„Hef fulla trú á markvörðunum mínum“ Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2021 09:01 Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson fara yfir málin í leik í Laugardalshöll. Á hinni myndinni má sjá Ágúst Elí Björgvinsson í markinu á HM í Egyptalandi, þar sem markverðirnir þrír voru allir með. Þeir fara sömuleiðis allir til Búdapest í næsta mánuði á EM. VÍSIR/VILHELM og EPA Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að góðir markverðir séu jafnvel enn mikilvægari nú en áður. Hann hefur fulla trú á að öflug vörn og markverðir Íslands standi fyrir sínu á EM í janúar. „Markvarsla í handknattleik er gríðarlega mikilvæg. Hún er í raun að verða mikilvægari og mikilvægari. Mér finnst sóknargeta leikmanna almennt, og þar með liða, vera að verða betri. Skothæfnin er orðin mjög mikil. Þess vegna er markvarslan svo gríðarlega mikilvæg í þessari íþrótt,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni. Klippa: Guðmundur um markvörsluna Guðmundur nefndi sem dæmi úrslitaleik Frakklands og Noregs á nýafstöðnu heimsmeistaramóti kvenna, þar sem Noregur undir stjórn Þóris Hergeirssonar stóð uppi sem sigurvegari. „Þar sáum við tvo mjög ólíka hálfleiki. Frakkland var yfirburðalið í fyrri hálfleik en svo breytist allt í seinni hálfleik þegar markvörður Norðmanna fer að verja hvern einasta bolta sem kemur á markið. Svona getur þetta þróast og verið fljótt að breytast,“ sagði Guðmundur. Guðmundur valdi þá Viktor Gísla Hallgrímsson, Björgvin Pál Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson í 20 manna EM-hóp sinn. Tveir þeirra verða svo í leikmannahópnum á hverjum leikdegi í Búdapest, þar sem fyrsti leikur er gegn Portúgal 14. janúar. „Búnir að þróa þessa vörn í þrjú ár“ „Ég hef fulla trú á markvörðunum mínum og þeirri vörn sem er fyrir framan þá. Við erum búnir að þróa þessa vörn í þrjú ár, og lengur fyrir suma, og ég hef trú á því að við náum þessu saman,“ sagði Guðmundur. Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Markvarsla í handknattleik er gríðarlega mikilvæg. Hún er í raun að verða mikilvægari og mikilvægari. Mér finnst sóknargeta leikmanna almennt, og þar með liða, vera að verða betri. Skothæfnin er orðin mjög mikil. Þess vegna er markvarslan svo gríðarlega mikilvæg í þessari íþrótt,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni. Klippa: Guðmundur um markvörsluna Guðmundur nefndi sem dæmi úrslitaleik Frakklands og Noregs á nýafstöðnu heimsmeistaramóti kvenna, þar sem Noregur undir stjórn Þóris Hergeirssonar stóð uppi sem sigurvegari. „Þar sáum við tvo mjög ólíka hálfleiki. Frakkland var yfirburðalið í fyrri hálfleik en svo breytist allt í seinni hálfleik þegar markvörður Norðmanna fer að verja hvern einasta bolta sem kemur á markið. Svona getur þetta þróast og verið fljótt að breytast,“ sagði Guðmundur. Guðmundur valdi þá Viktor Gísla Hallgrímsson, Björgvin Pál Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson í 20 manna EM-hóp sinn. Tveir þeirra verða svo í leikmannahópnum á hverjum leikdegi í Búdapest, þar sem fyrsti leikur er gegn Portúgal 14. janúar. „Búnir að þróa þessa vörn í þrjú ár“ „Ég hef fulla trú á markvörðunum mínum og þeirri vörn sem er fyrir framan þá. Við erum búnir að þróa þessa vörn í þrjú ár, og lengur fyrir suma, og ég hef trú á því að við náum þessu saman,“ sagði Guðmundur. Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06