Eins og fyrr segir endaði Ísland í 20. sæti á HM, en rétt fyrir mótið hafði Ísland unnið góðan sigur á Portúgal í undankeppni EM. „Við áttum frábæran leik á móti Portúgal sem við unnum hér heima, en rétt töpuðum fyrir þeim úti. Sætið var ekki gott á HM en ég var engu að síður ánægður með margt í þróun liðsins. Það má ekki gleyma því að við vorum með fjóra lykilmenn meidda. Aron Pálmarsson var ekki með, ekki Haukur, og Janus Daði og Alexander Petersson duttu út. Engu að síður sá ég framfarir hjá liðinu,“ sagði Guðmundur í gær. „Verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því“ „Framfarirnar voru þannig að við vorum í mjög jöfnum leik á móti Frökkum, sem nú eru Ólympíumeistarar, og vorum 22-20 yfir þegar tólf mínútur voru eftir, og áttum möguleika á að komast þremur mörkum yfir. Það segir mér hver getan getur verið hjá okkur. Við áttum líka mjög jafnan leik gegn Norðmönnum sem við höfum ekki átt séns í undanfarin ár. Ég hef horft í þetta, frekar en að velta mér upp úr því í nákvæmlega hvaða sæti við urðum. Ég er að velta fyrir mér hvernig við séum að þróast sem lið,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Við þurfum hins vegar að bæta okkur á nokkrum sviðum, sóknarlega á köflum. Við þurfum líka að ná góðum stöðugleika í vörnina en hún var mjög góð megnið af síðasta móti. Við gerum okkur grein fyrir því að ég tók við þessu 2018 og hef markvisst byggt upp eiginlega nýtt lið. Farið í gegnum kynslóðaskipti. Við þær aðstæður þarf ég, og allir, að sýna liðinu ákveðinn skilning og hafa þolinmæði gagnvart því ferli sem er í gangi. Það er verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því.“
EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06