Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2021 09:57 Galeries Lafayette verslanamiðstöðin. Gripið hefur verið til verulegra takmarkana í Evrópu hvað varðar veitingastaði og öldurhús en verslanir fengið að starfa áfram að mestu. epa/Christophe Petit Tesson Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. Veran sagði í samtali við BFM TV að ómíkron yrði ráðandi afbrigðið í landinu í snemma í janúar. Engar nýjar aðgerðir væru á teikniborðinu og jafnvel þótt ekki væri hægt að útiloka neitt þá vonuðust stjórnvöld til að auknar bólusetningar yrðu til þess að halda veirunni í skefjum. Á Bretlandseyjum eru 129 einstaklingar á spítala með ómíkron og fjórtán hafa látist. Gillian Keegan, undirráðherra í heilbrigðisráðuneytinu, sagði í samtali við Sky News að stjórnvöld myndu ekki hika við að grípa til hertra aðgerða ef tölurnar sýndu að það væri nauðsynlegt. Boris Johnson forsætisráðherra greindi hins vegar frá því í gær að engar nýjar aðgerðir yrðu tilkynntar fyrir jól en opnaði á þann möguleika að eitthvað yrði gert eftir hátíðirnar. Johnson er í nokkuð erfiðri stöðu, þar sem sérfræðingar hafa kallað eftir aðgerðum síðustu daga og vikur á sama tíma og þær eru afar umdeildar innan Íhaldsflokksins. Í Þýskalandi hefur kanslarinn Olaf Scholz varað við því að fimmta bylgjan sé „rétt handan við hornið“ og stjórnvöld hafa tilkynnt um nýjar sóttvarnaðgerðir sem munu taka gildi í síðasta lagi 28. desember. Stjórnvöld í Portúgal hafa fyrirskipað lokun bara og næturklúbba og fólk verið hvatt til að vinna heima frá 26. desember til 9. janúar. Þá verður ekki heimilt að safnast saman í stærri hópum en sem telja tíu einstaklinga utandyra á gamlárskvöld. 775 létust úr Covid í Póllandi á föstudag en um er að ræða mesta fjölda sem látist hefur á einum degi í fjórðu bylgju faraldursins þar í landi. Um 18 þúsund greindust með veiruna í Póllandi á föstudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bretland Portúgal Pólland Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Veran sagði í samtali við BFM TV að ómíkron yrði ráðandi afbrigðið í landinu í snemma í janúar. Engar nýjar aðgerðir væru á teikniborðinu og jafnvel þótt ekki væri hægt að útiloka neitt þá vonuðust stjórnvöld til að auknar bólusetningar yrðu til þess að halda veirunni í skefjum. Á Bretlandseyjum eru 129 einstaklingar á spítala með ómíkron og fjórtán hafa látist. Gillian Keegan, undirráðherra í heilbrigðisráðuneytinu, sagði í samtali við Sky News að stjórnvöld myndu ekki hika við að grípa til hertra aðgerða ef tölurnar sýndu að það væri nauðsynlegt. Boris Johnson forsætisráðherra greindi hins vegar frá því í gær að engar nýjar aðgerðir yrðu tilkynntar fyrir jól en opnaði á þann möguleika að eitthvað yrði gert eftir hátíðirnar. Johnson er í nokkuð erfiðri stöðu, þar sem sérfræðingar hafa kallað eftir aðgerðum síðustu daga og vikur á sama tíma og þær eru afar umdeildar innan Íhaldsflokksins. Í Þýskalandi hefur kanslarinn Olaf Scholz varað við því að fimmta bylgjan sé „rétt handan við hornið“ og stjórnvöld hafa tilkynnt um nýjar sóttvarnaðgerðir sem munu taka gildi í síðasta lagi 28. desember. Stjórnvöld í Portúgal hafa fyrirskipað lokun bara og næturklúbba og fólk verið hvatt til að vinna heima frá 26. desember til 9. janúar. Þá verður ekki heimilt að safnast saman í stærri hópum en sem telja tíu einstaklinga utandyra á gamlárskvöld. 775 létust úr Covid í Póllandi á föstudag en um er að ræða mesta fjölda sem látist hefur á einum degi í fjórðu bylgju faraldursins þar í landi. Um 18 þúsund greindust með veiruna í Póllandi á föstudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bretland Portúgal Pólland Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira