Stjarna liðsins borgaði bjórinn sem áhorfandi sullaði út af honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 16:01 Dylan Larkin fagnar marki með félögum sínum í Detroit Red Wings. AP/Paul Sancya Íshokkíleikmaðurinn Dylan Larkin fékk samviskubit eftir smá óhapp í upphitun fyrir leik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hefur fengið athygli fyrir hugulsemi sína gagnvart áhorfenda á leik sem hann spilaði. Bjór á íþróttakappleikjum í Bandaríkjunum kostar sitt en áhorfendur mega taka hann með sér í sætin. Það getur kallað á slys sérstaklega þegar þú ert mættur á íshokkíleik og sætið þitt er upp við ísinn. Upphitun hjá Detroit Red Wings liðinu endaði með því að fyrirliði liðsins, Dylan Larkis, endaði á veggnum í kringum völlinn og varð til þess að áhorfandi hinum megin við hann sullaði bjórnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Dylan Larkin var með hljóðnema á sér og myndavélarnar voru líka á honum þegar þetta gerðist. Þegar hann áttaði sig á því hvað hefði gerst í stúkunni þá baðst hann fyrst afsökunar. Hann lét þó ekki þar við sitja því hann fékk aðstoðarmann liðsins til að fara með pening til áhorfendanna til að borga fyrir bjórinn sem sullaðist. „Mér líður illa út af þessu. Ertu ekki með veskið á þér og átt tuttugu dollara,“ spurði Dylan Larkin aðstoðarmanninn. Aðstoðarmaðurinn sást síðan fara með peninginn til áhorfandans. Þetta var leikur á móti New York Islanders en hann fór síðan á kostum í næstu tveimur leikjum á eftir, var fyrst með mark og stoðsendingu á móti Carolina Hurricanes og skoraði síðan þrennu og gaf stoðsendingu að auki í leik á móti New Jersey Devils. Það var hans fyrsta þrenna á NHL-ferlinum. Góðvild Larkin hafði því greinilega mjög góð áhrif á hann í næstu leikjum á eftir. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Íshokkí Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Bjór á íþróttakappleikjum í Bandaríkjunum kostar sitt en áhorfendur mega taka hann með sér í sætin. Það getur kallað á slys sérstaklega þegar þú ert mættur á íshokkíleik og sætið þitt er upp við ísinn. Upphitun hjá Detroit Red Wings liðinu endaði með því að fyrirliði liðsins, Dylan Larkis, endaði á veggnum í kringum völlinn og varð til þess að áhorfandi hinum megin við hann sullaði bjórnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Dylan Larkin var með hljóðnema á sér og myndavélarnar voru líka á honum þegar þetta gerðist. Þegar hann áttaði sig á því hvað hefði gerst í stúkunni þá baðst hann fyrst afsökunar. Hann lét þó ekki þar við sitja því hann fékk aðstoðarmann liðsins til að fara með pening til áhorfendanna til að borga fyrir bjórinn sem sullaðist. „Mér líður illa út af þessu. Ertu ekki með veskið á þér og átt tuttugu dollara,“ spurði Dylan Larkin aðstoðarmanninn. Aðstoðarmaðurinn sást síðan fara með peninginn til áhorfandans. Þetta var leikur á móti New York Islanders en hann fór síðan á kostum í næstu tveimur leikjum á eftir, var fyrst með mark og stoðsendingu á móti Carolina Hurricanes og skoraði síðan þrennu og gaf stoðsendingu að auki í leik á móti New Jersey Devils. Það var hans fyrsta þrenna á NHL-ferlinum. Góðvild Larkin hafði því greinilega mjög góð áhrif á hann í næstu leikjum á eftir. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings)
Íshokkí Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira