Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2021 19:20 Það var ekki með neinni ánægju sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynntu hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa farið yfir tölur um fjölda smitaðra undanfarna daga og þróunina í öðrum löndum þar sem ómíkron afbrigði veirunnar breiddist út með ógnarhraða eins og hér. „Fyrstu gögn benda til að innlagnarhlutfall sé lægra en með þennan mikla fjölda sjáum við okkur ekki annað fært en grípa til ráðstafana. Og það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Það var ekki við öðru að búast en að nýr heilbrigðisráðherra tilkynnti hertari sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sú varð raunin þegar hann gekk út úr Ráðherrarbústaðnum með forsætisráðherra sem hældi þjóðinni fyrir þrautsegjuna í faraldrinum. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tuttugu og ekki mega fleiri en tvö hunduð koma saman á hraðprófaviðburðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnir fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra smeygir sér framhjá sjálfsagt fegnin því að þurfa ekki að færa landsmönnum þennan boðskap skömmu fyrir jól.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema hvað varðaði tillögu hans um lengingu á jólaleyfi skólanna. „En að skólamálaráðherrarnir taki samtalið við skólastjórnednur og starfsemnn skólanna og meti stöðuna. Hvernig við komum út úr fríinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Nándarreglan verður aftur almennt tveir metrar en metri á veitingastöðum og sitjandi viðburðum. Grafík/Ragnar Vesage Grímuskylda þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra regluna svo sem eins og í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Hámarksfjöldi á sitjandi viðburðum án hraðprófa verður 50 manns. Það sama á við um allar verslanir og söfn nema stærri verslanir geta bætt við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra upp að 500 manns. Veitingastaðir með vínveitingar mega hleypa inn til klukkan níu en allir verða að vera farnir út klukkan tíu. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar til heilbrigðisráðherra leggur hann til að skoðaðverði að herða sóttvarnaráðstafanir álandamærunum. „Reglur á landamærunum eru óbreyttar til 15. janúar. En þær verða teknar til skoðunar í takti við þær vangaveltur sem birtast í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þar sem hann óskar eftir þvíað landamærahópur forsætisráðuneytisins fari yfir þær. Það munum viðgera og vera reiðubúin,“segir Katrín. Sóttvarnalæknir leggur til aðallir farþegar verði krafðir um PCR próf fyrir byrðingu íflugvélar á leiðhingað til lands sem ekki megi vera eldra en 48 klukkustundir. Farþegar með íslenska kennitölu fari í PCR próf á sinni heilsugæslustöðinnan tveggja sólarhringa eftir komuna og verði í sóttkvíþar til niðurstaða liggi fyrir. Skoðað verði að prófa alla farþaga við komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa farið yfir tölur um fjölda smitaðra undanfarna daga og þróunina í öðrum löndum þar sem ómíkron afbrigði veirunnar breiddist út með ógnarhraða eins og hér. „Fyrstu gögn benda til að innlagnarhlutfall sé lægra en með þennan mikla fjölda sjáum við okkur ekki annað fært en grípa til ráðstafana. Og það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Það var ekki við öðru að búast en að nýr heilbrigðisráðherra tilkynnti hertari sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund í dag. Sú varð raunin þegar hann gekk út úr Ráðherrarbústaðnum með forsætisráðherra sem hældi þjóðinni fyrir þrautsegjuna í faraldrinum. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tuttugu og ekki mega fleiri en tvö hunduð koma saman á hraðprófaviðburðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnir fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra smeygir sér framhjá sjálfsagt fegnin því að þurfa ekki að færa landsmönnum þennan boðskap skömmu fyrir jól.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema hvað varðaði tillögu hans um lengingu á jólaleyfi skólanna. „En að skólamálaráðherrarnir taki samtalið við skólastjórnednur og starfsemnn skólanna og meti stöðuna. Hvernig við komum út úr fríinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Nándarreglan verður aftur almennt tveir metrar en metri á veitingastöðum og sitjandi viðburðum. Grafík/Ragnar Vesage Grímuskylda þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra regluna svo sem eins og í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Hámarksfjöldi á sitjandi viðburðum án hraðprófa verður 50 manns. Það sama á við um allar verslanir og söfn nema stærri verslanir geta bætt við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra upp að 500 manns. Veitingastaðir með vínveitingar mega hleypa inn til klukkan níu en allir verða að vera farnir út klukkan tíu. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar til heilbrigðisráðherra leggur hann til að skoðaðverði að herða sóttvarnaráðstafanir álandamærunum. „Reglur á landamærunum eru óbreyttar til 15. janúar. En þær verða teknar til skoðunar í takti við þær vangaveltur sem birtast í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þar sem hann óskar eftir þvíað landamærahópur forsætisráðuneytisins fari yfir þær. Það munum viðgera og vera reiðubúin,“segir Katrín. Sóttvarnalæknir leggur til aðallir farþegar verði krafðir um PCR próf fyrir byrðingu íflugvélar á leiðhingað til lands sem ekki megi vera eldra en 48 klukkustundir. Farþegar með íslenska kennitölu fari í PCR próf á sinni heilsugæslustöðinnan tveggja sólarhringa eftir komuna og verði í sóttkvíþar til niðurstaða liggi fyrir. Skoðað verði að prófa alla farþaga við komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira